Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar 22. janúar 2025 10:30 Hugsum okkur slökkviliðsmann í Los Angeles. Hann berst við elda sem að öllum líkindum tengjast þeim loftslagsbreytingum sem mannkynið hefur verið að kynda undir síðustu aldirnar með sífellt aukinni losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið. Hann er í framlínu baráttunnar við tjón á fólki og eigum þess. Carbfix er í einskonar slökkvistarfi en á öðrum stað í atburðakeðju loftslagsvárinnar. Störfin sem unnin eru í Carbfix miða að því hindra að eldarnir kvikni. Carbfix tekur við kolefnisstraumum frá vinnsluferlum svo þeir fari ekki út í andrúmsloftið og auki loftslagvána heldur bindur þá um aldur og æfi sem grjót í jörðu niðri. Rétt og okkur getur þótt starf slökkviliðsins í Los Angeles máttlítið gegn svo stórri ógn sem loftslagsváin er, getur sumum þótt fáfengilegt að lítið fyrirtæki uppi á Íslandi þykist geta gert eitthvað. Okkar trú er nú samt einlæg að það skipti allt máli; allt svo að komandi kynslóðir þurfi síður að berjast við hækkandi sjávarstöðu með hopandi strandlínum og flóðum í borgum og bæjum, óveðrum og óbærilegum þurrkum með tilheyrandi eldum og uppskerubresti – og þjóðflutningum. Bruni jarðefnaeldsneytis er sá þáttur sem á mestan þátt í loftslagsvánni. Framtíð án hans væri strax fín. Stálbræðsla er líka frek á losun, sementsvinnsla ekki síður og fjöldi annarra framleiðsluferla losa koldíoxíð þannig að framtíðinni stafar hætta af. Við notum eldsneyti, við notum stál og við notum sement. Sem betur fer stendur víða yfir þróun í átt til umhverfisvænni framleiðslu. Ekki alveg nógu víða en samt keppast mörg við að nota minna, nýta betur, endurvinna og nota aftur. Það skiptir allt máli, allt. Bruninn og iðnaðarferlarnir losa samt mest. Umfangsmikil orkuskipti og orkusparnaður geta dregið úr brunaþörfinni en það skiptir máli að geta tekið við kolefnisstraumum frá ferlum sem ekki hafa verið bættir ennþá. Það skiptir máli að draga strax úr losun út í loftið jafnvel þótt hollari framleiðsluhættir hafi ekki enn fundist. Það er í þessu millibilsástandi margrar starfsemi sem Carbfix getur komið að liði með vísindalega staðreyndri aðferð við að taka koldíoxíð varanlega úr umferð. Þannig sækir Carbfix nær rótum eldsins sem slökkviliðsmaðurinn í Los Angeles berst við. Það er eðlilegt að spurt sé hvar slökkvistarf Carbfix eigi að bera niður; hvar í heiminum, hvar í iðnaði. Stefna Carbfix um val á viðskiptavinum miðar einmitt að því að takast á við elda sem munar um að séu slökktir en að forðast brennuvarga. Það mun ekki duga eitt og sér. Það er gríðarmargt sem þarf að breytast til að við náum árangri í baráttunni við loftslagsvána. Stærð verkefnisins má samt aldrei vera afsökun fyrir því að gera ekki neitt því allt skiptir máli. Allt skiptir máli svo þeim fækki eldunum sem slökkvilið heimsins þurfa að glíma við næstu áratugi. Það væri best að engin þörf væri á slökkviliði, að minnsta kosti að það hafi sem allra minnst að gera. Það er bara ekki í boði meðan eldarnir loga. Höfundur er sjálfbærnistjóri Orkuveitunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eiríkur Hjálmarsson Mest lesið Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Hugsum okkur slökkviliðsmann í Los Angeles. Hann berst við elda sem að öllum líkindum tengjast þeim loftslagsbreytingum sem mannkynið hefur verið að kynda undir síðustu aldirnar með sífellt aukinni losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið. Hann er í framlínu baráttunnar við tjón á fólki og eigum þess. Carbfix er í einskonar slökkvistarfi en á öðrum stað í atburðakeðju loftslagsvárinnar. Störfin sem unnin eru í Carbfix miða að því hindra að eldarnir kvikni. Carbfix tekur við kolefnisstraumum frá vinnsluferlum svo þeir fari ekki út í andrúmsloftið og auki loftslagvána heldur bindur þá um aldur og æfi sem grjót í jörðu niðri. Rétt og okkur getur þótt starf slökkviliðsins í Los Angeles máttlítið gegn svo stórri ógn sem loftslagsváin er, getur sumum þótt fáfengilegt að lítið fyrirtæki uppi á Íslandi þykist geta gert eitthvað. Okkar trú er nú samt einlæg að það skipti allt máli; allt svo að komandi kynslóðir þurfi síður að berjast við hækkandi sjávarstöðu með hopandi strandlínum og flóðum í borgum og bæjum, óveðrum og óbærilegum þurrkum með tilheyrandi eldum og uppskerubresti – og þjóðflutningum. Bruni jarðefnaeldsneytis er sá þáttur sem á mestan þátt í loftslagsvánni. Framtíð án hans væri strax fín. Stálbræðsla er líka frek á losun, sementsvinnsla ekki síður og fjöldi annarra framleiðsluferla losa koldíoxíð þannig að framtíðinni stafar hætta af. Við notum eldsneyti, við notum stál og við notum sement. Sem betur fer stendur víða yfir þróun í átt til umhverfisvænni framleiðslu. Ekki alveg nógu víða en samt keppast mörg við að nota minna, nýta betur, endurvinna og nota aftur. Það skiptir allt máli, allt. Bruninn og iðnaðarferlarnir losa samt mest. Umfangsmikil orkuskipti og orkusparnaður geta dregið úr brunaþörfinni en það skiptir máli að geta tekið við kolefnisstraumum frá ferlum sem ekki hafa verið bættir ennþá. Það skiptir máli að draga strax úr losun út í loftið jafnvel þótt hollari framleiðsluhættir hafi ekki enn fundist. Það er í þessu millibilsástandi margrar starfsemi sem Carbfix getur komið að liði með vísindalega staðreyndri aðferð við að taka koldíoxíð varanlega úr umferð. Þannig sækir Carbfix nær rótum eldsins sem slökkviliðsmaðurinn í Los Angeles berst við. Það er eðlilegt að spurt sé hvar slökkvistarf Carbfix eigi að bera niður; hvar í heiminum, hvar í iðnaði. Stefna Carbfix um val á viðskiptavinum miðar einmitt að því að takast á við elda sem munar um að séu slökktir en að forðast brennuvarga. Það mun ekki duga eitt og sér. Það er gríðarmargt sem þarf að breytast til að við náum árangri í baráttunni við loftslagsvána. Stærð verkefnisins má samt aldrei vera afsökun fyrir því að gera ekki neitt því allt skiptir máli. Allt skiptir máli svo þeim fækki eldunum sem slökkvilið heimsins þurfa að glíma við næstu áratugi. Það væri best að engin þörf væri á slökkviliði, að minnsta kosti að það hafi sem allra minnst að gera. Það er bara ekki í boði meðan eldarnir loga. Höfundur er sjálfbærnistjóri Orkuveitunnar.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun