Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Sindri Sverrisson skrifar 26. janúar 2025 16:42 Gísli Þorgeir Kristjánsson ræðir við fjölskylduna eftir leikinn við Argentínu í dag. Hann ætlar að njóta kvöldsins með sínu fólki, sama hvernig fer hjá Króatíu og Slóveníu. vísir/Vilhelm „Við þurfum bara að bíða og ef eitthvað skyldi gerast þá látum við það koma okkur skemmtilega á óvart. Við ætlum ekki að láta þetta skemma kvöldið fyrir okkur. Mögulega er þetta síðasta kvöldið okkar saman og við ætlum bara að njóta þess,“ segir Gísli Þorgeir Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, eftir mögulega síðasta leik Íslands á HM. Gísli og félagar áttu auðvitað í engum vandræðum með að vinna Argentínu í dag en þurfa nú að bíða fram á kvöld eftir því að vita hvort þeir fái hjálp frá Grænhöfðaeyjum eða Slóveníu. Líklegast er þó að eina tapið á HM, gegn Króatíu á föstudaginn, leiði til þess að Ísland falli úr keppni og það tap situr enn í Gísla. „Auðvitað er þetta mjög skrýtin tilfinning. Við töpuðum á móti heimaþjóðinni og það vara bara lélegur leikur,“ sagði Gísli og notaði stór orð um leikinn við Króatíu: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum. Þeir komu okkur á óvart með þessari 5-1 vörn og við áttum að vera með miklu betri svör í þeim leik. Það er alveg hægt að segja fullt um að þeir hafi verið með einhverja geðveiki og slíkt, en við þurfum líka að horfa á okkur sjálfa. Við erum helvíti góðir handboltalega og skulum taka þá einu sinni á gæðum, ekki bara á einhverri geðveiki. Mér fannst við detta á sama „level“ og á móti Ungverjum í fyrra. Leikplanið fór út um gluggann eftir tvær mínútur. Við þurfum að skoða þetta. Maður lifir og lærir í þessum bransa,“ sagði Gísli en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Gísli eftir sigurinn gegn Argentínu „Við erum bara búnir að tapa einum leik á þessu móti. Það er gríðarlega svekkjandi ef svo skyldi fara að við dettum út, með átta stig í milliriðli. Ég veit ekki hversu oft það hefur gerst en svona er staðan sem við komum okkur í með þessum lélega leik við Króatíu,“ sagði Gísli. En hefur hann trú á því að Slóvenar hjálpi Íslendingum í kvöld? „Slóvenar eru með þrusulið, og Króatar líka. Maður verður með símann í gangi á meðan við erum að borða. Maður mun ekkert skipuleggja kvöldið í kringum þennan leik. Ég mun reyna að njóta með fjölskyldunni. Ef við föllum út er ég farinn til Magdeburgar á morgun, svo ég ætla að reyna að njóta og láta það koma skemmtilega á óvart ef eitthvað gerist.“ Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Ólafur Stefánsson, Logi Geirsson og Kári Kristjánsson ætla allir í sjósund í Nauthálsvík í kvöld komist íslenska landsliðið í átta liða úrslitum á heimsmeistaramótinu í handbolta. 26. janúar 2025 16:38 Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Ísland vann níu marka sigur á Argentínu, 30-21, í lokaleik sínum í milliriðli 4 á HM í handbolta. Margir leikmenn íslenska liðsins spiluðu vel í leiknum. 26. janúar 2025 16:41 Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Strákarnir okkar gerðu sitt í dag með því að vinna Argentínu í lokaleik sínum í milliriðlakeppni HM í handbolta. Nú þurfa þeir að treysta á hjálp frá Grænhöfðaeyjum eða Slóveníu til að komast áfram í 8-liða úrslit, en það er ljóst að þeir enda í versta falli í 9. sæti mótsins. 26. janúar 2025 15:43 Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld „Einhvers staðar hef ég smá trú, en hafandi spilað við Króatana á þeirra heimavelli þá held ég að líkurnar séu ekki okkur í hag,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari, nú þegar biðin er hafin eftir því að vita hver örlög Íslands verða á HM í handbolta. 26. janúar 2025 16:13 Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau þá myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ „Gerðum allt sem við þurftum að gera, jú smá bras í byrjun en við kláruðum þetta síðan sannfærandi og nú tekur bara biðin við,“ sagði Ýmir Örn Gíslason, línumaður landsliðsins eftir sigur gegn Argentínu. 26. janúar 2025 16:28 Mest lesið Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Handbolti Segir að Viktor Gísli sé einn af þremur bestu markvörðum heims Handbolti Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Enski boltinn Áhorfandi lést eftir að hafa fengið sleggju í sig Sport Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Enski boltinn Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Handbolti Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Íslenski boltinn Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Handbolti Sökuð um að nota fimleikastelpurnar sínar eins og hún væri að reka vændishús Sport Aðeins tvær þjóðir spiluðu hægar en Ísland á HM Handbolti Fleiri fréttir Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Strákarnir hans Arons kvöddu með sigri Segir að Viktor Gísli sé einn af þremur bestu markvörðum heims „Við getum bara verið fúlir“ Aðeins tvær þjóðir spiluðu hægar en Ísland á HM Fyrsta liðið sem situr eftir með átta stig Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Sjá meira
Gísli og félagar áttu auðvitað í engum vandræðum með að vinna Argentínu í dag en þurfa nú að bíða fram á kvöld eftir því að vita hvort þeir fái hjálp frá Grænhöfðaeyjum eða Slóveníu. Líklegast er þó að eina tapið á HM, gegn Króatíu á föstudaginn, leiði til þess að Ísland falli úr keppni og það tap situr enn í Gísla. „Auðvitað er þetta mjög skrýtin tilfinning. Við töpuðum á móti heimaþjóðinni og það vara bara lélegur leikur,“ sagði Gísli og notaði stór orð um leikinn við Króatíu: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum. Þeir komu okkur á óvart með þessari 5-1 vörn og við áttum að vera með miklu betri svör í þeim leik. Það er alveg hægt að segja fullt um að þeir hafi verið með einhverja geðveiki og slíkt, en við þurfum líka að horfa á okkur sjálfa. Við erum helvíti góðir handboltalega og skulum taka þá einu sinni á gæðum, ekki bara á einhverri geðveiki. Mér fannst við detta á sama „level“ og á móti Ungverjum í fyrra. Leikplanið fór út um gluggann eftir tvær mínútur. Við þurfum að skoða þetta. Maður lifir og lærir í þessum bransa,“ sagði Gísli en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Gísli eftir sigurinn gegn Argentínu „Við erum bara búnir að tapa einum leik á þessu móti. Það er gríðarlega svekkjandi ef svo skyldi fara að við dettum út, með átta stig í milliriðli. Ég veit ekki hversu oft það hefur gerst en svona er staðan sem við komum okkur í með þessum lélega leik við Króatíu,“ sagði Gísli. En hefur hann trú á því að Slóvenar hjálpi Íslendingum í kvöld? „Slóvenar eru með þrusulið, og Króatar líka. Maður verður með símann í gangi á meðan við erum að borða. Maður mun ekkert skipuleggja kvöldið í kringum þennan leik. Ég mun reyna að njóta með fjölskyldunni. Ef við föllum út er ég farinn til Magdeburgar á morgun, svo ég ætla að reyna að njóta og láta það koma skemmtilega á óvart ef eitthvað gerist.“
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Ólafur Stefánsson, Logi Geirsson og Kári Kristjánsson ætla allir í sjósund í Nauthálsvík í kvöld komist íslenska landsliðið í átta liða úrslitum á heimsmeistaramótinu í handbolta. 26. janúar 2025 16:38 Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Ísland vann níu marka sigur á Argentínu, 30-21, í lokaleik sínum í milliriðli 4 á HM í handbolta. Margir leikmenn íslenska liðsins spiluðu vel í leiknum. 26. janúar 2025 16:41 Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Strákarnir okkar gerðu sitt í dag með því að vinna Argentínu í lokaleik sínum í milliriðlakeppni HM í handbolta. Nú þurfa þeir að treysta á hjálp frá Grænhöfðaeyjum eða Slóveníu til að komast áfram í 8-liða úrslit, en það er ljóst að þeir enda í versta falli í 9. sæti mótsins. 26. janúar 2025 15:43 Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld „Einhvers staðar hef ég smá trú, en hafandi spilað við Króatana á þeirra heimavelli þá held ég að líkurnar séu ekki okkur í hag,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari, nú þegar biðin er hafin eftir því að vita hver örlög Íslands verða á HM í handbolta. 26. janúar 2025 16:13 Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau þá myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ „Gerðum allt sem við þurftum að gera, jú smá bras í byrjun en við kláruðum þetta síðan sannfærandi og nú tekur bara biðin við,“ sagði Ýmir Örn Gíslason, línumaður landsliðsins eftir sigur gegn Argentínu. 26. janúar 2025 16:28 Mest lesið Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Handbolti Segir að Viktor Gísli sé einn af þremur bestu markvörðum heims Handbolti Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Enski boltinn Áhorfandi lést eftir að hafa fengið sleggju í sig Sport Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Enski boltinn Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Handbolti Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Íslenski boltinn Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Handbolti Sökuð um að nota fimleikastelpurnar sínar eins og hún væri að reka vændishús Sport Aðeins tvær þjóðir spiluðu hægar en Ísland á HM Handbolti Fleiri fréttir Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Strákarnir hans Arons kvöddu með sigri Segir að Viktor Gísli sé einn af þremur bestu markvörðum heims „Við getum bara verið fúlir“ Aðeins tvær þjóðir spiluðu hægar en Ísland á HM Fyrsta liðið sem situr eftir með átta stig Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Sjá meira
Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Ólafur Stefánsson, Logi Geirsson og Kári Kristjánsson ætla allir í sjósund í Nauthálsvík í kvöld komist íslenska landsliðið í átta liða úrslitum á heimsmeistaramótinu í handbolta. 26. janúar 2025 16:38
Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Ísland vann níu marka sigur á Argentínu, 30-21, í lokaleik sínum í milliriðli 4 á HM í handbolta. Margir leikmenn íslenska liðsins spiluðu vel í leiknum. 26. janúar 2025 16:41
Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Strákarnir okkar gerðu sitt í dag með því að vinna Argentínu í lokaleik sínum í milliriðlakeppni HM í handbolta. Nú þurfa þeir að treysta á hjálp frá Grænhöfðaeyjum eða Slóveníu til að komast áfram í 8-liða úrslit, en það er ljóst að þeir enda í versta falli í 9. sæti mótsins. 26. janúar 2025 15:43
Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld „Einhvers staðar hef ég smá trú, en hafandi spilað við Króatana á þeirra heimavelli þá held ég að líkurnar séu ekki okkur í hag,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari, nú þegar biðin er hafin eftir því að vita hver örlög Íslands verða á HM í handbolta. 26. janúar 2025 16:13
Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau þá myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ „Gerðum allt sem við þurftum að gera, jú smá bras í byrjun en við kláruðum þetta síðan sannfærandi og nú tekur bara biðin við,“ sagði Ýmir Örn Gíslason, línumaður landsliðsins eftir sigur gegn Argentínu. 26. janúar 2025 16:28