Handbolti

Noregur marði Spán

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Úr leik kvöldsins.
Úr leik kvöldsins. EPA-EFE/Beate Oma Dahle

Noregur vann Spán með minnsta mun á HM karla í handbolta, lokatölur 25-24.

Leikurinn var æsispennandi en lengi vel út leit fyrir að Spánverjar færu með sigur af hólmi. Leiddu þeir til að mynda með tveimur mörkum þegar aðeins átta mínútur lifðu leiks.

Norðmönnum tókst hins vegar að snúa dæminu við og merja eins marks sigur.

Tobias Grondahl var markahæstur í liði Noregs með sjö mörk ásamt því að taka gefa tvær stoðsendingar. Imanol Garciandia Alustiza var markahæstur hjá Spáni með sex mörk. Hann gaf einnig þrjár stoðsendingar.

Bæði lið eru með tvö stig í milliriðli III og halda í vonina um að enda í efstu tveimur sætum riðilsins. Efstu tvö lið milliriðilsins fara í 8-liða úrslit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×