Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 22. janúar 2025 16:48 Ross Ulbricht hefur verið náðaður. Ákæruvaldið gegn honum fullyrti á sínum tíma að eiturlyf hefðu verið seld fyrir upphæð sem samsvarar þrjátíu milljörðum íslenskra króna á meðan vefurinn Silkileiðin var í loftinu. Free Ross Ulbricht Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, í gær að hann hafi náðað Ross Ulbricht, forsprakka vefsins Silk Road. Honum var sleppt úr fangelsi strax í gærkvöldi. Ulbricht hlaut lífstíðardóm árið 2015 fyrir eiturlyfjasölu og peningaþvætti, en dómurinn hefur verið sagður yfirdrifinn, þar á meðal af Trump í færslu sinni á Truth Social. „Úrþvættin sem unnu að því að sakfella hann voru sumir af geðsjúklingunum sem tóku þátt í nútímavopnvæðingu ríkisstjórnarinnar gegn mér. Hann var dæmdur í tvöfalt lífstíðarfangelsi, og fjörutíu ár til viðbótar. Út í hött!“ Ross Ulbricht gekk undir nafninu Dread Pirate Roberts á vefnum sem hann setti á laggirnar árið 2011 og stóð á bak við hann þar til hann var handtekinn á almenningsbókasafni í San Francisco árið 2013. Þar taldi hann að hann væri á netspjalli við samstarfsmann sinn en var í raun að spjalla við flugumann bandarísku alríkislögreglunnar. Á vefnum gekk ýmis ólöglegur varningur kaupum og sölum, aðallega eiturlyf en einnig vopn og stolin vegabréf. Ulbricht var einnig sakaður um að hafa lagt á ráðin um sex launmorð, þar af eitt á fyrrverandi starfsmanni Silkileiðarinnar, en ekki tókst að sýna fram á að neitt þeirra hafi verið framið í raun og veru. Starfsemi Silkileiðarinnar teygði anga sína til Íslands en vefurinn reyndist vera hýstur hérlendis. Lögregluyfirvöld aðstoðuðu á sínum tíma bandarísku alríkislögregluna við rannsókn á starfsemi síðunnar. Viðskiptin fóru fram með Bitcoin snemma á æviskeiði rafmynta og er Ulbricht af mörgum talinn brautryðjandi fyrir gjaldmiðilinn. Samkvæmt frétt Reuters var Silkileiðin notuð af að minnsta kosti hundrað þúsund manns til að kaupa og selja fíkniefni og aðrar ólöglegar vörur og þjónustu fyrir að minnsta kosti 214 milljónir dala. Það samsvarar um þrjátíu milljörðum króna. Huldunetið eða dark web er hluti internetsins sem einungis er hægt að heimsækja þar tilgerðum vafra, í tilfelli Silkileiðarinnar var það vafrinn Tor. Nær ómögulegt er að rekja notendur sem vafra um huldunetið og er hann því m.a. nýttur í ýmsa ólöglega starfsemi. Lögmaður Ulbrichts sagði náðun Trumps veita honum tækifæri til að hefja nýtt líf og leggja eitthvað gott til samfélagsins. Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Íslendingar notuðu eBay fíkniefnaheimsins Eitt stærsta fíkniefna-markaðssvæði á internetinu, oft kallað eBay fíkniefnaheimsins, notaði íslensk gagnaver til að fela slóð sína. Mörg dæmi eru um að íslenskir fíkniefnaneytendur hafi nýtt sér þessa þjónustu hér á landi. 9. október 2013 18:47 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Ulbricht hlaut lífstíðardóm árið 2015 fyrir eiturlyfjasölu og peningaþvætti, en dómurinn hefur verið sagður yfirdrifinn, þar á meðal af Trump í færslu sinni á Truth Social. „Úrþvættin sem unnu að því að sakfella hann voru sumir af geðsjúklingunum sem tóku þátt í nútímavopnvæðingu ríkisstjórnarinnar gegn mér. Hann var dæmdur í tvöfalt lífstíðarfangelsi, og fjörutíu ár til viðbótar. Út í hött!“ Ross Ulbricht gekk undir nafninu Dread Pirate Roberts á vefnum sem hann setti á laggirnar árið 2011 og stóð á bak við hann þar til hann var handtekinn á almenningsbókasafni í San Francisco árið 2013. Þar taldi hann að hann væri á netspjalli við samstarfsmann sinn en var í raun að spjalla við flugumann bandarísku alríkislögreglunnar. Á vefnum gekk ýmis ólöglegur varningur kaupum og sölum, aðallega eiturlyf en einnig vopn og stolin vegabréf. Ulbricht var einnig sakaður um að hafa lagt á ráðin um sex launmorð, þar af eitt á fyrrverandi starfsmanni Silkileiðarinnar, en ekki tókst að sýna fram á að neitt þeirra hafi verið framið í raun og veru. Starfsemi Silkileiðarinnar teygði anga sína til Íslands en vefurinn reyndist vera hýstur hérlendis. Lögregluyfirvöld aðstoðuðu á sínum tíma bandarísku alríkislögregluna við rannsókn á starfsemi síðunnar. Viðskiptin fóru fram með Bitcoin snemma á æviskeiði rafmynta og er Ulbricht af mörgum talinn brautryðjandi fyrir gjaldmiðilinn. Samkvæmt frétt Reuters var Silkileiðin notuð af að minnsta kosti hundrað þúsund manns til að kaupa og selja fíkniefni og aðrar ólöglegar vörur og þjónustu fyrir að minnsta kosti 214 milljónir dala. Það samsvarar um þrjátíu milljörðum króna. Huldunetið eða dark web er hluti internetsins sem einungis er hægt að heimsækja þar tilgerðum vafra, í tilfelli Silkileiðarinnar var það vafrinn Tor. Nær ómögulegt er að rekja notendur sem vafra um huldunetið og er hann því m.a. nýttur í ýmsa ólöglega starfsemi. Lögmaður Ulbrichts sagði náðun Trumps veita honum tækifæri til að hefja nýtt líf og leggja eitthvað gott til samfélagsins.
Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Íslendingar notuðu eBay fíkniefnaheimsins Eitt stærsta fíkniefna-markaðssvæði á internetinu, oft kallað eBay fíkniefnaheimsins, notaði íslensk gagnaver til að fela slóð sína. Mörg dæmi eru um að íslenskir fíkniefnaneytendur hafi nýtt sér þessa þjónustu hér á landi. 9. október 2013 18:47 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Íslendingar notuðu eBay fíkniefnaheimsins Eitt stærsta fíkniefna-markaðssvæði á internetinu, oft kallað eBay fíkniefnaheimsins, notaði íslensk gagnaver til að fela slóð sína. Mörg dæmi eru um að íslenskir fíkniefnaneytendur hafi nýtt sér þessa þjónustu hér á landi. 9. október 2013 18:47