Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. janúar 2025 09:51 Baldoni og Lively við tökur á atriðinu umdeilda. Jose Perez/Bauer-Griffin/GC Images Lögmenn bandaríska leikarans og leikstjórans Justin Baldoni hafa birt myndband af setti kvikmyndarinnar It Ends With Us þar sem þau Blake Lively leika saman í rómantísku atriði. Að sögn lögmanna hans sýnir myndbandið fram á að hann hafi ekki kynferðislega áreitt leikkonuna líkt og hún hefur sakað hann um. Lögmenn leikkonunnar segja að myndbandið styðji ásakanir hennar. Í umfjöllun CNN um málið er haft eftir lögmönnum Baldoni að myndbandið sýni að hann hafi ávallt komið fram við leikkonuna af virðingu. Líkt og fram hefur komið eiga þau nú í harðvítugum deilum og hafa stefnt hvort öðru eftir að þau léku saman í myndinni sem sýnd var í kvikmyndahúsum í ágúst en Baldoni leikstýrði henni jafnframt. Lively hefur stefnt Baldoni fyrir kynferðislegt áreiti og ófrægingarherferð og Baldoni hefur að sama skapi stefnt Lively og eiginmanni hennar Ryan Reynolds fyrir ófrægingarherferð og tilraunir til kúgunar. Tíu mínútur af vangadansi Myndbandið er tíu mínútna langt. Þar sést myndskeið af þeim Lively og Baldoni í hægum vangadansi. Fram kemur í umfjöllun bandaríska miðilsins að atriðið sé það sem Lively hafi vísað til í stefnu hennar gegn Baldoni. Lively hefur haldið því fram að Baldoni hafi beygt sig hægt fram að henni og kysst hana á eyranu og dregið varir sínar frá eyranu og niður háls hennar. Hann hafi sagt að hún lyktaði vel og hegðað sér á þann hátt sem engan veginn hafi verið í samræmi við handrit myndarinnar. Ekki hafi verið þörf á að segja neitt í atriðinu þar eð ekki væri gert ráð fyrir hljóði. Myndbandið má horfa á hér fyrir neðan. Myndbandið var tekið þann 23. maí árið 2023. Þar sjást þrjár tökur á sömu senunni. Að sögn lögmanna Baldoni sýnir það að báðir leikarar hafi hegðað sér eðlilega á settinu. Þau hafi farið með hlutverk tveggja persóna sem væru að verða ástfangin og hafi leikið það í samræmi við það. Í myndbandinu heyrast leikararnir meðal annars ræða saman á meðan þau dansa og um það hvernig best er að leika rómantíska hluta senunnar. Lively heyrist segja Baldoni að henni þyki meira rómantískt að þau sjáist tala saman frekar en að þau kyssist. Þá spyr Baldoni á léttum nótum hvort hann sé nokkuð að dreifa skeggbroddum á Lively en þá heyrist hún hlæja og segja að hún sé líklega að maka brúnkukremi á hann. Renni stoðum undir ásakanir Lively Lögmenn Lively voru fljótir að senda frá sér yfirlýsingu vegna birtingu myndbandsins. Þeir segja að þvert á fullyrðingar lögmanna Baldoni renni það stoðum undir ásakanir hennar. Þeir segja að leikkonan sjáist í myndbandinu halla sér frá Baldoni og ítrekað biðja hann um að þau tali einungis saman. Þá segja þeir að sérhver kona sem hafi verið áreitt á vinnustað þekki hegðunarmynstur Lively. Henni líði augljóslega óþægilega og geri sitt til að koma í veg fyrir að vera snert. Engin kona ætti að þurfa að vera í slíkum sporum á vinnustað. „Sérhver stund af þessu var spunnin af Baldoni án samtals eða samþykkis fyrirfram og enginn nándarstarfsmaður var til staðar,“ segir í yfirlýsingu lögmannanna. Með nándarstarfsmanni (e. intimacy coordinator) er átt við starfsmann sem ber að gæta að líðan leikara á setti þegar rómantískar senur eru teknar upp. „Baldoni var ekki einungis að leika með Lively, heldur var hann leikstjórinn, höfuð stúdíósins og yfirmaður Lively.“ Lögmennirnir segja að tilgangur Baldoni með því að birta myndbandið sé augljós. Hann ætli sér að snúa almenningsálitinu sér í vil. Athæfið sé áframhald af þeirri aðför sem hann hafi staðið fyrir gegn orðspori leikkonunnar allar götur síðan að myndin kom út. Hollywood Deilur Justin Baldoni og Blake Lively Tengdar fréttir Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Lögmaður bandaríska leikstjórans Justin Baldoni hefur farið fram á það við Marvel kvikmyndaverið að það varðveiti öll gögn sem það á um persónuna „Nicepool“ í ofurhetjumyndinni Deadpool & Wolverine. Svo virðist vera sem Baldoni telji að persónan sé byggð á honum. 15. janúar 2025 13:41 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Blake Lively, leikkona, hefur sakað Justin Baldoni, leikstjóra myndarinnar It ends with us og mótleikara hennar í myndinni, um kynferðislegt áreiti og áróðursherferð í þeim tilgangi að rústa orðspori hennar. Lively hefur lagt fram kvörtun gegn Baldoni, í undirbúningi fyrir lögsókn. 22. desember 2024 10:41 Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Lífið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Play-liðar minnast góðu tímanna Lífið Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning Fleiri fréttir Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Sjá meira
Í umfjöllun CNN um málið er haft eftir lögmönnum Baldoni að myndbandið sýni að hann hafi ávallt komið fram við leikkonuna af virðingu. Líkt og fram hefur komið eiga þau nú í harðvítugum deilum og hafa stefnt hvort öðru eftir að þau léku saman í myndinni sem sýnd var í kvikmyndahúsum í ágúst en Baldoni leikstýrði henni jafnframt. Lively hefur stefnt Baldoni fyrir kynferðislegt áreiti og ófrægingarherferð og Baldoni hefur að sama skapi stefnt Lively og eiginmanni hennar Ryan Reynolds fyrir ófrægingarherferð og tilraunir til kúgunar. Tíu mínútur af vangadansi Myndbandið er tíu mínútna langt. Þar sést myndskeið af þeim Lively og Baldoni í hægum vangadansi. Fram kemur í umfjöllun bandaríska miðilsins að atriðið sé það sem Lively hafi vísað til í stefnu hennar gegn Baldoni. Lively hefur haldið því fram að Baldoni hafi beygt sig hægt fram að henni og kysst hana á eyranu og dregið varir sínar frá eyranu og niður háls hennar. Hann hafi sagt að hún lyktaði vel og hegðað sér á þann hátt sem engan veginn hafi verið í samræmi við handrit myndarinnar. Ekki hafi verið þörf á að segja neitt í atriðinu þar eð ekki væri gert ráð fyrir hljóði. Myndbandið má horfa á hér fyrir neðan. Myndbandið var tekið þann 23. maí árið 2023. Þar sjást þrjár tökur á sömu senunni. Að sögn lögmanna Baldoni sýnir það að báðir leikarar hafi hegðað sér eðlilega á settinu. Þau hafi farið með hlutverk tveggja persóna sem væru að verða ástfangin og hafi leikið það í samræmi við það. Í myndbandinu heyrast leikararnir meðal annars ræða saman á meðan þau dansa og um það hvernig best er að leika rómantíska hluta senunnar. Lively heyrist segja Baldoni að henni þyki meira rómantískt að þau sjáist tala saman frekar en að þau kyssist. Þá spyr Baldoni á léttum nótum hvort hann sé nokkuð að dreifa skeggbroddum á Lively en þá heyrist hún hlæja og segja að hún sé líklega að maka brúnkukremi á hann. Renni stoðum undir ásakanir Lively Lögmenn Lively voru fljótir að senda frá sér yfirlýsingu vegna birtingu myndbandsins. Þeir segja að þvert á fullyrðingar lögmanna Baldoni renni það stoðum undir ásakanir hennar. Þeir segja að leikkonan sjáist í myndbandinu halla sér frá Baldoni og ítrekað biðja hann um að þau tali einungis saman. Þá segja þeir að sérhver kona sem hafi verið áreitt á vinnustað þekki hegðunarmynstur Lively. Henni líði augljóslega óþægilega og geri sitt til að koma í veg fyrir að vera snert. Engin kona ætti að þurfa að vera í slíkum sporum á vinnustað. „Sérhver stund af þessu var spunnin af Baldoni án samtals eða samþykkis fyrirfram og enginn nándarstarfsmaður var til staðar,“ segir í yfirlýsingu lögmannanna. Með nándarstarfsmanni (e. intimacy coordinator) er átt við starfsmann sem ber að gæta að líðan leikara á setti þegar rómantískar senur eru teknar upp. „Baldoni var ekki einungis að leika með Lively, heldur var hann leikstjórinn, höfuð stúdíósins og yfirmaður Lively.“ Lögmennirnir segja að tilgangur Baldoni með því að birta myndbandið sé augljós. Hann ætli sér að snúa almenningsálitinu sér í vil. Athæfið sé áframhald af þeirri aðför sem hann hafi staðið fyrir gegn orðspori leikkonunnar allar götur síðan að myndin kom út.
Hollywood Deilur Justin Baldoni og Blake Lively Tengdar fréttir Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Lögmaður bandaríska leikstjórans Justin Baldoni hefur farið fram á það við Marvel kvikmyndaverið að það varðveiti öll gögn sem það á um persónuna „Nicepool“ í ofurhetjumyndinni Deadpool & Wolverine. Svo virðist vera sem Baldoni telji að persónan sé byggð á honum. 15. janúar 2025 13:41 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Blake Lively, leikkona, hefur sakað Justin Baldoni, leikstjóra myndarinnar It ends with us og mótleikara hennar í myndinni, um kynferðislegt áreiti og áróðursherferð í þeim tilgangi að rústa orðspori hennar. Lively hefur lagt fram kvörtun gegn Baldoni, í undirbúningi fyrir lögsókn. 22. desember 2024 10:41 Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Lífið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Play-liðar minnast góðu tímanna Lífið Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning Fleiri fréttir Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Sjá meira
Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Lögmaður bandaríska leikstjórans Justin Baldoni hefur farið fram á það við Marvel kvikmyndaverið að það varðveiti öll gögn sem það á um persónuna „Nicepool“ í ofurhetjumyndinni Deadpool & Wolverine. Svo virðist vera sem Baldoni telji að persónan sé byggð á honum. 15. janúar 2025 13:41
Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Blake Lively, leikkona, hefur sakað Justin Baldoni, leikstjóra myndarinnar It ends with us og mótleikara hennar í myndinni, um kynferðislegt áreiti og áróðursherferð í þeim tilgangi að rústa orðspori hennar. Lively hefur lagt fram kvörtun gegn Baldoni, í undirbúningi fyrir lögsókn. 22. desember 2024 10:41