Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Árni Sæberg skrifar 27. janúar 2025 16:30 Lögreglan í Vestmanneyjum mun að óbreyttu rannsaka eigin ætluð brot. Vísir/Vilhelm Karlmaður segir farir sínar ekki sléttar eftir samskipti við Héraðssaksóknara, sem hefur beint kæru mannsins á hendur Lögreglunni í Vestmannaeyjum til meðferðar hjá Lögreglunni í Vestmannaeyjum. Maðurinn, sem er innflytjandi í atvinnurekstri, vill ekki láta nafns síns getið af ótta við að spilla máli sínu á hendur lögreglunni. Í samtali við Vísi segir hann að málið megi rekja til þess að góður vinur hans lést í Vestmannaeyjum árið 2023. Lögregla hafi farið heim til mannsins, sem hafi verið kominn á virðulegan aldur, þegar ekki hafði heyrst frá honum um nokkurt skeið og komið að honum látnum. Lögreglan hafi fjarlægt líkið úr íbúð mannsins, sem hann hafði á leigu hjá Vestmannaeyjabæ. Leigusalanum hleypt inn Íbúðin hafi hins vegar ekki verið innsigluð heldur hafi lögreglan leyft leigusalanum, Vestmannaeyjabæ, að fara inn í íbúðina og ráðstafa henni að vild. Íbúðin hafi verið tæmd í snatri og þrifin hátt og lágt. Inni í íbúðinni hafi eins og gengur verið mikið magn lausafjármuna, bæði í eigu húsráðanda og viðmældanda Vísis. Hann hafi fengið að geyma ýmsa muni tengda atvinnurekstri hans heima hjá vini sínum. Hann áætli að verðmæti munanna hlaupi á nokkrum milljónum króna. Munirnir séu nú hvergi finnanlegir. Kærði lögregluna en kæran endar hjá lögreglunni Maðurinn kærði lögregluna og Vestmannaeyjabæ bæði persónulega og fyrir hönd fyrirtækis síns vegna málsins. Kærunni beindi hann eðli málsins samkvæmt til Héraðssaksóknara, enda vildi hann síður að sá kærði rannsakaði eigið ætlað brot. Það gerði maðurinn með vísan til ákvæðis lögreglulaga um að Héraðssaksóknari skuli rannsaka ætluð brot lögreglumanna. Í erindi mannsins til Ríkissaksóknara, þar sem óskað er eftir því að því verði beint til Héraðssaksóknara að rannsaka málið, segir að í lok desember hafi Héraðssaksóknari tilkynnt manninum að kærunni yrði vísað til Lögreglunnar í Vestmannaeyjum til rannsóknar. Embætti Héraðssaksóknara rannsaki einkum efnahags- og skattalagabrot. Málið heyri því ekki undir embætti Héraðssaksóknara. Ríkissaksóknari aðhefst ekki Maðurinn segir að Ríkissaksóknari hafi brugðist við erindi hans í dag. Niðurstaðan væri sú að Ríkissaksóknari ætli ekki að beina því til Héraðssaksóknara að taka málið til rannsóknar. Málið sé því í algjörri kyrrstöðu, enda hafi hann dregið kæruna til baka áður en hún barst Lögreglunni í Vestmannaeyjum. Vestmannaeyjar Lögreglumál Lögreglan Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Sjá meira
Maðurinn, sem er innflytjandi í atvinnurekstri, vill ekki láta nafns síns getið af ótta við að spilla máli sínu á hendur lögreglunni. Í samtali við Vísi segir hann að málið megi rekja til þess að góður vinur hans lést í Vestmannaeyjum árið 2023. Lögregla hafi farið heim til mannsins, sem hafi verið kominn á virðulegan aldur, þegar ekki hafði heyrst frá honum um nokkurt skeið og komið að honum látnum. Lögreglan hafi fjarlægt líkið úr íbúð mannsins, sem hann hafði á leigu hjá Vestmannaeyjabæ. Leigusalanum hleypt inn Íbúðin hafi hins vegar ekki verið innsigluð heldur hafi lögreglan leyft leigusalanum, Vestmannaeyjabæ, að fara inn í íbúðina og ráðstafa henni að vild. Íbúðin hafi verið tæmd í snatri og þrifin hátt og lágt. Inni í íbúðinni hafi eins og gengur verið mikið magn lausafjármuna, bæði í eigu húsráðanda og viðmældanda Vísis. Hann hafi fengið að geyma ýmsa muni tengda atvinnurekstri hans heima hjá vini sínum. Hann áætli að verðmæti munanna hlaupi á nokkrum milljónum króna. Munirnir séu nú hvergi finnanlegir. Kærði lögregluna en kæran endar hjá lögreglunni Maðurinn kærði lögregluna og Vestmannaeyjabæ bæði persónulega og fyrir hönd fyrirtækis síns vegna málsins. Kærunni beindi hann eðli málsins samkvæmt til Héraðssaksóknara, enda vildi hann síður að sá kærði rannsakaði eigið ætlað brot. Það gerði maðurinn með vísan til ákvæðis lögreglulaga um að Héraðssaksóknari skuli rannsaka ætluð brot lögreglumanna. Í erindi mannsins til Ríkissaksóknara, þar sem óskað er eftir því að því verði beint til Héraðssaksóknara að rannsaka málið, segir að í lok desember hafi Héraðssaksóknari tilkynnt manninum að kærunni yrði vísað til Lögreglunnar í Vestmannaeyjum til rannsóknar. Embætti Héraðssaksóknara rannsaki einkum efnahags- og skattalagabrot. Málið heyri því ekki undir embætti Héraðssaksóknara. Ríkissaksóknari aðhefst ekki Maðurinn segir að Ríkissaksóknari hafi brugðist við erindi hans í dag. Niðurstaðan væri sú að Ríkissaksóknari ætli ekki að beina því til Héraðssaksóknara að taka málið til rannsóknar. Málið sé því í algjörri kyrrstöðu, enda hafi hann dregið kæruna til baka áður en hún barst Lögreglunni í Vestmannaeyjum.
Vestmannaeyjar Lögreglumál Lögreglan Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Sjá meira