Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Valur Páll Eiríksson skrifar 24. janúar 2025 23:16 Dagur Sigurðsson lagði upp heimaskítsmát í tafli kvöldsins. Vísir/Vilhelm Það er einn Íslendingur sem á hrós skilið eftir þungt kvöld í Zagreb. Því miður er það Dagur Sigurðsson. Staðan gæti hæglega verið sú að Dagur hefði setið á hinum þjálfarabekknum í kvöld. Sagan segir að hann hafi verið opinn fyrir því að taka við Íslandi, jafnvel með Snorra Steini, á sínum tíma. Lýsing hans á samskiptunum við HSÍ sem leikþætti er vel þekkt. Talandi um leikþætti, það virðist hafa verið smá skuespil hjá Degi varðandi stjörnuna Domagoj Duvnjak sem var skyndilega mættur í upphitun. Það var fyrsti leikur í skák kvöldsins. Viðvera Duvnjak jók stemningu þeirra króatísku til muna. Gríðarleg fagnaðarlæti þegar fyrirliðinn var kynntur til leiks. Þessi stemning hélst Króatamegin í allt kvöld. Leikmenn liðsins gáfu tóninn í byrjun og nærðu stúkuna, sem á móti gaf króatíska liðinu rosalega mikið. Það var partý í stúkunni í allt kvöld. Hávaðinn var ærandi. Ég nenni eiginlega ekki að rekja þennan leik mikið. Það var auðvitað allt inni hjá króatíska liðinu. Vörnin sem hefur skapað árangurinn hingað til hvarf. Hún hvarf. Ég veit ekki hvert. Markvarslan líka. Við sáum fyrstu íslensku markvörsluna á 19. mínútu. Ísland hefur fengið á sig mest níu mörk í fyrri hálfleik hingað til. Núna voru þau 20. Janus sagði að það væru morðingjar í króatísku vörninni, sem var sannarlega svo. Þeir drógu allan mátt úr mönnum á hinum enda vallarins. Voru lemjandi hvorn annan álíka fast og íslensku strákana og fögnuðu hverju broti eins og heimsmeistaratitli. Það var annar leikur í skákinni. Fimm, einn (5-1) vörn Króata, sem núllstillti sókn Íslands. Það var lífsmark í Viktori milli stanganna í byrjun seinni hálfleiks og hann gerði vel eftir hléið. En þá fylgdu mörkin ekki hinu megin til að laga stöðuna. Það var við ofjarl að etja. Hvert sem er litið. Dagur, ásamt Gunnari Magnússyni, búinn að kortleggja íslenska liðið og það einfaldlega tekið í kennslustund. Nokkrir hlutir voru reyndir eftir hlé en því miður áttu okkar menn ekkert einasta svar í þessum þunga handboltakúrsi Dags og Króatanna. Strákarnir reyndu að minnka muninn eftir hlé, og tókst það í lokin, en það var ekki nóg. Skaðinn var skeður. Niðurstaðan heimaskítsmát í boði Dags og Gunnars. Það er stutt á milli í þessu blessaða sporti. Svona kvöld sjúga nánast úr manni lífsviljann og hrunið helvíti hátt úr skýjakljúfunum í myrkasta svartnætti. Örlög okkar drengja eru nú í höndum slóvensks liðs sem leit hreint ekki vel út gegn Egyptum í kvöld, þrátt fyrir að hafa verið örfáum sekúndum frá jafntefli. Strákarnir munu vinna Argentínu á sunnudaginn kemur og veik von mun lifa þar til Króatarnir klára Slóvenana. Miðað við stemninguna og spilamennskuna sem Króatarnir sýndu í kvöld munu strákarnir okkar ljúka leik á sunnudag. Því miður. HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Sport Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Fleiri fréttir Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Sjá meira
Staðan gæti hæglega verið sú að Dagur hefði setið á hinum þjálfarabekknum í kvöld. Sagan segir að hann hafi verið opinn fyrir því að taka við Íslandi, jafnvel með Snorra Steini, á sínum tíma. Lýsing hans á samskiptunum við HSÍ sem leikþætti er vel þekkt. Talandi um leikþætti, það virðist hafa verið smá skuespil hjá Degi varðandi stjörnuna Domagoj Duvnjak sem var skyndilega mættur í upphitun. Það var fyrsti leikur í skák kvöldsins. Viðvera Duvnjak jók stemningu þeirra króatísku til muna. Gríðarleg fagnaðarlæti þegar fyrirliðinn var kynntur til leiks. Þessi stemning hélst Króatamegin í allt kvöld. Leikmenn liðsins gáfu tóninn í byrjun og nærðu stúkuna, sem á móti gaf króatíska liðinu rosalega mikið. Það var partý í stúkunni í allt kvöld. Hávaðinn var ærandi. Ég nenni eiginlega ekki að rekja þennan leik mikið. Það var auðvitað allt inni hjá króatíska liðinu. Vörnin sem hefur skapað árangurinn hingað til hvarf. Hún hvarf. Ég veit ekki hvert. Markvarslan líka. Við sáum fyrstu íslensku markvörsluna á 19. mínútu. Ísland hefur fengið á sig mest níu mörk í fyrri hálfleik hingað til. Núna voru þau 20. Janus sagði að það væru morðingjar í króatísku vörninni, sem var sannarlega svo. Þeir drógu allan mátt úr mönnum á hinum enda vallarins. Voru lemjandi hvorn annan álíka fast og íslensku strákana og fögnuðu hverju broti eins og heimsmeistaratitli. Það var annar leikur í skákinni. Fimm, einn (5-1) vörn Króata, sem núllstillti sókn Íslands. Það var lífsmark í Viktori milli stanganna í byrjun seinni hálfleiks og hann gerði vel eftir hléið. En þá fylgdu mörkin ekki hinu megin til að laga stöðuna. Það var við ofjarl að etja. Hvert sem er litið. Dagur, ásamt Gunnari Magnússyni, búinn að kortleggja íslenska liðið og það einfaldlega tekið í kennslustund. Nokkrir hlutir voru reyndir eftir hlé en því miður áttu okkar menn ekkert einasta svar í þessum þunga handboltakúrsi Dags og Króatanna. Strákarnir reyndu að minnka muninn eftir hlé, og tókst það í lokin, en það var ekki nóg. Skaðinn var skeður. Niðurstaðan heimaskítsmát í boði Dags og Gunnars. Það er stutt á milli í þessu blessaða sporti. Svona kvöld sjúga nánast úr manni lífsviljann og hrunið helvíti hátt úr skýjakljúfunum í myrkasta svartnætti. Örlög okkar drengja eru nú í höndum slóvensks liðs sem leit hreint ekki vel út gegn Egyptum í kvöld, þrátt fyrir að hafa verið örfáum sekúndum frá jafntefli. Strákarnir munu vinna Argentínu á sunnudaginn kemur og veik von mun lifa þar til Króatarnir klára Slóvenana. Miðað við stemninguna og spilamennskuna sem Króatarnir sýndu í kvöld munu strákarnir okkar ljúka leik á sunnudag. Því miður.
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Sport Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Fleiri fréttir Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Sjá meira