Safna milljónum fyrir skúrk mótherjanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2025 10:00 Mark Andrews er hér búinn að missa boltann á lokasekúndum leiksins og Baltimore Ravens var þar með úr leik í úrslitakeppni NFL. Getty/Kevin Sabitus Það er því miður alltof algengt að skúrkar í íþróttum verði fórnarlamb netníðs og hótanna. Fréttir frá Buffalo í Bandaríkjunum eru því jákvætt innlegg í baráttuna gegn slíkum ósóma. Mark Andrews, innherji Baltimore Ravens, missti boltann á úrslitastund í leik Ravens og Buffalo Bills í úrslitakeppni NFL deildarinnar um síðustu helgi. Ósáttir stuðningsmenn hans liðs úthúðuðu honum með miður skemmtilegum hætti á samfélagsmiðlum eftir leikinn. Hann og fjölskylda hans fengu einnig líflátshótanir eftir leikinn. Amdrews fékk aftur á móti mikla samúð frá stuðningsmönnum mótherjanna í Buffalo Bills. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=rRR9RXXzteU">watch on YouTube</a> Baltimore Ravens hefur verið eitt allra besta lið NFL deildarinnar síðustu ár en aldrei gengið vel í úrslitakeppninni. Þarna rann því enn eitt tímabilið þeim úr greipum. Hefði Andrews gripið boltann þá hefði liðið jafnað leikinn og tryggt sér framlengingu. Þess í stað fagnaði Buffalo Bills 27-25 sigri og mætir Kansas City Chief í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar um komandi helgi. Liðið er nú bara einum sigri frá Super Bowl. Stuðningsmenn Bills vildu sýna leikmanninum stuðning í verki og fóru eftir leikinn að safna pening fyrir góðgerðasamtök leikmannsins á GoFundMe vefnum. Bandarískir miðlar segja að það hafi nú safnast meira en 75 þúsund Bandaríkjadalir fyrir samtökin eða meira en tíu og hálf milljón íslenskra króna. Góðgerðasamtök Andrews styðja sjálf við bakið á fólki með sykursýki og leitast eftir því að auðvelda fórnarlömbum sjúkdómsins lífið. View this post on Instagram A post shared by TSN (@tsn_official) NFL Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Fleiri fréttir „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Valskonur fá seinni leikinn heima Sagði Fernandes að hann færi hvergi Sjá meira
Mark Andrews, innherji Baltimore Ravens, missti boltann á úrslitastund í leik Ravens og Buffalo Bills í úrslitakeppni NFL deildarinnar um síðustu helgi. Ósáttir stuðningsmenn hans liðs úthúðuðu honum með miður skemmtilegum hætti á samfélagsmiðlum eftir leikinn. Hann og fjölskylda hans fengu einnig líflátshótanir eftir leikinn. Amdrews fékk aftur á móti mikla samúð frá stuðningsmönnum mótherjanna í Buffalo Bills. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=rRR9RXXzteU">watch on YouTube</a> Baltimore Ravens hefur verið eitt allra besta lið NFL deildarinnar síðustu ár en aldrei gengið vel í úrslitakeppninni. Þarna rann því enn eitt tímabilið þeim úr greipum. Hefði Andrews gripið boltann þá hefði liðið jafnað leikinn og tryggt sér framlengingu. Þess í stað fagnaði Buffalo Bills 27-25 sigri og mætir Kansas City Chief í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar um komandi helgi. Liðið er nú bara einum sigri frá Super Bowl. Stuðningsmenn Bills vildu sýna leikmanninum stuðning í verki og fóru eftir leikinn að safna pening fyrir góðgerðasamtök leikmannsins á GoFundMe vefnum. Bandarískir miðlar segja að það hafi nú safnast meira en 75 þúsund Bandaríkjadalir fyrir samtökin eða meira en tíu og hálf milljón íslenskra króna. Góðgerðasamtök Andrews styðja sjálf við bakið á fólki með sykursýki og leitast eftir því að auðvelda fórnarlömbum sjúkdómsins lífið. View this post on Instagram A post shared by TSN (@tsn_official)
NFL Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Fleiri fréttir „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Valskonur fá seinni leikinn heima Sagði Fernandes að hann færi hvergi Sjá meira