Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar 22. janúar 2025 11:33 Íslenskt hagkerfi stendur á áhugaverðum krossgötum um þessar mundir. Árið 2024 var sögulegt þar sem útflutningur hugverkaiðnaðar fór yfir 300 milljarða og festi greinin sig þannig rækilega í sessi sem fjórða stoðin í útflutningsverðmætum landsins. En við erum bara rétt að byrja. Á dögunum hélt undirritaður erindi á Skattadegi Deloitte, Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins. Þar voru eftirfarandi skilaboð sett fram. Lífsgæði Íslendinga eru samofin vexti útflutningsgreinanna Hugverkaiðnaður hefur ótakmarkaða vaxtarmöguleika Ný ríkisstjórn er í dauðafæri að halda áfram að gera gott starfsumhverfi enn betra og sjá verðmætasköpun af hugverkum vaxa umtalsvert á næstu árum. Verðmætasköpun í útflutningsdrifnu hagkerfi Sagan getur verið mikilvæg þegar staðan er metin og horft er fram á veginn. Ekki þarf að horfa langt til baka til að minna sig á að Ísland var eitt sinn eitt af fátækustu löndum Evrópu. Í raun var það bara fyrir einni kynslóð síðan. Staðan eftir seinni heimsstyrjöldina var akkúrat þannig. Íslendingum lánaðist að setja verðmætasköpun og útflutningsgreinar í forgang, og þannig ná, á aðeins einni kynslóð, að koma landinu í hóp ríkustu þjóða heimsins. Okkar litla hagkerfi er útflutningsdrifið. Það þýðir að lífskjör og velferð þjóðarinnar er háð þeim verðmætum sem við náum að skapa - og flytja út og selja. Við útflutning verðmæta skapast gjaldeyristekjur sem nýtast svo aftur til að fjármagna innflutning á vörum og þjónustu. Aukin verðmætasköpun með útflutningi leiðir svo aftur til meiri atvinnu og hærri launa sem þannig styrkir kaupmátt almennings og eykur getur ríkisins til að fjárfesta í innviðum og þjónustu. Fjölbreyttur útflutningur eykur stöðugleika og dregur þannig úr hagsveiflum. Eftir seinni heimsstyrjöldina tókst Íslendingum að þróa hér blómlegan sjávarútveg, byggja upp orkusækinn iðnað á heimsmælikvarða og skapa sérstöðu í ferðamálum. Sumsé - okkur hefur lánast að nýta náttúruauðlindir okkar til að skapa verðmæti, flytja þau út, og auka lífsgæði þjóðarinnar. Ef ég ber saman lífsgæðin sem foreldrar mínir ólust upp við og svo þau sem börnin mín njóta - þá er ekki líku saman að jafna. Grunnurinn að okkar lífsgæðum var lagður með verðmætasköpun og útflutningi. Hvorki er ég sagnfræðingur né hagfræðingur - en Seðlabanki Íslands hefur meðal annars skrifað um að útflutningur hefur verið drifkrafturinn í efnahagsbatanum sl. 15 ár. Hagkerfi á krossgötum Víkjum nú aftur að krossgötunum. Á síðustu 80 árum hefur þjóðin sannarlega spilað vel úr þeim spilum sem henni voru gefin í formi náttúruauðlinda. En krossgöturnar sem við stöndum á núna eru þær að til að lífsgæði haldi áfram að aukast er nauðsynlegt að byggja frekari verðmætasköpun á fleira en náttúruauðlindum. Þar kemur hugvitið inn. Samtök iðnaðarins hafa ítrekað á síðustu árum bent á mikilvægi þess að auka verðmætasköpun úr öðru en auðlindadrifnum greinum. Þetta hefur svo sannarlega tekist! Frá árinu 2009 hafa stjórnvöld, þvert yfir pólitíska litrófið, stutt við nýsköpun og uppbyggingu hugverkaiðnaðar með margskonar hætti. Gáfuleg nýting skattkerfisins hefur hvatt fyrirtæki til að fjárfesta meira rannsóknum og þróun sem hefur svo aftur leitt til aukinnar samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja á alþjóðasviðinu - sérstaklega í hugverkaiðnaði. Á síðustu árum hafa margskonar aðgerðir verið settar fram sem styðja við stóraukinn útflutning íslensks hugvits. Þetta eru aðgerðir eins og skattalegir hvatar til fjárfestinga í rannsóknum og þróun, aðgerðir til að auka framboð fjármagn og fjárfestingar í nýsköpun, og ýmislegt annað undir skýrri stefnu stjórnvalda síðustu ára. Og hvað hefur gerst? Samtök iðnaðarins hafa sýnt fram á að útflutningstekjur hugverkaiðnaðar hafa tvöfaldast á fimm árum og nema nú ríflega 300 milljörðum króna. Fjárfesting íslenskra fyrirtækja í rannsóknum og þróun hefur aukist mikið í því hvetjandi umhverfi sem stjórnvöld hafa skapað. Þannig hafa orðið til leiðandi fyrirtæki á heimsvísu - í margskonar iðnaði. Má þar nefna lyfjaiðnað, tölvuleiki, lækningatæki og aðra hátækni. Stórkostlegir einhyrningar hafa orðið til og var Kerecis selt fyrir meira en 1 milljarð dollara! Afrekin eru mörg og þjóðin nýtur góðs af. Við erum rétt að byrja Hin spennandi tilhugsun er hins vegar þessi. Eðli hugverkaiðnaðar er það að tækifærin þar eru án takmarkana. Náttúruauðlindir eru í eðli sínu takmarkaðar og þó Ísland sé fremst í heiminum í sjálfbærri nýtingu sinna auðlinda þá er nú kominn sá tími þar sem verðmætin í hugverkum munu setja ný viðmið. Með áframhaldandi samvinnu stjórnvalda, fyrirtækja, menntastofnana, fjárfesta, og stuðningsumhverfis sé ég fátt því til fyrirstöðu að verðmætasköpun af hugverkum nái 1000 milljörðum innan skamms. Við þurfum að þétta aðeins í götin í núverandi stuðningsumhverfi og festa það í sessi og þá ættum við að sjá 100 vaxtarfyrirtæki ná þeim skriðþunga að flytja út verðmæti fyrir 1000 milljarða. Við erum bara rétt að byrja. Höfundur er framkvæmdastjóri Nox Medical og formaður Hugverkaráðs Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Íslenskt hagkerfi stendur á áhugaverðum krossgötum um þessar mundir. Árið 2024 var sögulegt þar sem útflutningur hugverkaiðnaðar fór yfir 300 milljarða og festi greinin sig þannig rækilega í sessi sem fjórða stoðin í útflutningsverðmætum landsins. En við erum bara rétt að byrja. Á dögunum hélt undirritaður erindi á Skattadegi Deloitte, Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins. Þar voru eftirfarandi skilaboð sett fram. Lífsgæði Íslendinga eru samofin vexti útflutningsgreinanna Hugverkaiðnaður hefur ótakmarkaða vaxtarmöguleika Ný ríkisstjórn er í dauðafæri að halda áfram að gera gott starfsumhverfi enn betra og sjá verðmætasköpun af hugverkum vaxa umtalsvert á næstu árum. Verðmætasköpun í útflutningsdrifnu hagkerfi Sagan getur verið mikilvæg þegar staðan er metin og horft er fram á veginn. Ekki þarf að horfa langt til baka til að minna sig á að Ísland var eitt sinn eitt af fátækustu löndum Evrópu. Í raun var það bara fyrir einni kynslóð síðan. Staðan eftir seinni heimsstyrjöldina var akkúrat þannig. Íslendingum lánaðist að setja verðmætasköpun og útflutningsgreinar í forgang, og þannig ná, á aðeins einni kynslóð, að koma landinu í hóp ríkustu þjóða heimsins. Okkar litla hagkerfi er útflutningsdrifið. Það þýðir að lífskjör og velferð þjóðarinnar er háð þeim verðmætum sem við náum að skapa - og flytja út og selja. Við útflutning verðmæta skapast gjaldeyristekjur sem nýtast svo aftur til að fjármagna innflutning á vörum og þjónustu. Aukin verðmætasköpun með útflutningi leiðir svo aftur til meiri atvinnu og hærri launa sem þannig styrkir kaupmátt almennings og eykur getur ríkisins til að fjárfesta í innviðum og þjónustu. Fjölbreyttur útflutningur eykur stöðugleika og dregur þannig úr hagsveiflum. Eftir seinni heimsstyrjöldina tókst Íslendingum að þróa hér blómlegan sjávarútveg, byggja upp orkusækinn iðnað á heimsmælikvarða og skapa sérstöðu í ferðamálum. Sumsé - okkur hefur lánast að nýta náttúruauðlindir okkar til að skapa verðmæti, flytja þau út, og auka lífsgæði þjóðarinnar. Ef ég ber saman lífsgæðin sem foreldrar mínir ólust upp við og svo þau sem börnin mín njóta - þá er ekki líku saman að jafna. Grunnurinn að okkar lífsgæðum var lagður með verðmætasköpun og útflutningi. Hvorki er ég sagnfræðingur né hagfræðingur - en Seðlabanki Íslands hefur meðal annars skrifað um að útflutningur hefur verið drifkrafturinn í efnahagsbatanum sl. 15 ár. Hagkerfi á krossgötum Víkjum nú aftur að krossgötunum. Á síðustu 80 árum hefur þjóðin sannarlega spilað vel úr þeim spilum sem henni voru gefin í formi náttúruauðlinda. En krossgöturnar sem við stöndum á núna eru þær að til að lífsgæði haldi áfram að aukast er nauðsynlegt að byggja frekari verðmætasköpun á fleira en náttúruauðlindum. Þar kemur hugvitið inn. Samtök iðnaðarins hafa ítrekað á síðustu árum bent á mikilvægi þess að auka verðmætasköpun úr öðru en auðlindadrifnum greinum. Þetta hefur svo sannarlega tekist! Frá árinu 2009 hafa stjórnvöld, þvert yfir pólitíska litrófið, stutt við nýsköpun og uppbyggingu hugverkaiðnaðar með margskonar hætti. Gáfuleg nýting skattkerfisins hefur hvatt fyrirtæki til að fjárfesta meira rannsóknum og þróun sem hefur svo aftur leitt til aukinnar samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja á alþjóðasviðinu - sérstaklega í hugverkaiðnaði. Á síðustu árum hafa margskonar aðgerðir verið settar fram sem styðja við stóraukinn útflutning íslensks hugvits. Þetta eru aðgerðir eins og skattalegir hvatar til fjárfestinga í rannsóknum og þróun, aðgerðir til að auka framboð fjármagn og fjárfestingar í nýsköpun, og ýmislegt annað undir skýrri stefnu stjórnvalda síðustu ára. Og hvað hefur gerst? Samtök iðnaðarins hafa sýnt fram á að útflutningstekjur hugverkaiðnaðar hafa tvöfaldast á fimm árum og nema nú ríflega 300 milljörðum króna. Fjárfesting íslenskra fyrirtækja í rannsóknum og þróun hefur aukist mikið í því hvetjandi umhverfi sem stjórnvöld hafa skapað. Þannig hafa orðið til leiðandi fyrirtæki á heimsvísu - í margskonar iðnaði. Má þar nefna lyfjaiðnað, tölvuleiki, lækningatæki og aðra hátækni. Stórkostlegir einhyrningar hafa orðið til og var Kerecis selt fyrir meira en 1 milljarð dollara! Afrekin eru mörg og þjóðin nýtur góðs af. Við erum rétt að byrja Hin spennandi tilhugsun er hins vegar þessi. Eðli hugverkaiðnaðar er það að tækifærin þar eru án takmarkana. Náttúruauðlindir eru í eðli sínu takmarkaðar og þó Ísland sé fremst í heiminum í sjálfbærri nýtingu sinna auðlinda þá er nú kominn sá tími þar sem verðmætin í hugverkum munu setja ný viðmið. Með áframhaldandi samvinnu stjórnvalda, fyrirtækja, menntastofnana, fjárfesta, og stuðningsumhverfis sé ég fátt því til fyrirstöðu að verðmætasköpun af hugverkum nái 1000 milljörðum innan skamms. Við þurfum að þétta aðeins í götin í núverandi stuðningsumhverfi og festa það í sessi og þá ættum við að sjá 100 vaxtarfyrirtæki ná þeim skriðþunga að flytja út verðmæti fyrir 1000 milljarða. Við erum bara rétt að byrja. Höfundur er framkvæmdastjóri Nox Medical og formaður Hugverkaráðs Samtaka iðnaðarins.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun