„Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Sindri Sverrisson skrifar 22. janúar 2025 21:39 Systkinin sátt. Vísir/Vilhelm „Við vorum að vinna Egypta! Við þurfum að átta okkur á í hvaða stöðu við erum komnir! Við erum komnir með sex stig og maður er að bilast af jákvæðni núna,“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson, í skýjunum eftir frábæran sigur gegn Egyptum á HM í handbolta í kvöld. Ísland var 13-9 yfir eftir fyrri hálfleik og hleypti Egyptum aldrei of nærri sér í seinni hálfleik, og vann að lokum þriggja marka sigur, 27-24. Liðið er því efst í milliriðli IV með sex stig og í góðri stöðu upp á að komast í 8-liða úrslitin. „Þetta var ekkert sturlaður leikur hjá okkur en samt vorum við með þægilega forystu allan tímann. Ég ætla ekki að segja að þetta hafi verið í „cruise control“, en við gerðum okkar. Auðvitað eru hlutir sem þarf að fínpússa og þeir eru klókir allan tímann. Síðan eru nokkur færi sem fóru forgörðum hjá okkur. Þetta er leikur mistaka og það lið sem gerir færri endar sem sigurvegari. Mér fannst við nokkuð yfirvegaðir í dag, og flottir,“ sagði Gísli. Viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Gísli eftir sigurinn gegn Egyptum „Pirrandi að þurfa alltaf að gera eitthvað úr hlutunum“ Gísli gerði hverja árásina á fætur annarri á vörn Egypta en fannst hann ekki alltaf uppskera eins og til var sáð, vegna þýska dómaraparsins: „Það fer svakalega í taugarnar á mér að þeir leyfi ekki leiknum að fljóta aðeins lengur. Mér fannst svakalega mikið um að þeir fengju að gera aðeins meira, og beðið með flautið, en svo var það öfugt hjá okkur. Það var alveg 2-3 sinnum þar sem það var klárt víti en eins og þeir hefðu tekið fyrir fram ákvörðun um að dæma ekki víti. Það er margt í þessu auðvitað, en maður þarf bara að halda áfram. Ef við gerum okkar hundrað prósent eru okkur allir vegir færir,“ sagði Gísli og hélt áfram: „Það er pirrandi að þurfa alltaf að gera eitthvað úr hlutunum til að fá eitthvað. En í Guðanna bænum, hvað er í gangi? Ég er jákvæður hérna! Króatar eru næsti leikur, hérna í Zagreb. Ég veit ekki hvað höllin hérna tekur marga en ég er ógeðslega spenntur fyrir andrúmsloftinu sem verður hérna,“ sagði Gísli sem eins og allir Íslendingar bíður nú afar spenntur fyrir leiknum við Króata á föstudagskvöld. Gæsahúð allan tímann vegna áhorfenda Þar vonast Hafnfirðingurinn eftir sams konar stuðningi og í kvöld en hann var hæstánægður með íslensku áhorfendurna: „Gæsahúð, án gríns, allan tímann. Þau mættu með hnefann uppi og að sjá þennan bláa vegg í horninu er alveg geðveikt. Það gefur okkur þessi extra prósent og í svona erfiðum leikjum þá eru það svona hlutir sem skiptir máli. Djöfull er ég sáttur með stuðningsmennina.“ Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann mikilvægan þriggja marka sigur á Egyptum, 27-24, í fyrsta leik sínum í milliriðli á heimsmeistaramótinu í handbolta. Íslenska liðið hefur þar með unnið fjórða fyrstu leiki sína á mótinu. 22. janúar 2025 21:36 „Kannski er ég orðinn frekur“ „Þetta var frábær sigur, frábær leikur hjá mínu liði. Við náðum að fylgja eftir frábærri frammistöðu og það er mikilvægt að gera hlutina ekki bara einu sinni heldur aftur,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari strax eftir sigurinn gegn Egyptum í kvöld, á HM í handbolta. 22. janúar 2025 21:20 Mest lesið HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti Fleiri fréttir Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Sjá meira
Ísland var 13-9 yfir eftir fyrri hálfleik og hleypti Egyptum aldrei of nærri sér í seinni hálfleik, og vann að lokum þriggja marka sigur, 27-24. Liðið er því efst í milliriðli IV með sex stig og í góðri stöðu upp á að komast í 8-liða úrslitin. „Þetta var ekkert sturlaður leikur hjá okkur en samt vorum við með þægilega forystu allan tímann. Ég ætla ekki að segja að þetta hafi verið í „cruise control“, en við gerðum okkar. Auðvitað eru hlutir sem þarf að fínpússa og þeir eru klókir allan tímann. Síðan eru nokkur færi sem fóru forgörðum hjá okkur. Þetta er leikur mistaka og það lið sem gerir færri endar sem sigurvegari. Mér fannst við nokkuð yfirvegaðir í dag, og flottir,“ sagði Gísli. Viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Gísli eftir sigurinn gegn Egyptum „Pirrandi að þurfa alltaf að gera eitthvað úr hlutunum“ Gísli gerði hverja árásina á fætur annarri á vörn Egypta en fannst hann ekki alltaf uppskera eins og til var sáð, vegna þýska dómaraparsins: „Það fer svakalega í taugarnar á mér að þeir leyfi ekki leiknum að fljóta aðeins lengur. Mér fannst svakalega mikið um að þeir fengju að gera aðeins meira, og beðið með flautið, en svo var það öfugt hjá okkur. Það var alveg 2-3 sinnum þar sem það var klárt víti en eins og þeir hefðu tekið fyrir fram ákvörðun um að dæma ekki víti. Það er margt í þessu auðvitað, en maður þarf bara að halda áfram. Ef við gerum okkar hundrað prósent eru okkur allir vegir færir,“ sagði Gísli og hélt áfram: „Það er pirrandi að þurfa alltaf að gera eitthvað úr hlutunum til að fá eitthvað. En í Guðanna bænum, hvað er í gangi? Ég er jákvæður hérna! Króatar eru næsti leikur, hérna í Zagreb. Ég veit ekki hvað höllin hérna tekur marga en ég er ógeðslega spenntur fyrir andrúmsloftinu sem verður hérna,“ sagði Gísli sem eins og allir Íslendingar bíður nú afar spenntur fyrir leiknum við Króata á föstudagskvöld. Gæsahúð allan tímann vegna áhorfenda Þar vonast Hafnfirðingurinn eftir sams konar stuðningi og í kvöld en hann var hæstánægður með íslensku áhorfendurna: „Gæsahúð, án gríns, allan tímann. Þau mættu með hnefann uppi og að sjá þennan bláa vegg í horninu er alveg geðveikt. Það gefur okkur þessi extra prósent og í svona erfiðum leikjum þá eru það svona hlutir sem skiptir máli. Djöfull er ég sáttur með stuðningsmennina.“
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann mikilvægan þriggja marka sigur á Egyptum, 27-24, í fyrsta leik sínum í milliriðli á heimsmeistaramótinu í handbolta. Íslenska liðið hefur þar með unnið fjórða fyrstu leiki sína á mótinu. 22. janúar 2025 21:36 „Kannski er ég orðinn frekur“ „Þetta var frábær sigur, frábær leikur hjá mínu liði. Við náðum að fylgja eftir frábærri frammistöðu og það er mikilvægt að gera hlutina ekki bara einu sinni heldur aftur,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari strax eftir sigurinn gegn Egyptum í kvöld, á HM í handbolta. 22. janúar 2025 21:20 Mest lesið HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti Fleiri fréttir Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Sjá meira
Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann mikilvægan þriggja marka sigur á Egyptum, 27-24, í fyrsta leik sínum í milliriðli á heimsmeistaramótinu í handbolta. Íslenska liðið hefur þar með unnið fjórða fyrstu leiki sína á mótinu. 22. janúar 2025 21:36
„Kannski er ég orðinn frekur“ „Þetta var frábær sigur, frábær leikur hjá mínu liði. Við náðum að fylgja eftir frábærri frammistöðu og það er mikilvægt að gera hlutina ekki bara einu sinni heldur aftur,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari strax eftir sigurinn gegn Egyptum í kvöld, á HM í handbolta. 22. janúar 2025 21:20