Loftslagsaðgerðir sem skaða náttúruna Vala Árnadóttir skrifar 29. janúar 2025 10:33 Umhverfisráðherra Íslands sagði nýlega „það er mjög mikið í húfi fyrir raforkuöryggi í landinu og loftslagsmarkmið Íslands“ þegar hann varði áform um að flýta fyrir Hvammsvirkjun. En er Hvammsvirkjun í takt við loftslagsmarkmið okkar, eða vinnur hún gegn þeim? Áður en lengra er haldið þá er rétt að minnast á það að landsmenn eru ekki að verða fyrir raforkuskorti og Hvammsvirkjun snýst um að skapa orku fyrir iðnaðartækifæri. Vandamálið við nálgun Íslands á loftslagsmál Ísland hefur lengi verið leiðandi í endurnýjanlegri orku, en Parísarsamkomulagið setur landið í ósanngjarna stöðu. Ólíkt Kýótó-bókuninni, þar sem Ísland fékk undanþágur fyrir forystu sína í hreinni orku, eru öll lönd undir Parísarsamkomulaginu meðhöndluð eins, óháð þeirra einstöku aðstæðum. Þetta gerir það að verkum að kolefnisspor Íslands er misvísandi. Það endurspeglar ekki raunverulega neyslu Íslendinga, heldur losun frá framleiðslu sem nýtist öðrum löndum. Til dæmis er álframleiðsla—sem er nauðsynleg fyrir bíla, flugvélar og aðra tækni—framleidd með hreinni orku hér á landi. Ef hún væri framleidd annars staðar, með kolum, væri losunin margfalt meiri. Samkvæmt núverandi reglum er þessi losun hins vegar reiknuð Íslandi til tekna, þó að vörurnar séu framleiddar fyrir önnur lönd. Þetta gerir t.d. það að verkum að kolefnisspor Íslands per íbúa er skráð sem 9,55 tonn á móti 4,59 tonnum í Danmörku. Ísland er því að taka á sig byrðina fyrir önnur lönd og stuðla að hreinni framleiðslu á heimsvísu—án þess að fá viðurkenningu fyrir það. Af hverju fengum við þá ekki undanþáguna? Svo vitnað sé í fyrrverandi umhverfisráðherra á þeim tíma: “þá væri ekki góður svipur á því fyrir ríka þjóð að vera að óska eftir undanþágum í þessu efni”. Þá sagði ráðherra einnig að það væru: “hagsmunir allra, ekki síst íslenskrar náttúru og ímyndar Íslands, að fara úr því umhverfi að vera að sækja um sérstaka undanþágu.” Það er því grátbroslegt að þetta verði til þess að stærsta laxastofni landsins yrði fórnað á altari svo ímynd landsins væri flott þegar pennastrikið var ennþá blautt. Hvammsvirkjun: stangast á við loftslagsmarkmið Íslands Hvammsvirkjun er kynnt sem nauðsynleg fyrir loftslagsmarkmið Íslands, en sú röksemd er ekki sannfærandi. Virkjunin mun ekki skipta út jarðefnaeldsneyti, heldur framleiða orku fyrir nýjar iðnaðargreinar á meðan hún ógnar stærsta villta laxastofni Íslands í Þjórsá. Villtur lax er lykiltegund í vistkerfum Íslands. Hvammsvirkjun myndi trufla hrygningarsvæði þeirra, skaða árkerfið og setja stofninn í hættu. Þetta stangast á við Parísarsamkomulagið, sem leggur áherslu á að loftslagsaðgerðir eigi að virða, efla og vernda heilleika allra vistkerfa og líffræðilegrar fjölbreytni. Þetta þýðir að aðgerðir gegn loftslagsbreytingum, eins og bygging Hvammsvirkjunar, ættu ekki að ógna vistkerfum eins og hrygningarsvæðum villtra laxa í Þjórsá. Að fórna laxastofnum fyrir orkuvinnslu er því í beinni mótsögn við skuldbindingar Íslands. Betri leið fram á við Ef Ísland vill halda forystu sinni í loftslagsmálum verður m.a. að endurskoða orkunýtingu, þ.e. leggja áherslu á að styðja við iðnað sem samræmist loftslagsmarkmiðum og krefjast réttlátari kolefnisbókhaldsreglna, sem refsa Íslandi ekki fyrir að framleiða nauðsynlegar vörur með sjálfbærum hætti á heimsvísu. Loftslagsmarkmið Íslands eru ekki í húfi þó Hvammsvirkjun fái ekki framgang, heldur þvert á móti eru þau virt. Við skulum hætta að fórna náttúrunni undir fölsku flaggi loftslagsaðgerða. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Sjá meira
Umhverfisráðherra Íslands sagði nýlega „það er mjög mikið í húfi fyrir raforkuöryggi í landinu og loftslagsmarkmið Íslands“ þegar hann varði áform um að flýta fyrir Hvammsvirkjun. En er Hvammsvirkjun í takt við loftslagsmarkmið okkar, eða vinnur hún gegn þeim? Áður en lengra er haldið þá er rétt að minnast á það að landsmenn eru ekki að verða fyrir raforkuskorti og Hvammsvirkjun snýst um að skapa orku fyrir iðnaðartækifæri. Vandamálið við nálgun Íslands á loftslagsmál Ísland hefur lengi verið leiðandi í endurnýjanlegri orku, en Parísarsamkomulagið setur landið í ósanngjarna stöðu. Ólíkt Kýótó-bókuninni, þar sem Ísland fékk undanþágur fyrir forystu sína í hreinni orku, eru öll lönd undir Parísarsamkomulaginu meðhöndluð eins, óháð þeirra einstöku aðstæðum. Þetta gerir það að verkum að kolefnisspor Íslands er misvísandi. Það endurspeglar ekki raunverulega neyslu Íslendinga, heldur losun frá framleiðslu sem nýtist öðrum löndum. Til dæmis er álframleiðsla—sem er nauðsynleg fyrir bíla, flugvélar og aðra tækni—framleidd með hreinni orku hér á landi. Ef hún væri framleidd annars staðar, með kolum, væri losunin margfalt meiri. Samkvæmt núverandi reglum er þessi losun hins vegar reiknuð Íslandi til tekna, þó að vörurnar séu framleiddar fyrir önnur lönd. Þetta gerir t.d. það að verkum að kolefnisspor Íslands per íbúa er skráð sem 9,55 tonn á móti 4,59 tonnum í Danmörku. Ísland er því að taka á sig byrðina fyrir önnur lönd og stuðla að hreinni framleiðslu á heimsvísu—án þess að fá viðurkenningu fyrir það. Af hverju fengum við þá ekki undanþáguna? Svo vitnað sé í fyrrverandi umhverfisráðherra á þeim tíma: “þá væri ekki góður svipur á því fyrir ríka þjóð að vera að óska eftir undanþágum í þessu efni”. Þá sagði ráðherra einnig að það væru: “hagsmunir allra, ekki síst íslenskrar náttúru og ímyndar Íslands, að fara úr því umhverfi að vera að sækja um sérstaka undanþágu.” Það er því grátbroslegt að þetta verði til þess að stærsta laxastofni landsins yrði fórnað á altari svo ímynd landsins væri flott þegar pennastrikið var ennþá blautt. Hvammsvirkjun: stangast á við loftslagsmarkmið Íslands Hvammsvirkjun er kynnt sem nauðsynleg fyrir loftslagsmarkmið Íslands, en sú röksemd er ekki sannfærandi. Virkjunin mun ekki skipta út jarðefnaeldsneyti, heldur framleiða orku fyrir nýjar iðnaðargreinar á meðan hún ógnar stærsta villta laxastofni Íslands í Þjórsá. Villtur lax er lykiltegund í vistkerfum Íslands. Hvammsvirkjun myndi trufla hrygningarsvæði þeirra, skaða árkerfið og setja stofninn í hættu. Þetta stangast á við Parísarsamkomulagið, sem leggur áherslu á að loftslagsaðgerðir eigi að virða, efla og vernda heilleika allra vistkerfa og líffræðilegrar fjölbreytni. Þetta þýðir að aðgerðir gegn loftslagsbreytingum, eins og bygging Hvammsvirkjunar, ættu ekki að ógna vistkerfum eins og hrygningarsvæðum villtra laxa í Þjórsá. Að fórna laxastofnum fyrir orkuvinnslu er því í beinni mótsögn við skuldbindingar Íslands. Betri leið fram á við Ef Ísland vill halda forystu sinni í loftslagsmálum verður m.a. að endurskoða orkunýtingu, þ.e. leggja áherslu á að styðja við iðnað sem samræmist loftslagsmarkmiðum og krefjast réttlátari kolefnisbókhaldsreglna, sem refsa Íslandi ekki fyrir að framleiða nauðsynlegar vörur með sjálfbærum hætti á heimsvísu. Loftslagsmarkmið Íslands eru ekki í húfi þó Hvammsvirkjun fái ekki framgang, heldur þvert á móti eru þau virt. Við skulum hætta að fórna náttúrunni undir fölsku flaggi loftslagsaðgerða. Höfundur er lögfræðingur.
Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun