Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. janúar 2025 09:51 Baldoni og Lively við tökur á atriðinu umdeilda. Jose Perez/Bauer-Griffin/GC Images Lögmenn bandaríska leikarans og leikstjórans Justin Baldoni hafa birt myndband af setti kvikmyndarinnar It Ends With Us þar sem þau Blake Lively leika saman í rómantísku atriði. Að sögn lögmanna hans sýnir myndbandið fram á að hann hafi ekki kynferðislega áreitt leikkonuna líkt og hún hefur sakað hann um. Lögmenn leikkonunnar segja að myndbandið styðji ásakanir hennar. Í umfjöllun CNN um málið er haft eftir lögmönnum Baldoni að myndbandið sýni að hann hafi ávallt komið fram við leikkonuna af virðingu. Líkt og fram hefur komið eiga þau nú í harðvítugum deilum og hafa stefnt hvort öðru eftir að þau léku saman í myndinni sem sýnd var í kvikmyndahúsum í ágúst en Baldoni leikstýrði henni jafnframt. Lively hefur stefnt Baldoni fyrir kynferðislegt áreiti og ófrægingarherferð og Baldoni hefur að sama skapi stefnt Lively og eiginmanni hennar Ryan Reynolds fyrir ófrægingarherferð og tilraunir til kúgunar. Tíu mínútur af vangadansi Myndbandið er tíu mínútna langt. Þar sést myndskeið af þeim Lively og Baldoni í hægum vangadansi. Fram kemur í umfjöllun bandaríska miðilsins að atriðið sé það sem Lively hafi vísað til í stefnu hennar gegn Baldoni. Lively hefur haldið því fram að Baldoni hafi beygt sig hægt fram að henni og kysst hana á eyranu og dregið varir sínar frá eyranu og niður háls hennar. Hann hafi sagt að hún lyktaði vel og hegðað sér á þann hátt sem engan veginn hafi verið í samræmi við handrit myndarinnar. Ekki hafi verið þörf á að segja neitt í atriðinu þar eð ekki væri gert ráð fyrir hljóði. Myndbandið má horfa á hér fyrir neðan. Myndbandið var tekið þann 23. maí árið 2023. Þar sjást þrjár tökur á sömu senunni. Að sögn lögmanna Baldoni sýnir það að báðir leikarar hafi hegðað sér eðlilega á settinu. Þau hafi farið með hlutverk tveggja persóna sem væru að verða ástfangin og hafi leikið það í samræmi við það. Í myndbandinu heyrast leikararnir meðal annars ræða saman á meðan þau dansa og um það hvernig best er að leika rómantíska hluta senunnar. Lively heyrist segja Baldoni að henni þyki meira rómantískt að þau sjáist tala saman frekar en að þau kyssist. Þá spyr Baldoni á léttum nótum hvort hann sé nokkuð að dreifa skeggbroddum á Lively en þá heyrist hún hlæja og segja að hún sé líklega að maka brúnkukremi á hann. Renni stoðum undir ásakanir Lively Lögmenn Lively voru fljótir að senda frá sér yfirlýsingu vegna birtingu myndbandsins. Þeir segja að þvert á fullyrðingar lögmanna Baldoni renni það stoðum undir ásakanir hennar. Þeir segja að leikkonan sjáist í myndbandinu halla sér frá Baldoni og ítrekað biðja hann um að þau tali einungis saman. Þá segja þeir að sérhver kona sem hafi verið áreitt á vinnustað þekki hegðunarmynstur Lively. Henni líði augljóslega óþægilega og geri sitt til að koma í veg fyrir að vera snert. Engin kona ætti að þurfa að vera í slíkum sporum á vinnustað. „Sérhver stund af þessu var spunnin af Baldoni án samtals eða samþykkis fyrirfram og enginn nándarstarfsmaður var til staðar,“ segir í yfirlýsingu lögmannanna. Með nándarstarfsmanni (e. intimacy coordinator) er átt við starfsmann sem ber að gæta að líðan leikara á setti þegar rómantískar senur eru teknar upp. „Baldoni var ekki einungis að leika með Lively, heldur var hann leikstjórinn, höfuð stúdíósins og yfirmaður Lively.“ Lögmennirnir segja að tilgangur Baldoni með því að birta myndbandið sé augljós. Hann ætli sér að snúa almenningsálitinu sér í vil. Athæfið sé áframhald af þeirri aðför sem hann hafi staðið fyrir gegn orðspori leikkonunnar allar götur síðan að myndin kom út. Hollywood Deilur Justin Baldoni og Blake Lively Tengdar fréttir Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Lögmaður bandaríska leikstjórans Justin Baldoni hefur farið fram á það við Marvel kvikmyndaverið að það varðveiti öll gögn sem það á um persónuna „Nicepool“ í ofurhetjumyndinni Deadpool & Wolverine. Svo virðist vera sem Baldoni telji að persónan sé byggð á honum. 15. janúar 2025 13:41 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Blake Lively, leikkona, hefur sakað Justin Baldoni, leikstjóra myndarinnar It ends with us og mótleikara hennar í myndinni, um kynferðislegt áreiti og áróðursherferð í þeim tilgangi að rústa orðspori hennar. Lively hefur lagt fram kvörtun gegn Baldoni, í undirbúningi fyrir lögsókn. 22. desember 2024 10:41 Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira
Í umfjöllun CNN um málið er haft eftir lögmönnum Baldoni að myndbandið sýni að hann hafi ávallt komið fram við leikkonuna af virðingu. Líkt og fram hefur komið eiga þau nú í harðvítugum deilum og hafa stefnt hvort öðru eftir að þau léku saman í myndinni sem sýnd var í kvikmyndahúsum í ágúst en Baldoni leikstýrði henni jafnframt. Lively hefur stefnt Baldoni fyrir kynferðislegt áreiti og ófrægingarherferð og Baldoni hefur að sama skapi stefnt Lively og eiginmanni hennar Ryan Reynolds fyrir ófrægingarherferð og tilraunir til kúgunar. Tíu mínútur af vangadansi Myndbandið er tíu mínútna langt. Þar sést myndskeið af þeim Lively og Baldoni í hægum vangadansi. Fram kemur í umfjöllun bandaríska miðilsins að atriðið sé það sem Lively hafi vísað til í stefnu hennar gegn Baldoni. Lively hefur haldið því fram að Baldoni hafi beygt sig hægt fram að henni og kysst hana á eyranu og dregið varir sínar frá eyranu og niður háls hennar. Hann hafi sagt að hún lyktaði vel og hegðað sér á þann hátt sem engan veginn hafi verið í samræmi við handrit myndarinnar. Ekki hafi verið þörf á að segja neitt í atriðinu þar eð ekki væri gert ráð fyrir hljóði. Myndbandið má horfa á hér fyrir neðan. Myndbandið var tekið þann 23. maí árið 2023. Þar sjást þrjár tökur á sömu senunni. Að sögn lögmanna Baldoni sýnir það að báðir leikarar hafi hegðað sér eðlilega á settinu. Þau hafi farið með hlutverk tveggja persóna sem væru að verða ástfangin og hafi leikið það í samræmi við það. Í myndbandinu heyrast leikararnir meðal annars ræða saman á meðan þau dansa og um það hvernig best er að leika rómantíska hluta senunnar. Lively heyrist segja Baldoni að henni þyki meira rómantískt að þau sjáist tala saman frekar en að þau kyssist. Þá spyr Baldoni á léttum nótum hvort hann sé nokkuð að dreifa skeggbroddum á Lively en þá heyrist hún hlæja og segja að hún sé líklega að maka brúnkukremi á hann. Renni stoðum undir ásakanir Lively Lögmenn Lively voru fljótir að senda frá sér yfirlýsingu vegna birtingu myndbandsins. Þeir segja að þvert á fullyrðingar lögmanna Baldoni renni það stoðum undir ásakanir hennar. Þeir segja að leikkonan sjáist í myndbandinu halla sér frá Baldoni og ítrekað biðja hann um að þau tali einungis saman. Þá segja þeir að sérhver kona sem hafi verið áreitt á vinnustað þekki hegðunarmynstur Lively. Henni líði augljóslega óþægilega og geri sitt til að koma í veg fyrir að vera snert. Engin kona ætti að þurfa að vera í slíkum sporum á vinnustað. „Sérhver stund af þessu var spunnin af Baldoni án samtals eða samþykkis fyrirfram og enginn nándarstarfsmaður var til staðar,“ segir í yfirlýsingu lögmannanna. Með nándarstarfsmanni (e. intimacy coordinator) er átt við starfsmann sem ber að gæta að líðan leikara á setti þegar rómantískar senur eru teknar upp. „Baldoni var ekki einungis að leika með Lively, heldur var hann leikstjórinn, höfuð stúdíósins og yfirmaður Lively.“ Lögmennirnir segja að tilgangur Baldoni með því að birta myndbandið sé augljós. Hann ætli sér að snúa almenningsálitinu sér í vil. Athæfið sé áframhald af þeirri aðför sem hann hafi staðið fyrir gegn orðspori leikkonunnar allar götur síðan að myndin kom út.
Hollywood Deilur Justin Baldoni og Blake Lively Tengdar fréttir Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Lögmaður bandaríska leikstjórans Justin Baldoni hefur farið fram á það við Marvel kvikmyndaverið að það varðveiti öll gögn sem það á um persónuna „Nicepool“ í ofurhetjumyndinni Deadpool & Wolverine. Svo virðist vera sem Baldoni telji að persónan sé byggð á honum. 15. janúar 2025 13:41 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Blake Lively, leikkona, hefur sakað Justin Baldoni, leikstjóra myndarinnar It ends with us og mótleikara hennar í myndinni, um kynferðislegt áreiti og áróðursherferð í þeim tilgangi að rústa orðspori hennar. Lively hefur lagt fram kvörtun gegn Baldoni, í undirbúningi fyrir lögsókn. 22. desember 2024 10:41 Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira
Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Lögmaður bandaríska leikstjórans Justin Baldoni hefur farið fram á það við Marvel kvikmyndaverið að það varðveiti öll gögn sem það á um persónuna „Nicepool“ í ofurhetjumyndinni Deadpool & Wolverine. Svo virðist vera sem Baldoni telji að persónan sé byggð á honum. 15. janúar 2025 13:41
Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Blake Lively, leikkona, hefur sakað Justin Baldoni, leikstjóra myndarinnar It ends with us og mótleikara hennar í myndinni, um kynferðislegt áreiti og áróðursherferð í þeim tilgangi að rústa orðspori hennar. Lively hefur lagt fram kvörtun gegn Baldoni, í undirbúningi fyrir lögsókn. 22. desember 2024 10:41