Danir flugu inn í undanúrslitin Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. janúar 2025 18:09 Gidsel var óstöðvandi að venju. Soeren Stache/Getty Images Danmörk, ríkjandi heimsmeistari karla í handbolta, lenti ekki í teljandi vandræðum gegn Brasilíu þegar þjóðirnar mættust í 8-liða úrslitum. Danir hafa unnið hvern stórsigurinn til þessa á mótinu og það sama var upp á teningnum í kvöld. Danmörk, sem hefur staðið uppi sem sigurvegari á síðustu þremur heimsmeistaramótum, hefur ekki enn mætt ofjarli sínum á mótinu í ár og leikur kvöldsins var hálfgerður göngutúr í garðinum. Um miðbik fyrri hálfleiks náðu Danir sjö marka forystu, 10-3, en Brasilíu tókst að minnka muninn niður í aðeins þrjú mörk fyrir hálfleik. Staðan þá 15-12 og Brasilía að einhverju leyti inn í leiknum. Danir skoruðu tvö fyrstu mörk síðari hálfleiksins og þegar tíu mínútur voru liðnar skoruðu frændur vorir átta mörk í röð. Breyttu þeir stöðunni úr 23-18 í 31-18. Drap það endanlega leikinn sem endaði með tólf marka sigri Dana, lokatölur 33-21. Að venju var Mathias Gidsel allt í öllu í sóknarleik Danmerkur með sex mörk og átta stoðsendingar. Emil Jakobsen og Rasmus Lauge skoruðu einnig sex mörk hvor. Vinicios Carvalho var markahæstur hjá Brasilíu með sjö mörk. Danmörk komið í undanúrslit og mætir þar annað hvort Portúgal eða lærisveinum Alfreðs Gíslasonar í Þýskalandi. Væri það í annað skiptið sem Danmörk og Þýskaland mætast á mótinu. Í fyrri leik liðanna vann Danmörk auðveldan sigur. Handbolti HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Strákarnir hans Alfreðs Gíslasonar í þýska handboltalandsliðinu voru teknir í bakaríið þegar þeir mættu Danmörku í milliriðli á HM í gærkvöldi. Þjóðverjar töpuðu leiknum, 40-30, og þýskir fjölmiðlar voru ekki með hýrri há eftir leikinn. 22. janúar 2025 11:33 Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Ef marka má úrslit leiks Danmerkur og Þýskalands á HM karla í handbolta þá eru allar líkur á að Danir verji titilinn enn á ný. 21. janúar 2025 22:53 Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Fleiri fréttir „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Sjá meira
Danmörk, sem hefur staðið uppi sem sigurvegari á síðustu þremur heimsmeistaramótum, hefur ekki enn mætt ofjarli sínum á mótinu í ár og leikur kvöldsins var hálfgerður göngutúr í garðinum. Um miðbik fyrri hálfleiks náðu Danir sjö marka forystu, 10-3, en Brasilíu tókst að minnka muninn niður í aðeins þrjú mörk fyrir hálfleik. Staðan þá 15-12 og Brasilía að einhverju leyti inn í leiknum. Danir skoruðu tvö fyrstu mörk síðari hálfleiksins og þegar tíu mínútur voru liðnar skoruðu frændur vorir átta mörk í röð. Breyttu þeir stöðunni úr 23-18 í 31-18. Drap það endanlega leikinn sem endaði með tólf marka sigri Dana, lokatölur 33-21. Að venju var Mathias Gidsel allt í öllu í sóknarleik Danmerkur með sex mörk og átta stoðsendingar. Emil Jakobsen og Rasmus Lauge skoruðu einnig sex mörk hvor. Vinicios Carvalho var markahæstur hjá Brasilíu með sjö mörk. Danmörk komið í undanúrslit og mætir þar annað hvort Portúgal eða lærisveinum Alfreðs Gíslasonar í Þýskalandi. Væri það í annað skiptið sem Danmörk og Þýskaland mætast á mótinu. Í fyrri leik liðanna vann Danmörk auðveldan sigur.
Handbolti HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Strákarnir hans Alfreðs Gíslasonar í þýska handboltalandsliðinu voru teknir í bakaríið þegar þeir mættu Danmörku í milliriðli á HM í gærkvöldi. Þjóðverjar töpuðu leiknum, 40-30, og þýskir fjölmiðlar voru ekki með hýrri há eftir leikinn. 22. janúar 2025 11:33 Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Ef marka má úrslit leiks Danmerkur og Þýskalands á HM karla í handbolta þá eru allar líkur á að Danir verji titilinn enn á ný. 21. janúar 2025 22:53 Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Fleiri fréttir „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Sjá meira
Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Strákarnir hans Alfreðs Gíslasonar í þýska handboltalandsliðinu voru teknir í bakaríið þegar þeir mættu Danmörku í milliriðli á HM í gærkvöldi. Þjóðverjar töpuðu leiknum, 40-30, og þýskir fjölmiðlar voru ekki með hýrri há eftir leikinn. 22. janúar 2025 11:33
Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Ef marka má úrslit leiks Danmerkur og Þýskalands á HM karla í handbolta þá eru allar líkur á að Danir verji titilinn enn á ný. 21. janúar 2025 22:53