„Verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú“ Sindri Sverrisson skrifar 24. janúar 2025 21:38 Elliði Snær Viðarsson kallar inn á völlinn í Zagreb í kvöld. VÍSIR/VILHELM „Þetta er ótrúlega svekkjandi,“ sagði Elliði Snær Viðarsson eftir tapið gegn Króatíu á HM í handbolta í kvöld. Hann heldur þó í bjartsýnina og von um sæti í 8-liða úrslitum. Ísland lenti átta mörkum undir í fyrri hálfleik, 20-12, og átti í raun aldrei séns gegn sterku liði Dags Sigurðssonar. „Markmaðurinn þeirra varði ótrúlega vel. Við öll tækifæri sem við höfðum til að koma aðeins til baka þá varði hann. Við vorum sjálfum okkur verstir í fyrri hálfleik, með of mikið af töpuðum boltum og komumst aldrei almennilega inn í varnarleikinn okkar. Við vorum skrefinu á eftir allan tímann,“ sagði Elliði. Vörn og markvarsla hafði verið aðalsmerki Íslands á mótinu en í kvöld var eitthvað allt annað uppi á teningnum. Af hverju? „Það er erfitt að útskýra. Við náðum ekki upp þessu orkustigi sem við höfum verið með. Það er auðveldasta útskýringin. Mér fannst við vera mjög vel undirbúnir fyrir leik, tilbúnir í þetta, en vorum einhvern veginn skrefinu á eftir.“ Viðtalið við Elliða má sjá hér að neðan. Voru menn orðnir þreyttir? „Við erum jafnþreyttir og þeir. Það eru allir þreyttir þegar líður á stórmót. Ég held að við höfum verið nokkuð ferskir. Við höfum róterað hópnum vel, allir fengið mínútur og við skipt þessu bróðurlega á milli okkar í varnarleiknum. Það er ekki ástæðan fyrir því að töpuðum í dag.“ Staðan er sú að tapið í kvöld gæti orðið það eina hjá Íslandi á mótinu, og liðið samt fallið úr keppni fyrir 8-liða úrslitin. „Þá verður það bara að vera svoleiðis. En við verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú á að, uuuu, ég veit ekki einu sinni hverjir þurfa að vinna, en að úrslitin verði okkur í hag og að við höldum áfram að byggja ofan á það sem við höfum gert vel í mótinu.“ Ísland þarf að vinna Argentínu á sunnudag og treysta á að Slóvenía nái í stig gegn Króatíu síðar sama dag. Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik Íslenska karlalandsliðið í handbolta fékk slæman skell á móti Króatíu í öðrum leik sínum í milliriðli á heimsmeistaramótinu í handbolta. Liðið mátti ekki tapa með fjórum mörkum eða meira en skellurinn var stærri. Sex marka tap kippti íslenska liðinu harkalega niður á jörðina og hálfa leið út úr mótinu. 24. janúar 2025 21:29 „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ „Við vorum með allt klárt og gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera,“ sagði Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, hundóánægður eftir skelfilega útreið gegn Króatíu á HM í Zagreb í kvöld. 24. janúar 2025 21:13 Mest lesið Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Leik lokið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Í beinni: KA - KR | Fyrsta heila tímabil Óskars með KR hefst Íslenski boltinn Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ Sjá meira
Ísland lenti átta mörkum undir í fyrri hálfleik, 20-12, og átti í raun aldrei séns gegn sterku liði Dags Sigurðssonar. „Markmaðurinn þeirra varði ótrúlega vel. Við öll tækifæri sem við höfðum til að koma aðeins til baka þá varði hann. Við vorum sjálfum okkur verstir í fyrri hálfleik, með of mikið af töpuðum boltum og komumst aldrei almennilega inn í varnarleikinn okkar. Við vorum skrefinu á eftir allan tímann,“ sagði Elliði. Vörn og markvarsla hafði verið aðalsmerki Íslands á mótinu en í kvöld var eitthvað allt annað uppi á teningnum. Af hverju? „Það er erfitt að útskýra. Við náðum ekki upp þessu orkustigi sem við höfum verið með. Það er auðveldasta útskýringin. Mér fannst við vera mjög vel undirbúnir fyrir leik, tilbúnir í þetta, en vorum einhvern veginn skrefinu á eftir.“ Viðtalið við Elliða má sjá hér að neðan. Voru menn orðnir þreyttir? „Við erum jafnþreyttir og þeir. Það eru allir þreyttir þegar líður á stórmót. Ég held að við höfum verið nokkuð ferskir. Við höfum róterað hópnum vel, allir fengið mínútur og við skipt þessu bróðurlega á milli okkar í varnarleiknum. Það er ekki ástæðan fyrir því að töpuðum í dag.“ Staðan er sú að tapið í kvöld gæti orðið það eina hjá Íslandi á mótinu, og liðið samt fallið úr keppni fyrir 8-liða úrslitin. „Þá verður það bara að vera svoleiðis. En við verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú á að, uuuu, ég veit ekki einu sinni hverjir þurfa að vinna, en að úrslitin verði okkur í hag og að við höldum áfram að byggja ofan á það sem við höfum gert vel í mótinu.“ Ísland þarf að vinna Argentínu á sunnudag og treysta á að Slóvenía nái í stig gegn Króatíu síðar sama dag.
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik Íslenska karlalandsliðið í handbolta fékk slæman skell á móti Króatíu í öðrum leik sínum í milliriðli á heimsmeistaramótinu í handbolta. Liðið mátti ekki tapa með fjórum mörkum eða meira en skellurinn var stærri. Sex marka tap kippti íslenska liðinu harkalega niður á jörðina og hálfa leið út úr mótinu. 24. janúar 2025 21:29 „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ „Við vorum með allt klárt og gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera,“ sagði Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, hundóánægður eftir skelfilega útreið gegn Króatíu á HM í Zagreb í kvöld. 24. janúar 2025 21:13 Mest lesið Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Leik lokið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Í beinni: KA - KR | Fyrsta heila tímabil Óskars með KR hefst Íslenski boltinn Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ Sjá meira
Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik Íslenska karlalandsliðið í handbolta fékk slæman skell á móti Króatíu í öðrum leik sínum í milliriðli á heimsmeistaramótinu í handbolta. Liðið mátti ekki tapa með fjórum mörkum eða meira en skellurinn var stærri. Sex marka tap kippti íslenska liðinu harkalega niður á jörðina og hálfa leið út úr mótinu. 24. janúar 2025 21:29
„Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ „Við vorum með allt klárt og gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera,“ sagði Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, hundóánægður eftir skelfilega útreið gegn Króatíu á HM í Zagreb í kvöld. 24. janúar 2025 21:13
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða