Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 22. janúar 2025 16:48 Ross Ulbricht hefur verið náðaður. Ákæruvaldið gegn honum fullyrti á sínum tíma að eiturlyf hefðu verið seld fyrir upphæð sem samsvarar þrjátíu milljörðum íslenskra króna á meðan vefurinn Silkileiðin var í loftinu. Free Ross Ulbricht Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, í gær að hann hafi náðað Ross Ulbricht, forsprakka vefsins Silk Road. Honum var sleppt úr fangelsi strax í gærkvöldi. Ulbricht hlaut lífstíðardóm árið 2015 fyrir eiturlyfjasölu og peningaþvætti, en dómurinn hefur verið sagður yfirdrifinn, þar á meðal af Trump í færslu sinni á Truth Social. „Úrþvættin sem unnu að því að sakfella hann voru sumir af geðsjúklingunum sem tóku þátt í nútímavopnvæðingu ríkisstjórnarinnar gegn mér. Hann var dæmdur í tvöfalt lífstíðarfangelsi, og fjörutíu ár til viðbótar. Út í hött!“ Ross Ulbricht gekk undir nafninu Dread Pirate Roberts á vefnum sem hann setti á laggirnar árið 2011 og stóð á bak við hann þar til hann var handtekinn á almenningsbókasafni í San Francisco árið 2013. Þar taldi hann að hann væri á netspjalli við samstarfsmann sinn en var í raun að spjalla við flugumann bandarísku alríkislögreglunnar. Á vefnum gekk ýmis ólöglegur varningur kaupum og sölum, aðallega eiturlyf en einnig vopn og stolin vegabréf. Ulbricht var einnig sakaður um að hafa lagt á ráðin um sex launmorð, þar af eitt á fyrrverandi starfsmanni Silkileiðarinnar, en ekki tókst að sýna fram á að neitt þeirra hafi verið framið í raun og veru. Starfsemi Silkileiðarinnar teygði anga sína til Íslands en vefurinn reyndist vera hýstur hérlendis. Lögregluyfirvöld aðstoðuðu á sínum tíma bandarísku alríkislögregluna við rannsókn á starfsemi síðunnar. Viðskiptin fóru fram með Bitcoin snemma á æviskeiði rafmynta og er Ulbricht af mörgum talinn brautryðjandi fyrir gjaldmiðilinn. Samkvæmt frétt Reuters var Silkileiðin notuð af að minnsta kosti hundrað þúsund manns til að kaupa og selja fíkniefni og aðrar ólöglegar vörur og þjónustu fyrir að minnsta kosti 214 milljónir dala. Það samsvarar um þrjátíu milljörðum króna. Huldunetið eða dark web er hluti internetsins sem einungis er hægt að heimsækja þar tilgerðum vafra, í tilfelli Silkileiðarinnar var það vafrinn Tor. Nær ómögulegt er að rekja notendur sem vafra um huldunetið og er hann því m.a. nýttur í ýmsa ólöglega starfsemi. Lögmaður Ulbrichts sagði náðun Trumps veita honum tækifæri til að hefja nýtt líf og leggja eitthvað gott til samfélagsins. Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Íslendingar notuðu eBay fíkniefnaheimsins Eitt stærsta fíkniefna-markaðssvæði á internetinu, oft kallað eBay fíkniefnaheimsins, notaði íslensk gagnaver til að fela slóð sína. Mörg dæmi eru um að íslenskir fíkniefnaneytendur hafi nýtt sér þessa þjónustu hér á landi. 9. október 2013 18:47 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Sjá meira
Ulbricht hlaut lífstíðardóm árið 2015 fyrir eiturlyfjasölu og peningaþvætti, en dómurinn hefur verið sagður yfirdrifinn, þar á meðal af Trump í færslu sinni á Truth Social. „Úrþvættin sem unnu að því að sakfella hann voru sumir af geðsjúklingunum sem tóku þátt í nútímavopnvæðingu ríkisstjórnarinnar gegn mér. Hann var dæmdur í tvöfalt lífstíðarfangelsi, og fjörutíu ár til viðbótar. Út í hött!“ Ross Ulbricht gekk undir nafninu Dread Pirate Roberts á vefnum sem hann setti á laggirnar árið 2011 og stóð á bak við hann þar til hann var handtekinn á almenningsbókasafni í San Francisco árið 2013. Þar taldi hann að hann væri á netspjalli við samstarfsmann sinn en var í raun að spjalla við flugumann bandarísku alríkislögreglunnar. Á vefnum gekk ýmis ólöglegur varningur kaupum og sölum, aðallega eiturlyf en einnig vopn og stolin vegabréf. Ulbricht var einnig sakaður um að hafa lagt á ráðin um sex launmorð, þar af eitt á fyrrverandi starfsmanni Silkileiðarinnar, en ekki tókst að sýna fram á að neitt þeirra hafi verið framið í raun og veru. Starfsemi Silkileiðarinnar teygði anga sína til Íslands en vefurinn reyndist vera hýstur hérlendis. Lögregluyfirvöld aðstoðuðu á sínum tíma bandarísku alríkislögregluna við rannsókn á starfsemi síðunnar. Viðskiptin fóru fram með Bitcoin snemma á æviskeiði rafmynta og er Ulbricht af mörgum talinn brautryðjandi fyrir gjaldmiðilinn. Samkvæmt frétt Reuters var Silkileiðin notuð af að minnsta kosti hundrað þúsund manns til að kaupa og selja fíkniefni og aðrar ólöglegar vörur og þjónustu fyrir að minnsta kosti 214 milljónir dala. Það samsvarar um þrjátíu milljörðum króna. Huldunetið eða dark web er hluti internetsins sem einungis er hægt að heimsækja þar tilgerðum vafra, í tilfelli Silkileiðarinnar var það vafrinn Tor. Nær ómögulegt er að rekja notendur sem vafra um huldunetið og er hann því m.a. nýttur í ýmsa ólöglega starfsemi. Lögmaður Ulbrichts sagði náðun Trumps veita honum tækifæri til að hefja nýtt líf og leggja eitthvað gott til samfélagsins.
Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Íslendingar notuðu eBay fíkniefnaheimsins Eitt stærsta fíkniefna-markaðssvæði á internetinu, oft kallað eBay fíkniefnaheimsins, notaði íslensk gagnaver til að fela slóð sína. Mörg dæmi eru um að íslenskir fíkniefnaneytendur hafi nýtt sér þessa þjónustu hér á landi. 9. október 2013 18:47 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Sjá meira
Íslendingar notuðu eBay fíkniefnaheimsins Eitt stærsta fíkniefna-markaðssvæði á internetinu, oft kallað eBay fíkniefnaheimsins, notaði íslensk gagnaver til að fela slóð sína. Mörg dæmi eru um að íslenskir fíkniefnaneytendur hafi nýtt sér þessa þjónustu hér á landi. 9. október 2013 18:47