„Verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú“ Sindri Sverrisson skrifar 24. janúar 2025 21:38 Elliði Snær Viðarsson kallar inn á völlinn í Zagreb í kvöld. VÍSIR/VILHELM „Þetta er ótrúlega svekkjandi,“ sagði Elliði Snær Viðarsson eftir tapið gegn Króatíu á HM í handbolta í kvöld. Hann heldur þó í bjartsýnina og von um sæti í 8-liða úrslitum. Ísland lenti átta mörkum undir í fyrri hálfleik, 20-12, og átti í raun aldrei séns gegn sterku liði Dags Sigurðssonar. „Markmaðurinn þeirra varði ótrúlega vel. Við öll tækifæri sem við höfðum til að koma aðeins til baka þá varði hann. Við vorum sjálfum okkur verstir í fyrri hálfleik, með of mikið af töpuðum boltum og komumst aldrei almennilega inn í varnarleikinn okkar. Við vorum skrefinu á eftir allan tímann,“ sagði Elliði. Vörn og markvarsla hafði verið aðalsmerki Íslands á mótinu en í kvöld var eitthvað allt annað uppi á teningnum. Af hverju? „Það er erfitt að útskýra. Við náðum ekki upp þessu orkustigi sem við höfum verið með. Það er auðveldasta útskýringin. Mér fannst við vera mjög vel undirbúnir fyrir leik, tilbúnir í þetta, en vorum einhvern veginn skrefinu á eftir.“ Viðtalið við Elliða má sjá hér að neðan. Voru menn orðnir þreyttir? „Við erum jafnþreyttir og þeir. Það eru allir þreyttir þegar líður á stórmót. Ég held að við höfum verið nokkuð ferskir. Við höfum róterað hópnum vel, allir fengið mínútur og við skipt þessu bróðurlega á milli okkar í varnarleiknum. Það er ekki ástæðan fyrir því að töpuðum í dag.“ Staðan er sú að tapið í kvöld gæti orðið það eina hjá Íslandi á mótinu, og liðið samt fallið úr keppni fyrir 8-liða úrslitin. „Þá verður það bara að vera svoleiðis. En við verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú á að, uuuu, ég veit ekki einu sinni hverjir þurfa að vinna, en að úrslitin verði okkur í hag og að við höldum áfram að byggja ofan á það sem við höfum gert vel í mótinu.“ Ísland þarf að vinna Argentínu á sunnudag og treysta á að Slóvenía nái í stig gegn Króatíu síðar sama dag. Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik Íslenska karlalandsliðið í handbolta fékk slæman skell á móti Króatíu í öðrum leik sínum í milliriðli á heimsmeistaramótinu í handbolta. Liðið mátti ekki tapa með fjórum mörkum eða meira en skellurinn var stærri. Sex marka tap kippti íslenska liðinu harkalega niður á jörðina og hálfa leið út úr mótinu. 24. janúar 2025 21:29 „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ „Við vorum með allt klárt og gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera,“ sagði Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, hundóánægður eftir skelfilega útreið gegn Króatíu á HM í Zagreb í kvöld. 24. janúar 2025 21:13 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Fleiri fréttir Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Sjá meira
Ísland lenti átta mörkum undir í fyrri hálfleik, 20-12, og átti í raun aldrei séns gegn sterku liði Dags Sigurðssonar. „Markmaðurinn þeirra varði ótrúlega vel. Við öll tækifæri sem við höfðum til að koma aðeins til baka þá varði hann. Við vorum sjálfum okkur verstir í fyrri hálfleik, með of mikið af töpuðum boltum og komumst aldrei almennilega inn í varnarleikinn okkar. Við vorum skrefinu á eftir allan tímann,“ sagði Elliði. Vörn og markvarsla hafði verið aðalsmerki Íslands á mótinu en í kvöld var eitthvað allt annað uppi á teningnum. Af hverju? „Það er erfitt að útskýra. Við náðum ekki upp þessu orkustigi sem við höfum verið með. Það er auðveldasta útskýringin. Mér fannst við vera mjög vel undirbúnir fyrir leik, tilbúnir í þetta, en vorum einhvern veginn skrefinu á eftir.“ Viðtalið við Elliða má sjá hér að neðan. Voru menn orðnir þreyttir? „Við erum jafnþreyttir og þeir. Það eru allir þreyttir þegar líður á stórmót. Ég held að við höfum verið nokkuð ferskir. Við höfum róterað hópnum vel, allir fengið mínútur og við skipt þessu bróðurlega á milli okkar í varnarleiknum. Það er ekki ástæðan fyrir því að töpuðum í dag.“ Staðan er sú að tapið í kvöld gæti orðið það eina hjá Íslandi á mótinu, og liðið samt fallið úr keppni fyrir 8-liða úrslitin. „Þá verður það bara að vera svoleiðis. En við verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú á að, uuuu, ég veit ekki einu sinni hverjir þurfa að vinna, en að úrslitin verði okkur í hag og að við höldum áfram að byggja ofan á það sem við höfum gert vel í mótinu.“ Ísland þarf að vinna Argentínu á sunnudag og treysta á að Slóvenía nái í stig gegn Króatíu síðar sama dag.
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik Íslenska karlalandsliðið í handbolta fékk slæman skell á móti Króatíu í öðrum leik sínum í milliriðli á heimsmeistaramótinu í handbolta. Liðið mátti ekki tapa með fjórum mörkum eða meira en skellurinn var stærri. Sex marka tap kippti íslenska liðinu harkalega niður á jörðina og hálfa leið út úr mótinu. 24. janúar 2025 21:29 „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ „Við vorum með allt klárt og gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera,“ sagði Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, hundóánægður eftir skelfilega útreið gegn Króatíu á HM í Zagreb í kvöld. 24. janúar 2025 21:13 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Fleiri fréttir Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Sjá meira
Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik Íslenska karlalandsliðið í handbolta fékk slæman skell á móti Króatíu í öðrum leik sínum í milliriðli á heimsmeistaramótinu í handbolta. Liðið mátti ekki tapa með fjórum mörkum eða meira en skellurinn var stærri. Sex marka tap kippti íslenska liðinu harkalega niður á jörðina og hálfa leið út úr mótinu. 24. janúar 2025 21:29
„Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ „Við vorum með allt klárt og gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera,“ sagði Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, hundóánægður eftir skelfilega útreið gegn Króatíu á HM í Zagreb í kvöld. 24. janúar 2025 21:13