Gengst við því að hafa gert mistök Valur Páll Eiríksson skrifar 25. janúar 2025 13:13 Snorri Steinn Guðjónsson var niðurlútur eftir slæmt tap gærkvöldsins. Vísir/Vilhelm „Mér líður bara eins og eftir þungt högg. Þetta er erfitt. Þetta voru gríðarleg vonbrigði. Eftir góða leiki að ná ekki að fylgja því eftir. Að einn svona slakur hálfleikur geti verið svona dýr er leiðinlegt,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, í samtali við Vísi degi eftir slæmt tap fyrir Króatíu. Ísland tapaði með sex marka mun fyrir þeim króatísku í Zagreb í gær og von um 8-liða úrslit nánast úr sögunni. Munaði mest um slappa byrjun á leiknum, vörnin líkt og gatasigti og Króatar gengu á lagið með fulla stúku á bakvið sig. Aðspurður hvað valdi segir Snorri: Klippa: Gerði mistök gegn Króötum „Eflaust er þetta samblanda af öllu. Við svo sem vissum alveg að þetta yrði stemningin og gæti orðið áran yfir króatíska liðinu. Eðlilega var markmiðið ekki að byrja leikinn svona. Það var pressa á þeim en við náðum aldrei að nýta okkur það,“ „Þeir tóku bara frumkvæðið, gerðu það vel og þegar uppi er staðið er auðvelt að tína til hluti og finna hvar þetta liggur. Það breytir því ekki að þetta er einn tapaður hálfleikur og þetta kannski munar bara þremur mörkum þá gæti orðið raunin, þá er það bara ótrúlega grátlegt.“ Athygli vakti að Þorsteinn Leó Gunnarsson og Teitur Örn Einarsson sátu allan tímann á bekknum, líkt og þeir hafa gert stóran hluta móts. Haukur Þrastarson spilaði lítið, þrátt fyrir að aðrir menn í þeirra stöðum ættu í vandræðum. Snorra hefur verið tíðrætt um að breiddin hafi aukist í íslenska liðinu, sem ef til vill orkar tvímælis þegar rúllað er að stórum hluta á sama mannskapnum leik eftir leik. Áttu þeir að spila meira í gær? „Alveg örugglega. Það er hægt að tína til fullt af hlutum. Það var fullt sem ég gerði rangt, eins og í flestum leikjum. Það bara svíður. Það er eins eftir flesta leiki, þá sest maður niður og sér eftir fullt af hlutum,“ segir Snorri Steinn. Viðtalið má sjá í spilaranum. Ísland mætir Argentínu klukkan 14:30 á morgun og leiknum lýst beint á Vísi. Leik Slóvena við Króata verður einnig lýst á vefnum annað kvöld klukkan 19:30. HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Fleiri fréttir EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Sjá meira
Ísland tapaði með sex marka mun fyrir þeim króatísku í Zagreb í gær og von um 8-liða úrslit nánast úr sögunni. Munaði mest um slappa byrjun á leiknum, vörnin líkt og gatasigti og Króatar gengu á lagið með fulla stúku á bakvið sig. Aðspurður hvað valdi segir Snorri: Klippa: Gerði mistök gegn Króötum „Eflaust er þetta samblanda af öllu. Við svo sem vissum alveg að þetta yrði stemningin og gæti orðið áran yfir króatíska liðinu. Eðlilega var markmiðið ekki að byrja leikinn svona. Það var pressa á þeim en við náðum aldrei að nýta okkur það,“ „Þeir tóku bara frumkvæðið, gerðu það vel og þegar uppi er staðið er auðvelt að tína til hluti og finna hvar þetta liggur. Það breytir því ekki að þetta er einn tapaður hálfleikur og þetta kannski munar bara þremur mörkum þá gæti orðið raunin, þá er það bara ótrúlega grátlegt.“ Athygli vakti að Þorsteinn Leó Gunnarsson og Teitur Örn Einarsson sátu allan tímann á bekknum, líkt og þeir hafa gert stóran hluta móts. Haukur Þrastarson spilaði lítið, þrátt fyrir að aðrir menn í þeirra stöðum ættu í vandræðum. Snorra hefur verið tíðrætt um að breiddin hafi aukist í íslenska liðinu, sem ef til vill orkar tvímælis þegar rúllað er að stórum hluta á sama mannskapnum leik eftir leik. Áttu þeir að spila meira í gær? „Alveg örugglega. Það er hægt að tína til fullt af hlutum. Það var fullt sem ég gerði rangt, eins og í flestum leikjum. Það bara svíður. Það er eins eftir flesta leiki, þá sest maður niður og sér eftir fullt af hlutum,“ segir Snorri Steinn. Viðtalið má sjá í spilaranum. Ísland mætir Argentínu klukkan 14:30 á morgun og leiknum lýst beint á Vísi. Leik Slóvena við Króata verður einnig lýst á vefnum annað kvöld klukkan 19:30.
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Fleiri fréttir EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Sjá meira