Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Valur Páll Eiríksson skrifar 24. janúar 2025 23:16 Dagur Sigurðsson lagði upp heimaskítsmát í tafli kvöldsins. Vísir/Vilhelm Það er einn Íslendingur sem á hrós skilið eftir þungt kvöld í Zagreb. Því miður er það Dagur Sigurðsson. Staðan gæti hæglega verið sú að Dagur hefði setið á hinum þjálfarabekknum í kvöld. Sagan segir að hann hafi verið opinn fyrir því að taka við Íslandi, jafnvel með Snorra Steini, á sínum tíma. Lýsing hans á samskiptunum við HSÍ sem leikþætti er vel þekkt. Talandi um leikþætti, það virðist hafa verið smá skuespil hjá Degi varðandi stjörnuna Domagoj Duvnjak sem var skyndilega mættur í upphitun. Það var fyrsti leikur í skák kvöldsins. Viðvera Duvnjak jók stemningu þeirra króatísku til muna. Gríðarleg fagnaðarlæti þegar fyrirliðinn var kynntur til leiks. Þessi stemning hélst Króatamegin í allt kvöld. Leikmenn liðsins gáfu tóninn í byrjun og nærðu stúkuna, sem á móti gaf króatíska liðinu rosalega mikið. Það var partý í stúkunni í allt kvöld. Hávaðinn var ærandi. Ég nenni eiginlega ekki að rekja þennan leik mikið. Það var auðvitað allt inni hjá króatíska liðinu. Vörnin sem hefur skapað árangurinn hingað til hvarf. Hún hvarf. Ég veit ekki hvert. Markvarslan líka. Við sáum fyrstu íslensku markvörsluna á 19. mínútu. Ísland hefur fengið á sig mest níu mörk í fyrri hálfleik hingað til. Núna voru þau 20. Janus sagði að það væru morðingjar í króatísku vörninni, sem var sannarlega svo. Þeir drógu allan mátt úr mönnum á hinum enda vallarins. Voru lemjandi hvorn annan álíka fast og íslensku strákana og fögnuðu hverju broti eins og heimsmeistaratitli. Það var annar leikur í skákinni. Fimm, einn (5-1) vörn Króata, sem núllstillti sókn Íslands. Það var lífsmark í Viktori milli stanganna í byrjun seinni hálfleiks og hann gerði vel eftir hléið. En þá fylgdu mörkin ekki hinu megin til að laga stöðuna. Það var við ofjarl að etja. Hvert sem er litið. Dagur, ásamt Gunnari Magnússyni, búinn að kortleggja íslenska liðið og það einfaldlega tekið í kennslustund. Nokkrir hlutir voru reyndir eftir hlé en því miður áttu okkar menn ekkert einasta svar í þessum þunga handboltakúrsi Dags og Króatanna. Strákarnir reyndu að minnka muninn eftir hlé, og tókst það í lokin, en það var ekki nóg. Skaðinn var skeður. Niðurstaðan heimaskítsmát í boði Dags og Gunnars. Það er stutt á milli í þessu blessaða sporti. Svona kvöld sjúga nánast úr manni lífsviljann og hrunið helvíti hátt úr skýjakljúfunum í myrkasta svartnætti. Örlög okkar drengja eru nú í höndum slóvensks liðs sem leit hreint ekki vel út gegn Egyptum í kvöld, þrátt fyrir að hafa verið örfáum sekúndum frá jafntefli. Strákarnir munu vinna Argentínu á sunnudaginn kemur og veik von mun lifa þar til Króatarnir klára Slóvenana. Miðað við stemninguna og spilamennskuna sem Króatarnir sýndu í kvöld munu strákarnir okkar ljúka leik á sunnudag. Því miður. HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Fótbolti Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Íslenski boltinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Íslenski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Sjá meira
Staðan gæti hæglega verið sú að Dagur hefði setið á hinum þjálfarabekknum í kvöld. Sagan segir að hann hafi verið opinn fyrir því að taka við Íslandi, jafnvel með Snorra Steini, á sínum tíma. Lýsing hans á samskiptunum við HSÍ sem leikþætti er vel þekkt. Talandi um leikþætti, það virðist hafa verið smá skuespil hjá Degi varðandi stjörnuna Domagoj Duvnjak sem var skyndilega mættur í upphitun. Það var fyrsti leikur í skák kvöldsins. Viðvera Duvnjak jók stemningu þeirra króatísku til muna. Gríðarleg fagnaðarlæti þegar fyrirliðinn var kynntur til leiks. Þessi stemning hélst Króatamegin í allt kvöld. Leikmenn liðsins gáfu tóninn í byrjun og nærðu stúkuna, sem á móti gaf króatíska liðinu rosalega mikið. Það var partý í stúkunni í allt kvöld. Hávaðinn var ærandi. Ég nenni eiginlega ekki að rekja þennan leik mikið. Það var auðvitað allt inni hjá króatíska liðinu. Vörnin sem hefur skapað árangurinn hingað til hvarf. Hún hvarf. Ég veit ekki hvert. Markvarslan líka. Við sáum fyrstu íslensku markvörsluna á 19. mínútu. Ísland hefur fengið á sig mest níu mörk í fyrri hálfleik hingað til. Núna voru þau 20. Janus sagði að það væru morðingjar í króatísku vörninni, sem var sannarlega svo. Þeir drógu allan mátt úr mönnum á hinum enda vallarins. Voru lemjandi hvorn annan álíka fast og íslensku strákana og fögnuðu hverju broti eins og heimsmeistaratitli. Það var annar leikur í skákinni. Fimm, einn (5-1) vörn Króata, sem núllstillti sókn Íslands. Það var lífsmark í Viktori milli stanganna í byrjun seinni hálfleiks og hann gerði vel eftir hléið. En þá fylgdu mörkin ekki hinu megin til að laga stöðuna. Það var við ofjarl að etja. Hvert sem er litið. Dagur, ásamt Gunnari Magnússyni, búinn að kortleggja íslenska liðið og það einfaldlega tekið í kennslustund. Nokkrir hlutir voru reyndir eftir hlé en því miður áttu okkar menn ekkert einasta svar í þessum þunga handboltakúrsi Dags og Króatanna. Strákarnir reyndu að minnka muninn eftir hlé, og tókst það í lokin, en það var ekki nóg. Skaðinn var skeður. Niðurstaðan heimaskítsmát í boði Dags og Gunnars. Það er stutt á milli í þessu blessaða sporti. Svona kvöld sjúga nánast úr manni lífsviljann og hrunið helvíti hátt úr skýjakljúfunum í myrkasta svartnætti. Örlög okkar drengja eru nú í höndum slóvensks liðs sem leit hreint ekki vel út gegn Egyptum í kvöld, þrátt fyrir að hafa verið örfáum sekúndum frá jafntefli. Strákarnir munu vinna Argentínu á sunnudaginn kemur og veik von mun lifa þar til Króatarnir klára Slóvenana. Miðað við stemninguna og spilamennskuna sem Króatarnir sýndu í kvöld munu strákarnir okkar ljúka leik á sunnudag. Því miður.
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Fótbolti Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Íslenski boltinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Íslenski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Sjá meira
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn