Þórskonur eiga von á nýjum leikmanni: „Til að hjálpa okkur að halda þessari sigurgöngu áfram“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 28. janúar 2025 22:40 Amandine Toi skoraði 31 stig, auk þess að gefa þrjár stoðsendingar og grípa fjögur fráköst. Hún á von á nýjum liðsfélaga fyrir næsta leik. vísir / pawel Amandine Toi varð stigahæst í öruggum sigri gegn Aþenu í sextándu umferð Bónus deildar kvenna. Þór Akureyri hefur nú unnið tíu leiki í röð og jafnað toppliðið að stigum. Sem stendur er leikmannahópur liðsins fremur þunnskipaður en Amandine vonast til að bæta leikmönnum við áður en félagaskiptaglugginn lokar um mánaðamótin. „Þetta var sigur sem við þurftum á að halda, við vissum að þetta yrði erfið barátta og þær hafa verið tæpar að vinna í síðustu leikjum, þannig að við vissum að við myndum þurfa að hafa fyrir hlutunum í kvöld,“ sagði Amandine strax eftir leik. „Þegar þær spila svona aggressívt er, að mínu mati, eina vitið að keyra á þær á móti. Við fundum sendingaleiðir fyrir aftan vörnina (e. back door passes) og vorum snöggar að koma okkur í sókn, fengum fullt af fínum færum,“ sagði hún einnig. Amandine í áhlaupi. vísir / pawel Í þremur leikhlutum vann Þór sér upp óyfirstíganlega forystu. Þær létu síðan mikið eftir í fjórða leikhluta og munurinn milli liðanna minnkaði töluvert. „Við vorum að hvíla einhverja leikmenn. Þegar það gerist, við förum að breyta liðinu, þá riðlast allt varnarskipulagið og það gaf þeim tækifæri til að skora slatta. En við héldum áfram að gera vel sóknarlega, héldum áfram að opna þeirra vörn og setja stig á töfluna, þannig að þó við höfum verið aðeins þunnskipaðar þá kláruðum við þetta vel og unnum.“ Þetta var tíundi deildarsigur Þórs í röð og liðið er nú jafnt toppliði Hauka að stigum. „Alveg frábært. Við höfum verið með þunnskipað lið, erfitt að fá leikmenn til Akureyrar en ég held og vona að við fáum fleiri leikmenn til að hjálpa okkur að halda þessari sigurgöngu áfram.“ Áttu semsagt von á því að þú fáir nýja liðsfélaga? „Við eigum von á því reyndar. Ég vil ekki segja of mikið en ég held að við séum að landa leikmanni. Ef það gengur ekki upp, þá höldum við bara áfram að keyra á sama hópi. Við erum með frábært lið sem hefur unnið tíu leiki í röð, þannig að það verður ekkert vandamál [ef ekkert breytist], en ef við gætum fengið kannski tvo leikmenn í viðbót væri það frábært,“ sagði Amandine að lokum. Bónus-deild kvenna Aþena Þór Akureyri Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Mark Cuban mættur aftur Körfubolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Fleiri fréttir Valur - Álftanes | Hörkuleikur að Hlíðarenda Tindastóll - Þór Þ. | Hvernig koma Stólarnir undan Evrópuleiknum? Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Sjá meira
„Þetta var sigur sem við þurftum á að halda, við vissum að þetta yrði erfið barátta og þær hafa verið tæpar að vinna í síðustu leikjum, þannig að við vissum að við myndum þurfa að hafa fyrir hlutunum í kvöld,“ sagði Amandine strax eftir leik. „Þegar þær spila svona aggressívt er, að mínu mati, eina vitið að keyra á þær á móti. Við fundum sendingaleiðir fyrir aftan vörnina (e. back door passes) og vorum snöggar að koma okkur í sókn, fengum fullt af fínum færum,“ sagði hún einnig. Amandine í áhlaupi. vísir / pawel Í þremur leikhlutum vann Þór sér upp óyfirstíganlega forystu. Þær létu síðan mikið eftir í fjórða leikhluta og munurinn milli liðanna minnkaði töluvert. „Við vorum að hvíla einhverja leikmenn. Þegar það gerist, við förum að breyta liðinu, þá riðlast allt varnarskipulagið og það gaf þeim tækifæri til að skora slatta. En við héldum áfram að gera vel sóknarlega, héldum áfram að opna þeirra vörn og setja stig á töfluna, þannig að þó við höfum verið aðeins þunnskipaðar þá kláruðum við þetta vel og unnum.“ Þetta var tíundi deildarsigur Þórs í röð og liðið er nú jafnt toppliði Hauka að stigum. „Alveg frábært. Við höfum verið með þunnskipað lið, erfitt að fá leikmenn til Akureyrar en ég held og vona að við fáum fleiri leikmenn til að hjálpa okkur að halda þessari sigurgöngu áfram.“ Áttu semsagt von á því að þú fáir nýja liðsfélaga? „Við eigum von á því reyndar. Ég vil ekki segja of mikið en ég held að við séum að landa leikmanni. Ef það gengur ekki upp, þá höldum við bara áfram að keyra á sama hópi. Við erum með frábært lið sem hefur unnið tíu leiki í röð, þannig að það verður ekkert vandamál [ef ekkert breytist], en ef við gætum fengið kannski tvo leikmenn í viðbót væri það frábært,“ sagði Amandine að lokum.
Bónus-deild kvenna Aþena Þór Akureyri Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Mark Cuban mættur aftur Körfubolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Fleiri fréttir Valur - Álftanes | Hörkuleikur að Hlíðarenda Tindastóll - Þór Þ. | Hvernig koma Stólarnir undan Evrópuleiknum? Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Sjá meira