Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 22. janúar 2025 16:48 Ross Ulbricht hefur verið náðaður. Ákæruvaldið gegn honum fullyrti á sínum tíma að eiturlyf hefðu verið seld fyrir upphæð sem samsvarar þrjátíu milljörðum íslenskra króna á meðan vefurinn Silkileiðin var í loftinu. Free Ross Ulbricht Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, í gær að hann hafi náðað Ross Ulbricht, forsprakka vefsins Silk Road. Honum var sleppt úr fangelsi strax í gærkvöldi. Ulbricht hlaut lífstíðardóm árið 2015 fyrir eiturlyfjasölu og peningaþvætti, en dómurinn hefur verið sagður yfirdrifinn, þar á meðal af Trump í færslu sinni á Truth Social. „Úrþvættin sem unnu að því að sakfella hann voru sumir af geðsjúklingunum sem tóku þátt í nútímavopnvæðingu ríkisstjórnarinnar gegn mér. Hann var dæmdur í tvöfalt lífstíðarfangelsi, og fjörutíu ár til viðbótar. Út í hött!“ Ross Ulbricht gekk undir nafninu Dread Pirate Roberts á vefnum sem hann setti á laggirnar árið 2011 og stóð á bak við hann þar til hann var handtekinn á almenningsbókasafni í San Francisco árið 2013. Þar taldi hann að hann væri á netspjalli við samstarfsmann sinn en var í raun að spjalla við flugumann bandarísku alríkislögreglunnar. Á vefnum gekk ýmis ólöglegur varningur kaupum og sölum, aðallega eiturlyf en einnig vopn og stolin vegabréf. Ulbricht var einnig sakaður um að hafa lagt á ráðin um sex launmorð, þar af eitt á fyrrverandi starfsmanni Silkileiðarinnar, en ekki tókst að sýna fram á að neitt þeirra hafi verið framið í raun og veru. Starfsemi Silkileiðarinnar teygði anga sína til Íslands en vefurinn reyndist vera hýstur hérlendis. Lögregluyfirvöld aðstoðuðu á sínum tíma bandarísku alríkislögregluna við rannsókn á starfsemi síðunnar. Viðskiptin fóru fram með Bitcoin snemma á æviskeiði rafmynta og er Ulbricht af mörgum talinn brautryðjandi fyrir gjaldmiðilinn. Samkvæmt frétt Reuters var Silkileiðin notuð af að minnsta kosti hundrað þúsund manns til að kaupa og selja fíkniefni og aðrar ólöglegar vörur og þjónustu fyrir að minnsta kosti 214 milljónir dala. Það samsvarar um þrjátíu milljörðum króna. Huldunetið eða dark web er hluti internetsins sem einungis er hægt að heimsækja þar tilgerðum vafra, í tilfelli Silkileiðarinnar var það vafrinn Tor. Nær ómögulegt er að rekja notendur sem vafra um huldunetið og er hann því m.a. nýttur í ýmsa ólöglega starfsemi. Lögmaður Ulbrichts sagði náðun Trumps veita honum tækifæri til að hefja nýtt líf og leggja eitthvað gott til samfélagsins. Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Íslendingar notuðu eBay fíkniefnaheimsins Eitt stærsta fíkniefna-markaðssvæði á internetinu, oft kallað eBay fíkniefnaheimsins, notaði íslensk gagnaver til að fela slóð sína. Mörg dæmi eru um að íslenskir fíkniefnaneytendur hafi nýtt sér þessa þjónustu hér á landi. 9. október 2013 18:47 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Sjá meira
Ulbricht hlaut lífstíðardóm árið 2015 fyrir eiturlyfjasölu og peningaþvætti, en dómurinn hefur verið sagður yfirdrifinn, þar á meðal af Trump í færslu sinni á Truth Social. „Úrþvættin sem unnu að því að sakfella hann voru sumir af geðsjúklingunum sem tóku þátt í nútímavopnvæðingu ríkisstjórnarinnar gegn mér. Hann var dæmdur í tvöfalt lífstíðarfangelsi, og fjörutíu ár til viðbótar. Út í hött!“ Ross Ulbricht gekk undir nafninu Dread Pirate Roberts á vefnum sem hann setti á laggirnar árið 2011 og stóð á bak við hann þar til hann var handtekinn á almenningsbókasafni í San Francisco árið 2013. Þar taldi hann að hann væri á netspjalli við samstarfsmann sinn en var í raun að spjalla við flugumann bandarísku alríkislögreglunnar. Á vefnum gekk ýmis ólöglegur varningur kaupum og sölum, aðallega eiturlyf en einnig vopn og stolin vegabréf. Ulbricht var einnig sakaður um að hafa lagt á ráðin um sex launmorð, þar af eitt á fyrrverandi starfsmanni Silkileiðarinnar, en ekki tókst að sýna fram á að neitt þeirra hafi verið framið í raun og veru. Starfsemi Silkileiðarinnar teygði anga sína til Íslands en vefurinn reyndist vera hýstur hérlendis. Lögregluyfirvöld aðstoðuðu á sínum tíma bandarísku alríkislögregluna við rannsókn á starfsemi síðunnar. Viðskiptin fóru fram með Bitcoin snemma á æviskeiði rafmynta og er Ulbricht af mörgum talinn brautryðjandi fyrir gjaldmiðilinn. Samkvæmt frétt Reuters var Silkileiðin notuð af að minnsta kosti hundrað þúsund manns til að kaupa og selja fíkniefni og aðrar ólöglegar vörur og þjónustu fyrir að minnsta kosti 214 milljónir dala. Það samsvarar um þrjátíu milljörðum króna. Huldunetið eða dark web er hluti internetsins sem einungis er hægt að heimsækja þar tilgerðum vafra, í tilfelli Silkileiðarinnar var það vafrinn Tor. Nær ómögulegt er að rekja notendur sem vafra um huldunetið og er hann því m.a. nýttur í ýmsa ólöglega starfsemi. Lögmaður Ulbrichts sagði náðun Trumps veita honum tækifæri til að hefja nýtt líf og leggja eitthvað gott til samfélagsins.
Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Íslendingar notuðu eBay fíkniefnaheimsins Eitt stærsta fíkniefna-markaðssvæði á internetinu, oft kallað eBay fíkniefnaheimsins, notaði íslensk gagnaver til að fela slóð sína. Mörg dæmi eru um að íslenskir fíkniefnaneytendur hafi nýtt sér þessa þjónustu hér á landi. 9. október 2013 18:47 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Sjá meira
Íslendingar notuðu eBay fíkniefnaheimsins Eitt stærsta fíkniefna-markaðssvæði á internetinu, oft kallað eBay fíkniefnaheimsins, notaði íslensk gagnaver til að fela slóð sína. Mörg dæmi eru um að íslenskir fíkniefnaneytendur hafi nýtt sér þessa þjónustu hér á landi. 9. október 2013 18:47
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila