Báðir bræðurnir náðu með frammistöðu sinni að setja fylkismet í Kaliforníu í leiknum.
Lið þeirra Mesrobian vann 119-25 sigur á Waverly en það eru tölur þeirra bræðra sem komu leiknum í fréttirnar.
Nick Khatchikian skoraði 102 stig á 29 mínútum í leiknum. Hann gaf ekki eina stoðsendingu í leiknum en þar kom bróðir hans sterkur inn. Nick tók 60 skot í leiknum og hitti úr 48 þeirra.
Dylan Khatchikian gaf nefnilega 35 stoðsendingar í leiknum auk þess að stela þrettán boltum. Dylan náði aftur á móti ekki að skora eitt einasta stig sjálfur.