Gengst við því að hafa gert mistök Valur Páll Eiríksson skrifar 25. janúar 2025 13:13 Snorri Steinn Guðjónsson var niðurlútur eftir slæmt tap gærkvöldsins. Vísir/Vilhelm „Mér líður bara eins og eftir þungt högg. Þetta er erfitt. Þetta voru gríðarleg vonbrigði. Eftir góða leiki að ná ekki að fylgja því eftir. Að einn svona slakur hálfleikur geti verið svona dýr er leiðinlegt,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, í samtali við Vísi degi eftir slæmt tap fyrir Króatíu. Ísland tapaði með sex marka mun fyrir þeim króatísku í Zagreb í gær og von um 8-liða úrslit nánast úr sögunni. Munaði mest um slappa byrjun á leiknum, vörnin líkt og gatasigti og Króatar gengu á lagið með fulla stúku á bakvið sig. Aðspurður hvað valdi segir Snorri: Klippa: Gerði mistök gegn Króötum „Eflaust er þetta samblanda af öllu. Við svo sem vissum alveg að þetta yrði stemningin og gæti orðið áran yfir króatíska liðinu. Eðlilega var markmiðið ekki að byrja leikinn svona. Það var pressa á þeim en við náðum aldrei að nýta okkur það,“ „Þeir tóku bara frumkvæðið, gerðu það vel og þegar uppi er staðið er auðvelt að tína til hluti og finna hvar þetta liggur. Það breytir því ekki að þetta er einn tapaður hálfleikur og þetta kannski munar bara þremur mörkum þá gæti orðið raunin, þá er það bara ótrúlega grátlegt.“ Athygli vakti að Þorsteinn Leó Gunnarsson og Teitur Örn Einarsson sátu allan tímann á bekknum, líkt og þeir hafa gert stóran hluta móts. Haukur Þrastarson spilaði lítið, þrátt fyrir að aðrir menn í þeirra stöðum ættu í vandræðum. Snorra hefur verið tíðrætt um að breiddin hafi aukist í íslenska liðinu, sem ef til vill orkar tvímælis þegar rúllað er að stórum hluta á sama mannskapnum leik eftir leik. Áttu þeir að spila meira í gær? „Alveg örugglega. Það er hægt að tína til fullt af hlutum. Það var fullt sem ég gerði rangt, eins og í flestum leikjum. Það bara svíður. Það er eins eftir flesta leiki, þá sest maður niður og sér eftir fullt af hlutum,“ segir Snorri Steinn. Viðtalið má sjá í spilaranum. Ísland mætir Argentínu klukkan 14:30 á morgun og leiknum lýst beint á Vísi. Leik Slóvena við Króata verður einnig lýst á vefnum annað kvöld klukkan 19:30. HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Fleiri fréttir Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Sjá meira
Ísland tapaði með sex marka mun fyrir þeim króatísku í Zagreb í gær og von um 8-liða úrslit nánast úr sögunni. Munaði mest um slappa byrjun á leiknum, vörnin líkt og gatasigti og Króatar gengu á lagið með fulla stúku á bakvið sig. Aðspurður hvað valdi segir Snorri: Klippa: Gerði mistök gegn Króötum „Eflaust er þetta samblanda af öllu. Við svo sem vissum alveg að þetta yrði stemningin og gæti orðið áran yfir króatíska liðinu. Eðlilega var markmiðið ekki að byrja leikinn svona. Það var pressa á þeim en við náðum aldrei að nýta okkur það,“ „Þeir tóku bara frumkvæðið, gerðu það vel og þegar uppi er staðið er auðvelt að tína til hluti og finna hvar þetta liggur. Það breytir því ekki að þetta er einn tapaður hálfleikur og þetta kannski munar bara þremur mörkum þá gæti orðið raunin, þá er það bara ótrúlega grátlegt.“ Athygli vakti að Þorsteinn Leó Gunnarsson og Teitur Örn Einarsson sátu allan tímann á bekknum, líkt og þeir hafa gert stóran hluta móts. Haukur Þrastarson spilaði lítið, þrátt fyrir að aðrir menn í þeirra stöðum ættu í vandræðum. Snorra hefur verið tíðrætt um að breiddin hafi aukist í íslenska liðinu, sem ef til vill orkar tvímælis þegar rúllað er að stórum hluta á sama mannskapnum leik eftir leik. Áttu þeir að spila meira í gær? „Alveg örugglega. Það er hægt að tína til fullt af hlutum. Það var fullt sem ég gerði rangt, eins og í flestum leikjum. Það bara svíður. Það er eins eftir flesta leiki, þá sest maður niður og sér eftir fullt af hlutum,“ segir Snorri Steinn. Viðtalið má sjá í spilaranum. Ísland mætir Argentínu klukkan 14:30 á morgun og leiknum lýst beint á Vísi. Leik Slóvena við Króata verður einnig lýst á vefnum annað kvöld klukkan 19:30.
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Fleiri fréttir Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Sjá meira