Tapið gegn Króatíu, og sigur Króatíu á Slóveníu í dag, þýðir að strákarnir okkar eru ekki á leið í 8-liða úrslit mótsins. Það var þó vel mætt á leik dagsins og ljóst að fólk skemmti sér frábærlega.
Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var á staðnum og myndaði það sem fram fór innan vallar sem utan. Afraksturinn má sjá hér að neðan.

















