„Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Sindri Sverrisson skrifar 22. janúar 2025 21:39 Systkinin sátt. Vísir/Vilhelm „Við vorum að vinna Egypta! Við þurfum að átta okkur á í hvaða stöðu við erum komnir! Við erum komnir með sex stig og maður er að bilast af jákvæðni núna,“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson, í skýjunum eftir frábæran sigur gegn Egyptum á HM í handbolta í kvöld. Ísland var 13-9 yfir eftir fyrri hálfleik og hleypti Egyptum aldrei of nærri sér í seinni hálfleik, og vann að lokum þriggja marka sigur, 27-24. Liðið er því efst í milliriðli IV með sex stig og í góðri stöðu upp á að komast í 8-liða úrslitin. „Þetta var ekkert sturlaður leikur hjá okkur en samt vorum við með þægilega forystu allan tímann. Ég ætla ekki að segja að þetta hafi verið í „cruise control“, en við gerðum okkar. Auðvitað eru hlutir sem þarf að fínpússa og þeir eru klókir allan tímann. Síðan eru nokkur færi sem fóru forgörðum hjá okkur. Þetta er leikur mistaka og það lið sem gerir færri endar sem sigurvegari. Mér fannst við nokkuð yfirvegaðir í dag, og flottir,“ sagði Gísli. Viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Gísli eftir sigurinn gegn Egyptum „Pirrandi að þurfa alltaf að gera eitthvað úr hlutunum“ Gísli gerði hverja árásina á fætur annarri á vörn Egypta en fannst hann ekki alltaf uppskera eins og til var sáð, vegna þýska dómaraparsins: „Það fer svakalega í taugarnar á mér að þeir leyfi ekki leiknum að fljóta aðeins lengur. Mér fannst svakalega mikið um að þeir fengju að gera aðeins meira, og beðið með flautið, en svo var það öfugt hjá okkur. Það var alveg 2-3 sinnum þar sem það var klárt víti en eins og þeir hefðu tekið fyrir fram ákvörðun um að dæma ekki víti. Það er margt í þessu auðvitað, en maður þarf bara að halda áfram. Ef við gerum okkar hundrað prósent eru okkur allir vegir færir,“ sagði Gísli og hélt áfram: „Það er pirrandi að þurfa alltaf að gera eitthvað úr hlutunum til að fá eitthvað. En í Guðanna bænum, hvað er í gangi? Ég er jákvæður hérna! Króatar eru næsti leikur, hérna í Zagreb. Ég veit ekki hvað höllin hérna tekur marga en ég er ógeðslega spenntur fyrir andrúmsloftinu sem verður hérna,“ sagði Gísli sem eins og allir Íslendingar bíður nú afar spenntur fyrir leiknum við Króata á föstudagskvöld. Gæsahúð allan tímann vegna áhorfenda Þar vonast Hafnfirðingurinn eftir sams konar stuðningi og í kvöld en hann var hæstánægður með íslensku áhorfendurna: „Gæsahúð, án gríns, allan tímann. Þau mættu með hnefann uppi og að sjá þennan bláa vegg í horninu er alveg geðveikt. Það gefur okkur þessi extra prósent og í svona erfiðum leikjum þá eru það svona hlutir sem skiptir máli. Djöfull er ég sáttur með stuðningsmennina.“ Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann mikilvægan þriggja marka sigur á Egyptum, 27-24, í fyrsta leik sínum í milliriðli á heimsmeistaramótinu í handbolta. Íslenska liðið hefur þar með unnið fjórða fyrstu leiki sína á mótinu. 22. janúar 2025 21:36 „Kannski er ég orðinn frekur“ „Þetta var frábær sigur, frábær leikur hjá mínu liði. Við náðum að fylgja eftir frábærri frammistöðu og það er mikilvægt að gera hlutina ekki bara einu sinni heldur aftur,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari strax eftir sigurinn gegn Egyptum í kvöld, á HM í handbolta. 22. janúar 2025 21:20 Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Sjá meira
Ísland var 13-9 yfir eftir fyrri hálfleik og hleypti Egyptum aldrei of nærri sér í seinni hálfleik, og vann að lokum þriggja marka sigur, 27-24. Liðið er því efst í milliriðli IV með sex stig og í góðri stöðu upp á að komast í 8-liða úrslitin. „Þetta var ekkert sturlaður leikur hjá okkur en samt vorum við með þægilega forystu allan tímann. Ég ætla ekki að segja að þetta hafi verið í „cruise control“, en við gerðum okkar. Auðvitað eru hlutir sem þarf að fínpússa og þeir eru klókir allan tímann. Síðan eru nokkur færi sem fóru forgörðum hjá okkur. Þetta er leikur mistaka og það lið sem gerir færri endar sem sigurvegari. Mér fannst við nokkuð yfirvegaðir í dag, og flottir,“ sagði Gísli. Viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Gísli eftir sigurinn gegn Egyptum „Pirrandi að þurfa alltaf að gera eitthvað úr hlutunum“ Gísli gerði hverja árásina á fætur annarri á vörn Egypta en fannst hann ekki alltaf uppskera eins og til var sáð, vegna þýska dómaraparsins: „Það fer svakalega í taugarnar á mér að þeir leyfi ekki leiknum að fljóta aðeins lengur. Mér fannst svakalega mikið um að þeir fengju að gera aðeins meira, og beðið með flautið, en svo var það öfugt hjá okkur. Það var alveg 2-3 sinnum þar sem það var klárt víti en eins og þeir hefðu tekið fyrir fram ákvörðun um að dæma ekki víti. Það er margt í þessu auðvitað, en maður þarf bara að halda áfram. Ef við gerum okkar hundrað prósent eru okkur allir vegir færir,“ sagði Gísli og hélt áfram: „Það er pirrandi að þurfa alltaf að gera eitthvað úr hlutunum til að fá eitthvað. En í Guðanna bænum, hvað er í gangi? Ég er jákvæður hérna! Króatar eru næsti leikur, hérna í Zagreb. Ég veit ekki hvað höllin hérna tekur marga en ég er ógeðslega spenntur fyrir andrúmsloftinu sem verður hérna,“ sagði Gísli sem eins og allir Íslendingar bíður nú afar spenntur fyrir leiknum við Króata á föstudagskvöld. Gæsahúð allan tímann vegna áhorfenda Þar vonast Hafnfirðingurinn eftir sams konar stuðningi og í kvöld en hann var hæstánægður með íslensku áhorfendurna: „Gæsahúð, án gríns, allan tímann. Þau mættu með hnefann uppi og að sjá þennan bláa vegg í horninu er alveg geðveikt. Það gefur okkur þessi extra prósent og í svona erfiðum leikjum þá eru það svona hlutir sem skiptir máli. Djöfull er ég sáttur með stuðningsmennina.“
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann mikilvægan þriggja marka sigur á Egyptum, 27-24, í fyrsta leik sínum í milliriðli á heimsmeistaramótinu í handbolta. Íslenska liðið hefur þar með unnið fjórða fyrstu leiki sína á mótinu. 22. janúar 2025 21:36 „Kannski er ég orðinn frekur“ „Þetta var frábær sigur, frábær leikur hjá mínu liði. Við náðum að fylgja eftir frábærri frammistöðu og það er mikilvægt að gera hlutina ekki bara einu sinni heldur aftur,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari strax eftir sigurinn gegn Egyptum í kvöld, á HM í handbolta. 22. janúar 2025 21:20 Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Sjá meira
Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann mikilvægan þriggja marka sigur á Egyptum, 27-24, í fyrsta leik sínum í milliriðli á heimsmeistaramótinu í handbolta. Íslenska liðið hefur þar með unnið fjórða fyrstu leiki sína á mótinu. 22. janúar 2025 21:36
„Kannski er ég orðinn frekur“ „Þetta var frábær sigur, frábær leikur hjá mínu liði. Við náðum að fylgja eftir frábærri frammistöðu og það er mikilvægt að gera hlutina ekki bara einu sinni heldur aftur,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari strax eftir sigurinn gegn Egyptum í kvöld, á HM í handbolta. 22. janúar 2025 21:20