Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2025 08:40 Sara Sigmunsdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir keppa saman í liði á mótinu í Miami. @wodapalooza Það styttist í stóru stundina þegar Anníe Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Sara Sigmundsdóttir taka höndum saman og keppa í sama liði á einu stærsta CrossFit móti heims. Hér erum við að tala liðakeppnna á TYR Wodapalooza Fitness hátíðinni á Flórída. Þetta er tveggja daga keppni og liðin eru troðfull af mörgu af besta CrossFit fólki heims. Keppnin verður haldin um helgina. Brian Friend á B. Friendly Fitness vefnum hefur reynt að spá í spilin fyrir keppnina í Miami en hann hefur ekki allt of mikla trú á íslensku CrossFit goðsögnunum. Allar eru þær vissulega að koma til baka, Anníe Mist úr barnsburðarleyfi, Katrín Tanja úr bakmeiðslum og Sara er að koma til baka úr áralangri glímu við hnémeiðsli. Katrín er reyndar hætt að keppa i CrossFit en gerði smá undanþágu til að keppa með Anníe og Söru. Fjarvera þeirra þriggja frá keppni síðasta árs á örugglega mikinn þátt í að þeim er ekki spáð betra gengi. Sumir vilja eflaust líka halda því fram að þær séu komnar yfir sitt besta en það hefur aldrei borgað sig að vanmeta keppnisskap þessara drottninga. Brian spáir íslensku dætrunum samt bara tíunda sæti mótsins. Sigri spáir hann „Yeti Outkast“ liðinu en í því eru Emma Lawson, Shelby Neal og Danilelle Brandon. Í annað sætið setur hann lið „Froggy Girls Who Don´t Run“ sem er skipað þeim Kyru Milligan, Oliviu Kerstetter og Dani Speegle. Þriðja sætið í spánni fær síðan lið Reyte Salt Baes sem er skipað þeim Abigail Domit, Arielle Loewen og Emily Rolfe. Lið íslensku dætranna er síðan eins og áður sagði í tíunda sætinu hjá Brian. Ekkert hræðileg spá en okkar konur ætla sér örugglega að enda ofar. Ísland á annan fulltrúa í keppninni því unga og öfluga Bergrós Björnsdóttir keppir í liði með öðrum tveimur stórefnilegum CrossFit konum. Þær kalla sig „Little McDottir Coming in Hotter“ en með Bergrós í liði eru þær Reese LittleWood og Lucy McGonigle. Þeim er spáð átjánda sætinu. Þetta er fjölmenn keppni því alls taka fjörutíu lið þátt hjá konum og 39 lið eru með hjá körlunum. Lið Petrick Vellner er spáð sigri hjá körlunum en hann er með þá Jeffrey Adler og Jayson Hoppe með sér í liði og þeim er spáð aðeins betra gengi en þeim Justin Medeiros, Dallin Pepper og Willy George sem skipa lið Team GoWod. Hér fyrir neðan má sjá alla spána hans Brians. View this post on Instagram A post shared by B.FRIENDLY FITNESS (@bfriendlyfitness) CrossFit Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Sjá meira
Hér erum við að tala liðakeppnna á TYR Wodapalooza Fitness hátíðinni á Flórída. Þetta er tveggja daga keppni og liðin eru troðfull af mörgu af besta CrossFit fólki heims. Keppnin verður haldin um helgina. Brian Friend á B. Friendly Fitness vefnum hefur reynt að spá í spilin fyrir keppnina í Miami en hann hefur ekki allt of mikla trú á íslensku CrossFit goðsögnunum. Allar eru þær vissulega að koma til baka, Anníe Mist úr barnsburðarleyfi, Katrín Tanja úr bakmeiðslum og Sara er að koma til baka úr áralangri glímu við hnémeiðsli. Katrín er reyndar hætt að keppa i CrossFit en gerði smá undanþágu til að keppa með Anníe og Söru. Fjarvera þeirra þriggja frá keppni síðasta árs á örugglega mikinn þátt í að þeim er ekki spáð betra gengi. Sumir vilja eflaust líka halda því fram að þær séu komnar yfir sitt besta en það hefur aldrei borgað sig að vanmeta keppnisskap þessara drottninga. Brian spáir íslensku dætrunum samt bara tíunda sæti mótsins. Sigri spáir hann „Yeti Outkast“ liðinu en í því eru Emma Lawson, Shelby Neal og Danilelle Brandon. Í annað sætið setur hann lið „Froggy Girls Who Don´t Run“ sem er skipað þeim Kyru Milligan, Oliviu Kerstetter og Dani Speegle. Þriðja sætið í spánni fær síðan lið Reyte Salt Baes sem er skipað þeim Abigail Domit, Arielle Loewen og Emily Rolfe. Lið íslensku dætranna er síðan eins og áður sagði í tíunda sætinu hjá Brian. Ekkert hræðileg spá en okkar konur ætla sér örugglega að enda ofar. Ísland á annan fulltrúa í keppninni því unga og öfluga Bergrós Björnsdóttir keppir í liði með öðrum tveimur stórefnilegum CrossFit konum. Þær kalla sig „Little McDottir Coming in Hotter“ en með Bergrós í liði eru þær Reese LittleWood og Lucy McGonigle. Þeim er spáð átjánda sætinu. Þetta er fjölmenn keppni því alls taka fjörutíu lið þátt hjá konum og 39 lið eru með hjá körlunum. Lið Petrick Vellner er spáð sigri hjá körlunum en hann er með þá Jeffrey Adler og Jayson Hoppe með sér í liði og þeim er spáð aðeins betra gengi en þeim Justin Medeiros, Dallin Pepper og Willy George sem skipa lið Team GoWod. Hér fyrir neðan má sjá alla spána hans Brians. View this post on Instagram A post shared by B.FRIENDLY FITNESS (@bfriendlyfitness)
CrossFit Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Sjá meira