Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Magnús Jochum Pálsson skrifar 26. janúar 2025 00:06 Áslaug Arna er ötul í blótinu. Hún hlýtur að reyna við fjögur þorrablót á átta dögum á næsta ári. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir mætti á þrjú þorrablót á síðustu átta dögum sem er eftirtektarverð mæting. Áslaug er sögð munu tilkynna framboð sitt til formanns Sjálfstæðisflokksins á morgun. Það styttist í landsfund Sjálfstæðisflokksins og er ljóst að formaðurinn Bjarni Benediktsson og varaformaðurinn Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir munu bæði hverfa á braut. Þrír hafa verið orðaðir einna mest við embættið: Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson og Guðrún Hafsteinsdóttir. Þau tvö síðarnefndu segjast vera að íhuga málið en Áslaug hefur unnið að framboði sínu í nokkurn tíma og mun tilkynna það á fundi á morgun. Fylkiskona meðal KR-inga Áslaug hefur verið á útopnu félagslega upp á síðkastið og verið tíður gestur á hinum ýmsu viðburðum. Þann 19. janúar mætti hún á þorrablót Vesturbæjar sem þótti eftirtektarvert í ljósi þess að hún er uppalin í Ártúnsholtinu og er gallhörð Fylkiskona. Blaðamaður Mannlífs gekk svo langt að segja að „engum sönnum Fylkismanni myndi detta í hug að láta sjá sig þar“ og hún gæti varla „kallað sig stuðningsmann félagsins eftir „svik“ sem þessi…“ En mætingin á vesturbæjarblótið var þó bara upphafið að þorratörn Áslaugar. Blótaði í Kópavogi Næst sást til Áslaugar á stærsta þorrablóti landsins sem fór fram í Kórnum föstudaginn 24. janúar. Þar hefur hún skemmt sér konunglega með HK-ingum og Blikum. Kópavogurinn hefur verið sterkt vígi Sjálfstæðismanna undanfarna áratugi og hefur flokkurinn verið í bæjarstjórn samfleytt frá 1990. Áslaug stillti sér þar upp á mynd með Ásdísi Kristjánsdóttur bæjarstjóra og Þórdísi Kolbrúnu, fráfarandi varaformanni, sem býr í Kópavoginum. Áslaug, Þórdís, Ásdís og vinkona þeirra. Þórdís Kolbrún var lengi orðuð við formannsstólinn en greindi frá því á fimmtudag að hún sæktist ekki eftir neinu embætti. Sjá einnig: Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Þórdís og Áslaug eru sagðar tilheyra svokölluðum Bjarna-armi flokksins en hinn stóri armurinn er kenndur við Guðlaug Þór. Nú þegar Bjarni virðist á leið úr stjórnmálum er ekki lengur hægt að kenna arminn við hann. Áslaugar-armur er þá líklega að verða til og hann fer greinilega ekki tvístraður á landsfund. Mosó síðasti viðkomustaður Þriðja og síðasta þorrablót Áslaugar var svo í kvöld í Mosfellsbænum á vegum Ungmennafélagsins Aftureldingar. Áslaug birti fjölda mynda af sér frá blótinu, þar á meðal með oddvita Sjálfstæðisflokksins í Mosó, Ásgeiri Sveinssyni og með þingflokkskollega sínum Bryndísi Haraldsdóttur. Áslaug og Ásgeir tóku sig vel út á blótinu. Þrjú þorrablót á átta dögum - fullkominn undirbúningur fyrir framboð til formanns Sjálfstæðisflokksins. Þorrablót Sjálfstæðisflokkurinn Kópavogur Reykjavík Mosfellsbær Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Fleiri fréttir Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Sjá meira
Það styttist í landsfund Sjálfstæðisflokksins og er ljóst að formaðurinn Bjarni Benediktsson og varaformaðurinn Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir munu bæði hverfa á braut. Þrír hafa verið orðaðir einna mest við embættið: Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson og Guðrún Hafsteinsdóttir. Þau tvö síðarnefndu segjast vera að íhuga málið en Áslaug hefur unnið að framboði sínu í nokkurn tíma og mun tilkynna það á fundi á morgun. Fylkiskona meðal KR-inga Áslaug hefur verið á útopnu félagslega upp á síðkastið og verið tíður gestur á hinum ýmsu viðburðum. Þann 19. janúar mætti hún á þorrablót Vesturbæjar sem þótti eftirtektarvert í ljósi þess að hún er uppalin í Ártúnsholtinu og er gallhörð Fylkiskona. Blaðamaður Mannlífs gekk svo langt að segja að „engum sönnum Fylkismanni myndi detta í hug að láta sjá sig þar“ og hún gæti varla „kallað sig stuðningsmann félagsins eftir „svik“ sem þessi…“ En mætingin á vesturbæjarblótið var þó bara upphafið að þorratörn Áslaugar. Blótaði í Kópavogi Næst sást til Áslaugar á stærsta þorrablóti landsins sem fór fram í Kórnum föstudaginn 24. janúar. Þar hefur hún skemmt sér konunglega með HK-ingum og Blikum. Kópavogurinn hefur verið sterkt vígi Sjálfstæðismanna undanfarna áratugi og hefur flokkurinn verið í bæjarstjórn samfleytt frá 1990. Áslaug stillti sér þar upp á mynd með Ásdísi Kristjánsdóttur bæjarstjóra og Þórdísi Kolbrúnu, fráfarandi varaformanni, sem býr í Kópavoginum. Áslaug, Þórdís, Ásdís og vinkona þeirra. Þórdís Kolbrún var lengi orðuð við formannsstólinn en greindi frá því á fimmtudag að hún sæktist ekki eftir neinu embætti. Sjá einnig: Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Þórdís og Áslaug eru sagðar tilheyra svokölluðum Bjarna-armi flokksins en hinn stóri armurinn er kenndur við Guðlaug Þór. Nú þegar Bjarni virðist á leið úr stjórnmálum er ekki lengur hægt að kenna arminn við hann. Áslaugar-armur er þá líklega að verða til og hann fer greinilega ekki tvístraður á landsfund. Mosó síðasti viðkomustaður Þriðja og síðasta þorrablót Áslaugar var svo í kvöld í Mosfellsbænum á vegum Ungmennafélagsins Aftureldingar. Áslaug birti fjölda mynda af sér frá blótinu, þar á meðal með oddvita Sjálfstæðisflokksins í Mosó, Ásgeiri Sveinssyni og með þingflokkskollega sínum Bryndísi Haraldsdóttur. Áslaug og Ásgeir tóku sig vel út á blótinu. Þrjú þorrablót á átta dögum - fullkominn undirbúningur fyrir framboð til formanns Sjálfstæðisflokksins.
Þorrablót Sjálfstæðisflokkurinn Kópavogur Reykjavík Mosfellsbær Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Fleiri fréttir Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Sjá meira