Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar 22. janúar 2025 15:02 Ég hélt að ég gæti ekki misst álitið enn meira á „kerfinu“ á þessu landi. Þið vitið, á sama hátt og maður missir trúna á fullorðna fólkinu þegar maður hættir að vera barn og áttar sig á að enginn er fullkominn og veit nákvæmlega hvernig á að gera hlutina. Allir eru bara að gera sitt besta. Það er langt síðan ég áttaði mig á því að ráðamenn og forstjórar eru alveg jafn mikið „bara“ fólk eins og allir aðrir. En ég hélt þó að það væru ákveðnir hlutir sem ekki yrði deilt um. Grundvallar hornsteinn samfélagsins er fullyrðingin: Með lögum skal land byggja. Réttur almennings til að taka þátt í lýðræðissamfélagi, með þátttöku í samráði eða með kærum yfirvalda eða dómstóla, er einn af máttarstólpunum í réttlátu, frjálsu og opnu samfélagi. Dómstólar taka fyrir kærur og dæma. Dómstólar eru meðal hornsteina lýðræðisins og mikilvægt að bera virðingu fyrir þeim. Þeir gegna því grundvallar hlutverki að veita stjórnvöldum og löggjafanum aðhald. Það er erfitt að bera traust til og virðingu fyrir þeim sem nú koma fram og tjá sig um dóm Héraðsdóms af mikilli vandlætingu. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir niðurstöðu dómsins ranga. Sveitarfélagið segir ekkert mál að halda áfram með framkvæmdir því vatnshlotið (gæði vatnsins og lífríkisins) muni ekki skaðast fyrr en á seinni stigum framkvæmdarinnar hvort eð er. Landeigendur við Þjórsá höfðuðu mál á hendur ríkinu og Landsvirkjun þar sem dregin er í efa réttur Umhverfisstofnunartil þess að veita undanþágu til þess að breyta farvegi og þar með skaða lífríki vatns(hlotsisns) vegna byggingar Hvammsvirkjunar. Samkvæmt Evróputilskipuninni má einungis skaða vatnshlot á grundvelli brýnna almannahagsmuna. Það eru nefnilega einnig almannahagsmunir að lífríkinu sé þyrmt. Niðurstaða dómsins er að Umhverfisstofnun hefur ekki heimild til þess að veita þessa undanþágu á Íslandi. Um það snýst hann. Dómurinn tók því miður ekki afstöðu til téðra almannahagsmuna um verndun lífríkisins en það er mjög skýrt í 18. gr laga um vatnamál að ef veita á undanþágu verða slíkir almannahagmunir að vera skýrir og eru forsenda þess að veita megi slíkar undanþágur. Réttlæting Landsvirkjunar fyrir því að reisa Hvammsvirkjun hefur að mestu snúist um mikilvægi virkjunarinnar í loftslagsmálum, að okkur vanti orku til að vinda ofan af jarðefnaeldsneytisnotkun. Snæbjörn Guðmundsson formaður Náttúrugriða tók saman þá orkusölusamninga sem gerðir hafa verið að undanförnu og þar bendir EKKERT til þess að orkan úr Hvammsvirkjun eigi að fara í sérstök loftslagsverkefni. Það er vel hægt að breyta lögum þannig að Umhverfisstofnun hafi leyfi til að veita títtnefndar undanþágur, en það er ekki þar með sagt að hún eigi að gera það bara sjálfkrafa, sama hvað. Landeigendur við Þjórsá eiga enn rétt á því að láta á það reyna, fyrir dómstólum hvort röksemdarfærslan um almannahagsmuni eigi við. Málinu er því hvergi nærri lokið. Ég spyr mig hvernig valdamikið fólk í samfélaginu getur haldið því fram að dómurinn sé einungis tafir, eða „slönguspil“. Það er hrein og klár kúgun að senda skilaboð til heimafóks á svæðinu að þau séu ekki að gera annað en að tefja. Þau sjónarmið að þessi virkjun kunni að vera of dýrkeypt fyrir náttúruna, og að ávinningurinn af henni sé ekki fórnarinnar virði, eiga líka fullkomlega rétt á sér. Dómstólar gegna því hlutverki að dæma í álitamálum og gera það eftir gildandi lögum og reglum. Það hefur héraðsdómarinn í þessu máli gert og þetta er niðurstaðan hvað sem gerist á æðri dómstigum. Fólkið sem sótti málið er sannarlega til, það er ekki huldufólk, og á að fá að verja sinn rétt og sína náttúru. Það eru mannréttindi. Höfundur er formaður Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður María Þorbjarnardóttir Deilur um Hvammsvirkjun Jarða- og lóðamál Umhverfismál Mest lesið Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Áskorun til borgarstjóra og bæjarstjóra Kópavogs Sigurður Gylfi Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hélt að ég gæti ekki misst álitið enn meira á „kerfinu“ á þessu landi. Þið vitið, á sama hátt og maður missir trúna á fullorðna fólkinu þegar maður hættir að vera barn og áttar sig á að enginn er fullkominn og veit nákvæmlega hvernig á að gera hlutina. Allir eru bara að gera sitt besta. Það er langt síðan ég áttaði mig á því að ráðamenn og forstjórar eru alveg jafn mikið „bara“ fólk eins og allir aðrir. En ég hélt þó að það væru ákveðnir hlutir sem ekki yrði deilt um. Grundvallar hornsteinn samfélagsins er fullyrðingin: Með lögum skal land byggja. Réttur almennings til að taka þátt í lýðræðissamfélagi, með þátttöku í samráði eða með kærum yfirvalda eða dómstóla, er einn af máttarstólpunum í réttlátu, frjálsu og opnu samfélagi. Dómstólar taka fyrir kærur og dæma. Dómstólar eru meðal hornsteina lýðræðisins og mikilvægt að bera virðingu fyrir þeim. Þeir gegna því grundvallar hlutverki að veita stjórnvöldum og löggjafanum aðhald. Það er erfitt að bera traust til og virðingu fyrir þeim sem nú koma fram og tjá sig um dóm Héraðsdóms af mikilli vandlætingu. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir niðurstöðu dómsins ranga. Sveitarfélagið segir ekkert mál að halda áfram með framkvæmdir því vatnshlotið (gæði vatnsins og lífríkisins) muni ekki skaðast fyrr en á seinni stigum framkvæmdarinnar hvort eð er. Landeigendur við Þjórsá höfðuðu mál á hendur ríkinu og Landsvirkjun þar sem dregin er í efa réttur Umhverfisstofnunartil þess að veita undanþágu til þess að breyta farvegi og þar með skaða lífríki vatns(hlotsisns) vegna byggingar Hvammsvirkjunar. Samkvæmt Evróputilskipuninni má einungis skaða vatnshlot á grundvelli brýnna almannahagsmuna. Það eru nefnilega einnig almannahagsmunir að lífríkinu sé þyrmt. Niðurstaða dómsins er að Umhverfisstofnun hefur ekki heimild til þess að veita þessa undanþágu á Íslandi. Um það snýst hann. Dómurinn tók því miður ekki afstöðu til téðra almannahagsmuna um verndun lífríkisins en það er mjög skýrt í 18. gr laga um vatnamál að ef veita á undanþágu verða slíkir almannahagmunir að vera skýrir og eru forsenda þess að veita megi slíkar undanþágur. Réttlæting Landsvirkjunar fyrir því að reisa Hvammsvirkjun hefur að mestu snúist um mikilvægi virkjunarinnar í loftslagsmálum, að okkur vanti orku til að vinda ofan af jarðefnaeldsneytisnotkun. Snæbjörn Guðmundsson formaður Náttúrugriða tók saman þá orkusölusamninga sem gerðir hafa verið að undanförnu og þar bendir EKKERT til þess að orkan úr Hvammsvirkjun eigi að fara í sérstök loftslagsverkefni. Það er vel hægt að breyta lögum þannig að Umhverfisstofnun hafi leyfi til að veita títtnefndar undanþágur, en það er ekki þar með sagt að hún eigi að gera það bara sjálfkrafa, sama hvað. Landeigendur við Þjórsá eiga enn rétt á því að láta á það reyna, fyrir dómstólum hvort röksemdarfærslan um almannahagsmuni eigi við. Málinu er því hvergi nærri lokið. Ég spyr mig hvernig valdamikið fólk í samfélaginu getur haldið því fram að dómurinn sé einungis tafir, eða „slönguspil“. Það er hrein og klár kúgun að senda skilaboð til heimafóks á svæðinu að þau séu ekki að gera annað en að tefja. Þau sjónarmið að þessi virkjun kunni að vera of dýrkeypt fyrir náttúruna, og að ávinningurinn af henni sé ekki fórnarinnar virði, eiga líka fullkomlega rétt á sér. Dómstólar gegna því hlutverki að dæma í álitamálum og gera það eftir gildandi lögum og reglum. Það hefur héraðsdómarinn í þessu máli gert og þetta er niðurstaðan hvað sem gerist á æðri dómstigum. Fólkið sem sótti málið er sannarlega til, það er ekki huldufólk, og á að fá að verja sinn rétt og sína náttúru. Það eru mannréttindi. Höfundur er formaður Landverndar.
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun