Safna milljónum fyrir skúrk mótherjanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2025 10:00 Mark Andrews er hér búinn að missa boltann á lokasekúndum leiksins og Baltimore Ravens var þar með úr leik í úrslitakeppni NFL. Getty/Kevin Sabitus Það er því miður alltof algengt að skúrkar í íþróttum verði fórnarlamb netníðs og hótanna. Fréttir frá Buffalo í Bandaríkjunum eru því jákvætt innlegg í baráttuna gegn slíkum ósóma. Mark Andrews, innherji Baltimore Ravens, missti boltann á úrslitastund í leik Ravens og Buffalo Bills í úrslitakeppni NFL deildarinnar um síðustu helgi. Ósáttir stuðningsmenn hans liðs úthúðuðu honum með miður skemmtilegum hætti á samfélagsmiðlum eftir leikinn. Hann og fjölskylda hans fengu einnig líflátshótanir eftir leikinn. Amdrews fékk aftur á móti mikla samúð frá stuðningsmönnum mótherjanna í Buffalo Bills. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=rRR9RXXzteU">watch on YouTube</a> Baltimore Ravens hefur verið eitt allra besta lið NFL deildarinnar síðustu ár en aldrei gengið vel í úrslitakeppninni. Þarna rann því enn eitt tímabilið þeim úr greipum. Hefði Andrews gripið boltann þá hefði liðið jafnað leikinn og tryggt sér framlengingu. Þess í stað fagnaði Buffalo Bills 27-25 sigri og mætir Kansas City Chief í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar um komandi helgi. Liðið er nú bara einum sigri frá Super Bowl. Stuðningsmenn Bills vildu sýna leikmanninum stuðning í verki og fóru eftir leikinn að safna pening fyrir góðgerðasamtök leikmannsins á GoFundMe vefnum. Bandarískir miðlar segja að það hafi nú safnast meira en 75 þúsund Bandaríkjadalir fyrir samtökin eða meira en tíu og hálf milljón íslenskra króna. Góðgerðasamtök Andrews styðja sjálf við bakið á fólki með sykursýki og leitast eftir því að auðvelda fórnarlömbum sjúkdómsins lífið. View this post on Instagram A post shared by TSN (@tsn_official) NFL Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Fá nýjan Kana í harða baráttu Körfubolti Fleiri fréttir Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Sjá meira
Mark Andrews, innherji Baltimore Ravens, missti boltann á úrslitastund í leik Ravens og Buffalo Bills í úrslitakeppni NFL deildarinnar um síðustu helgi. Ósáttir stuðningsmenn hans liðs úthúðuðu honum með miður skemmtilegum hætti á samfélagsmiðlum eftir leikinn. Hann og fjölskylda hans fengu einnig líflátshótanir eftir leikinn. Amdrews fékk aftur á móti mikla samúð frá stuðningsmönnum mótherjanna í Buffalo Bills. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=rRR9RXXzteU">watch on YouTube</a> Baltimore Ravens hefur verið eitt allra besta lið NFL deildarinnar síðustu ár en aldrei gengið vel í úrslitakeppninni. Þarna rann því enn eitt tímabilið þeim úr greipum. Hefði Andrews gripið boltann þá hefði liðið jafnað leikinn og tryggt sér framlengingu. Þess í stað fagnaði Buffalo Bills 27-25 sigri og mætir Kansas City Chief í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar um komandi helgi. Liðið er nú bara einum sigri frá Super Bowl. Stuðningsmenn Bills vildu sýna leikmanninum stuðning í verki og fóru eftir leikinn að safna pening fyrir góðgerðasamtök leikmannsins á GoFundMe vefnum. Bandarískir miðlar segja að það hafi nú safnast meira en 75 þúsund Bandaríkjadalir fyrir samtökin eða meira en tíu og hálf milljón íslenskra króna. Góðgerðasamtök Andrews styðja sjálf við bakið á fólki með sykursýki og leitast eftir því að auðvelda fórnarlömbum sjúkdómsins lífið. View this post on Instagram A post shared by TSN (@tsn_official)
NFL Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Fá nýjan Kana í harða baráttu Körfubolti Fleiri fréttir Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum