„Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 26. janúar 2025 14:34 Þorgerður Katrín segir ljóst að bakslag hafi átt sér stað í mannréttindamálum um heim allan, þar á meðal í sterkum lýðræðisríkjum í Evrópu og í Bandaríkjunum. Vísir/Vilhelm Utanríkisráðherra þykir miður að sjá það raungerast að bandarísk stjórnvöld hverfi frá þeirri afstöðu sem stjórnvöld hafa sýnt á alþjóðavettvangi í mannréttindamálum undanfarin ár. Strax og Donald Trump Bandaríkjaforseti tók við embætti fór hann að láta til sín taka í málum tengdum mannréttindum hinsegin fólks. Eftir að hann sór embættiseið sinn undirritaði hann meðal annars tilskipun þar sem kveðið er á um að alríkið viðurkenni aðeins tvö kyn, karlkyn og kvenkyn, sem séu ákvörðuð við fæðingu. Þá undirritaði hann aðra tilskipun sem kvað á um að leggja ætti niður allar aðgerðir er vörðuðu fjölbreytni og inngildingu. Til stendur að segja fjölda starfsmanna sem unnið hafa við málaflokkinn upp. Augljóst bakslag Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra gerði málið að umfjöllunarefni sínu í færslu á Facebook í dag en Samtökin 78 skoruðu á íslensk stjórnvöld á dögunum að fordæma tilskipanirnar. „Um nýja forsetatilskipun í Bandaríkjunum langar mig til að segja að mér þykir afar miður ef við sjáum það raungerast að bandarísk stjórnvöld hverfi svo skjótt frá því frjálslyndi og þeirri afstöðu sem stjórnvöld hafa sýnt á alþjóðavettvangi í þessum málaflokki undanfarin ár.“ Hún segir ljóst að bakslag hafi átt sér stað í mannréttindamálum um heim allan, þar á meðal í sterkum lýðræðisríkjum í Evrópu og í Bandaríkjunum. Það sé sorglegur veruleiki sem beri að taka alvarlega og bregðast við. Ásetningur Þorgerðar að Ísland beiti sér Síðast þegar Bandaríkin undirgengust allsherjarúttekt mannréttindamála á vegum mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna, árið 2020, hafi mikilvægi réttinda hinsegin fólks verið sérstaklega tilgreint í tilmælum Íslands til Bandaríkjanna. Það sé ásetningur hennar að Ísland sjái áfram fyrir mannréttindum hinsegin fólks í allsherjarúttekt mannréttindaráðsins. „Til að stuðla að framförum og sporna við afturför munum við tala skýrt á alþjóðavettvangi, vera ófeimin við að eiga samtöl við önnur ríki, lýsa okkar afstöðu og á hverju hún grundvallast. Hún grundvallast auðvitað á þeirri trú okkar að mannréttindi séu algild og eigi við alls staðar.“ Loks heitir Þorgerður því að í hennar ráðherratíð muni Ísland leggja lóð sitt á vogarskálarnar til að sporna við því bakslagi sem hefur átt sér stað í mannréttindamálum. „Við ætlum áfram að vera öflugir málsvarar réttinda hinsegin fólks og herða róðurinn ef eitthvað er.“ Bandaríkin Málefni trans fólks Hinsegin Donald Trump Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Strax og Donald Trump Bandaríkjaforseti tók við embætti fór hann að láta til sín taka í málum tengdum mannréttindum hinsegin fólks. Eftir að hann sór embættiseið sinn undirritaði hann meðal annars tilskipun þar sem kveðið er á um að alríkið viðurkenni aðeins tvö kyn, karlkyn og kvenkyn, sem séu ákvörðuð við fæðingu. Þá undirritaði hann aðra tilskipun sem kvað á um að leggja ætti niður allar aðgerðir er vörðuðu fjölbreytni og inngildingu. Til stendur að segja fjölda starfsmanna sem unnið hafa við málaflokkinn upp. Augljóst bakslag Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra gerði málið að umfjöllunarefni sínu í færslu á Facebook í dag en Samtökin 78 skoruðu á íslensk stjórnvöld á dögunum að fordæma tilskipanirnar. „Um nýja forsetatilskipun í Bandaríkjunum langar mig til að segja að mér þykir afar miður ef við sjáum það raungerast að bandarísk stjórnvöld hverfi svo skjótt frá því frjálslyndi og þeirri afstöðu sem stjórnvöld hafa sýnt á alþjóðavettvangi í þessum málaflokki undanfarin ár.“ Hún segir ljóst að bakslag hafi átt sér stað í mannréttindamálum um heim allan, þar á meðal í sterkum lýðræðisríkjum í Evrópu og í Bandaríkjunum. Það sé sorglegur veruleiki sem beri að taka alvarlega og bregðast við. Ásetningur Þorgerðar að Ísland beiti sér Síðast þegar Bandaríkin undirgengust allsherjarúttekt mannréttindamála á vegum mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna, árið 2020, hafi mikilvægi réttinda hinsegin fólks verið sérstaklega tilgreint í tilmælum Íslands til Bandaríkjanna. Það sé ásetningur hennar að Ísland sjái áfram fyrir mannréttindum hinsegin fólks í allsherjarúttekt mannréttindaráðsins. „Til að stuðla að framförum og sporna við afturför munum við tala skýrt á alþjóðavettvangi, vera ófeimin við að eiga samtöl við önnur ríki, lýsa okkar afstöðu og á hverju hún grundvallast. Hún grundvallast auðvitað á þeirri trú okkar að mannréttindi séu algild og eigi við alls staðar.“ Loks heitir Þorgerður því að í hennar ráðherratíð muni Ísland leggja lóð sitt á vogarskálarnar til að sporna við því bakslagi sem hefur átt sér stað í mannréttindamálum. „Við ætlum áfram að vera öflugir málsvarar réttinda hinsegin fólks og herða róðurinn ef eitthvað er.“
Bandaríkin Málefni trans fólks Hinsegin Donald Trump Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira