Það gera allir mistök Árný Björg Blandon skrifar 29. janúar 2025 11:00 Að fylgjast með þeim öldum sem hafa risið upp sem holskeflur gegn Fólki Flokksins og sér í lagi Ingu Sæland er með ólíkindum. Það er allt tínt til, verið að skerða og skaða hennar ímynd sem ráðherra af fullum krafti af hálfu stjórnarandstöðunnar og ákveðinna fréttamiðla. Ég hef eins og flestir aðrir fylgst með skómáli Ingu Sæland. Miklu alvarlegri mál hafa komið upp hjá ákveðnum stjórmálaflokkum í síðustu ríkisstjórn og þeim sem í henni voru en hafa oftar en ekki verið þögguð niður og líftíminn á fréttamiðlum verið afar stuttur. Nú hefur Inga Sæland beðist afsökunar á hvatvísi sinni í skómálinu og vonandi er það mál þar með dautt. Hún sýndi auðmýkt og er stærri manneskja fyrir það. Það gera allir mistök, líka ráðherrar, forsetar og aðrir ráðamenn. Það er enginn einasta manneskja fullkominn á þessari jörð. Það vitum við öll. Það virðist vera að fólk í ákveðnum stjórnmálaflokki og fylgjendur hans, þoli ekki að Inga Sæland hafi komist í ríkisstjórn. Hún er greinilega ógn við þann flokk og það lítur út fyrir að nú eigi að refsa henni með öllum ráðum og dáðum og reyna að bola henni í burtu með því að grafa undan henni. Það segir ýmislegt um það fólk að mínu mati. Ég er spennt og hlakka til að fylgjast með nýju ríkisstjórninni þegar þingið fer af stað.Mig furðar bara á því hve margir lýsa því óspart yfir að nú þegar sé búið að svíkja hin og þessi loforð. Við skulum bara anda djúpt og leyfa hlutunum að gerast. Þetta er rétt að byrja. Mín trú er, að hin nýja ríkisstjórn eigi eftir að koma okkur skemmtilega á óvart. Höfundur starfar við þýðingar og textaritun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árný Björg Blandon Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Köstum ekki verðmætum á glæ Ingvar Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Að fylgjast með þeim öldum sem hafa risið upp sem holskeflur gegn Fólki Flokksins og sér í lagi Ingu Sæland er með ólíkindum. Það er allt tínt til, verið að skerða og skaða hennar ímynd sem ráðherra af fullum krafti af hálfu stjórnarandstöðunnar og ákveðinna fréttamiðla. Ég hef eins og flestir aðrir fylgst með skómáli Ingu Sæland. Miklu alvarlegri mál hafa komið upp hjá ákveðnum stjórmálaflokkum í síðustu ríkisstjórn og þeim sem í henni voru en hafa oftar en ekki verið þögguð niður og líftíminn á fréttamiðlum verið afar stuttur. Nú hefur Inga Sæland beðist afsökunar á hvatvísi sinni í skómálinu og vonandi er það mál þar með dautt. Hún sýndi auðmýkt og er stærri manneskja fyrir það. Það gera allir mistök, líka ráðherrar, forsetar og aðrir ráðamenn. Það er enginn einasta manneskja fullkominn á þessari jörð. Það vitum við öll. Það virðist vera að fólk í ákveðnum stjórnmálaflokki og fylgjendur hans, þoli ekki að Inga Sæland hafi komist í ríkisstjórn. Hún er greinilega ógn við þann flokk og það lítur út fyrir að nú eigi að refsa henni með öllum ráðum og dáðum og reyna að bola henni í burtu með því að grafa undan henni. Það segir ýmislegt um það fólk að mínu mati. Ég er spennt og hlakka til að fylgjast með nýju ríkisstjórninni þegar þingið fer af stað.Mig furðar bara á því hve margir lýsa því óspart yfir að nú þegar sé búið að svíkja hin og þessi loforð. Við skulum bara anda djúpt og leyfa hlutunum að gerast. Þetta er rétt að byrja. Mín trú er, að hin nýja ríkisstjórn eigi eftir að koma okkur skemmtilega á óvart. Höfundur starfar við þýðingar og textaritun.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar