Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Sindri Sverrisson skrifar 26. janúar 2025 16:42 Gísli Þorgeir Kristjánsson ræðir við fjölskylduna eftir leikinn við Argentínu í dag. Hann ætlar að njóta kvöldsins með sínu fólki, sama hvernig fer hjá Króatíu og Slóveníu. vísir/Vilhelm „Við þurfum bara að bíða og ef eitthvað skyldi gerast þá látum við það koma okkur skemmtilega á óvart. Við ætlum ekki að láta þetta skemma kvöldið fyrir okkur. Mögulega er þetta síðasta kvöldið okkar saman og við ætlum bara að njóta þess,“ segir Gísli Þorgeir Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, eftir mögulega síðasta leik Íslands á HM. Gísli og félagar áttu auðvitað í engum vandræðum með að vinna Argentínu í dag en þurfa nú að bíða fram á kvöld eftir því að vita hvort þeir fái hjálp frá Grænhöfðaeyjum eða Slóveníu. Líklegast er þó að eina tapið á HM, gegn Króatíu á föstudaginn, leiði til þess að Ísland falli úr keppni og það tap situr enn í Gísla. „Auðvitað er þetta mjög skrýtin tilfinning. Við töpuðum á móti heimaþjóðinni og það vara bara lélegur leikur,“ sagði Gísli og notaði stór orð um leikinn við Króatíu: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum. Þeir komu okkur á óvart með þessari 5-1 vörn og við áttum að vera með miklu betri svör í þeim leik. Það er alveg hægt að segja fullt um að þeir hafi verið með einhverja geðveiki og slíkt, en við þurfum líka að horfa á okkur sjálfa. Við erum helvíti góðir handboltalega og skulum taka þá einu sinni á gæðum, ekki bara á einhverri geðveiki. Mér fannst við detta á sama „level“ og á móti Ungverjum í fyrra. Leikplanið fór út um gluggann eftir tvær mínútur. Við þurfum að skoða þetta. Maður lifir og lærir í þessum bransa,“ sagði Gísli en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Gísli eftir sigurinn gegn Argentínu „Við erum bara búnir að tapa einum leik á þessu móti. Það er gríðarlega svekkjandi ef svo skyldi fara að við dettum út, með átta stig í milliriðli. Ég veit ekki hversu oft það hefur gerst en svona er staðan sem við komum okkur í með þessum lélega leik við Króatíu,“ sagði Gísli. En hefur hann trú á því að Slóvenar hjálpi Íslendingum í kvöld? „Slóvenar eru með þrusulið, og Króatar líka. Maður verður með símann í gangi á meðan við erum að borða. Maður mun ekkert skipuleggja kvöldið í kringum þennan leik. Ég mun reyna að njóta með fjölskyldunni. Ef við föllum út er ég farinn til Magdeburgar á morgun, svo ég ætla að reyna að njóta og láta það koma skemmtilega á óvart ef eitthvað gerist.“ Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Ólafur Stefánsson, Logi Geirsson og Kári Kristjánsson ætla allir í sjósund í Nauthálsvík í kvöld komist íslenska landsliðið í átta liða úrslitum á heimsmeistaramótinu í handbolta. 26. janúar 2025 16:38 Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Ísland vann níu marka sigur á Argentínu, 30-21, í lokaleik sínum í milliriðli 4 á HM í handbolta. Margir leikmenn íslenska liðsins spiluðu vel í leiknum. 26. janúar 2025 16:41 Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Strákarnir okkar gerðu sitt í dag með því að vinna Argentínu í lokaleik sínum í milliriðlakeppni HM í handbolta. Nú þurfa þeir að treysta á hjálp frá Grænhöfðaeyjum eða Slóveníu til að komast áfram í 8-liða úrslit, en það er ljóst að þeir enda í versta falli í 9. sæti mótsins. 26. janúar 2025 15:43 Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld „Einhvers staðar hef ég smá trú, en hafandi spilað við Króatana á þeirra heimavelli þá held ég að líkurnar séu ekki okkur í hag,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari, nú þegar biðin er hafin eftir því að vita hver örlög Íslands verða á HM í handbolta. 26. janúar 2025 16:13 Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau þá myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ „Gerðum allt sem við þurftum að gera, jú smá bras í byrjun en við kláruðum þetta síðan sannfærandi og nú tekur bara biðin við,“ sagði Ýmir Örn Gíslason, línumaður landsliðsins eftir sigur gegn Argentínu. 26. janúar 2025 16:28 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Sjá meira
Gísli og félagar áttu auðvitað í engum vandræðum með að vinna Argentínu í dag en þurfa nú að bíða fram á kvöld eftir því að vita hvort þeir fái hjálp frá Grænhöfðaeyjum eða Slóveníu. Líklegast er þó að eina tapið á HM, gegn Króatíu á föstudaginn, leiði til þess að Ísland falli úr keppni og það tap situr enn í Gísla. „Auðvitað er þetta mjög skrýtin tilfinning. Við töpuðum á móti heimaþjóðinni og það vara bara lélegur leikur,“ sagði Gísli og notaði stór orð um leikinn við Króatíu: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum. Þeir komu okkur á óvart með þessari 5-1 vörn og við áttum að vera með miklu betri svör í þeim leik. Það er alveg hægt að segja fullt um að þeir hafi verið með einhverja geðveiki og slíkt, en við þurfum líka að horfa á okkur sjálfa. Við erum helvíti góðir handboltalega og skulum taka þá einu sinni á gæðum, ekki bara á einhverri geðveiki. Mér fannst við detta á sama „level“ og á móti Ungverjum í fyrra. Leikplanið fór út um gluggann eftir tvær mínútur. Við þurfum að skoða þetta. Maður lifir og lærir í þessum bransa,“ sagði Gísli en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Gísli eftir sigurinn gegn Argentínu „Við erum bara búnir að tapa einum leik á þessu móti. Það er gríðarlega svekkjandi ef svo skyldi fara að við dettum út, með átta stig í milliriðli. Ég veit ekki hversu oft það hefur gerst en svona er staðan sem við komum okkur í með þessum lélega leik við Króatíu,“ sagði Gísli. En hefur hann trú á því að Slóvenar hjálpi Íslendingum í kvöld? „Slóvenar eru með þrusulið, og Króatar líka. Maður verður með símann í gangi á meðan við erum að borða. Maður mun ekkert skipuleggja kvöldið í kringum þennan leik. Ég mun reyna að njóta með fjölskyldunni. Ef við föllum út er ég farinn til Magdeburgar á morgun, svo ég ætla að reyna að njóta og láta það koma skemmtilega á óvart ef eitthvað gerist.“
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Ólafur Stefánsson, Logi Geirsson og Kári Kristjánsson ætla allir í sjósund í Nauthálsvík í kvöld komist íslenska landsliðið í átta liða úrslitum á heimsmeistaramótinu í handbolta. 26. janúar 2025 16:38 Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Ísland vann níu marka sigur á Argentínu, 30-21, í lokaleik sínum í milliriðli 4 á HM í handbolta. Margir leikmenn íslenska liðsins spiluðu vel í leiknum. 26. janúar 2025 16:41 Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Strákarnir okkar gerðu sitt í dag með því að vinna Argentínu í lokaleik sínum í milliriðlakeppni HM í handbolta. Nú þurfa þeir að treysta á hjálp frá Grænhöfðaeyjum eða Slóveníu til að komast áfram í 8-liða úrslit, en það er ljóst að þeir enda í versta falli í 9. sæti mótsins. 26. janúar 2025 15:43 Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld „Einhvers staðar hef ég smá trú, en hafandi spilað við Króatana á þeirra heimavelli þá held ég að líkurnar séu ekki okkur í hag,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari, nú þegar biðin er hafin eftir því að vita hver örlög Íslands verða á HM í handbolta. 26. janúar 2025 16:13 Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau þá myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ „Gerðum allt sem við þurftum að gera, jú smá bras í byrjun en við kláruðum þetta síðan sannfærandi og nú tekur bara biðin við,“ sagði Ýmir Örn Gíslason, línumaður landsliðsins eftir sigur gegn Argentínu. 26. janúar 2025 16:28 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Sjá meira
Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Ólafur Stefánsson, Logi Geirsson og Kári Kristjánsson ætla allir í sjósund í Nauthálsvík í kvöld komist íslenska landsliðið í átta liða úrslitum á heimsmeistaramótinu í handbolta. 26. janúar 2025 16:38
Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Ísland vann níu marka sigur á Argentínu, 30-21, í lokaleik sínum í milliriðli 4 á HM í handbolta. Margir leikmenn íslenska liðsins spiluðu vel í leiknum. 26. janúar 2025 16:41
Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Strákarnir okkar gerðu sitt í dag með því að vinna Argentínu í lokaleik sínum í milliriðlakeppni HM í handbolta. Nú þurfa þeir að treysta á hjálp frá Grænhöfðaeyjum eða Slóveníu til að komast áfram í 8-liða úrslit, en það er ljóst að þeir enda í versta falli í 9. sæti mótsins. 26. janúar 2025 15:43
Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld „Einhvers staðar hef ég smá trú, en hafandi spilað við Króatana á þeirra heimavelli þá held ég að líkurnar séu ekki okkur í hag,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari, nú þegar biðin er hafin eftir því að vita hver örlög Íslands verða á HM í handbolta. 26. janúar 2025 16:13
Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau þá myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ „Gerðum allt sem við þurftum að gera, jú smá bras í byrjun en við kláruðum þetta síðan sannfærandi og nú tekur bara biðin við,“ sagði Ýmir Örn Gíslason, línumaður landsliðsins eftir sigur gegn Argentínu. 26. janúar 2025 16:28