Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2025 08:40 Sara Sigmunsdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir keppa saman í liði á mótinu í Miami. @wodapalooza Það styttist í stóru stundina þegar Anníe Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Sara Sigmundsdóttir taka höndum saman og keppa í sama liði á einu stærsta CrossFit móti heims. Hér erum við að tala liðakeppnna á TYR Wodapalooza Fitness hátíðinni á Flórída. Þetta er tveggja daga keppni og liðin eru troðfull af mörgu af besta CrossFit fólki heims. Keppnin verður haldin um helgina. Brian Friend á B. Friendly Fitness vefnum hefur reynt að spá í spilin fyrir keppnina í Miami en hann hefur ekki allt of mikla trú á íslensku CrossFit goðsögnunum. Allar eru þær vissulega að koma til baka, Anníe Mist úr barnsburðarleyfi, Katrín Tanja úr bakmeiðslum og Sara er að koma til baka úr áralangri glímu við hnémeiðsli. Katrín er reyndar hætt að keppa i CrossFit en gerði smá undanþágu til að keppa með Anníe og Söru. Fjarvera þeirra þriggja frá keppni síðasta árs á örugglega mikinn þátt í að þeim er ekki spáð betra gengi. Sumir vilja eflaust líka halda því fram að þær séu komnar yfir sitt besta en það hefur aldrei borgað sig að vanmeta keppnisskap þessara drottninga. Brian spáir íslensku dætrunum samt bara tíunda sæti mótsins. Sigri spáir hann „Yeti Outkast“ liðinu en í því eru Emma Lawson, Shelby Neal og Danilelle Brandon. Í annað sætið setur hann lið „Froggy Girls Who Don´t Run“ sem er skipað þeim Kyru Milligan, Oliviu Kerstetter og Dani Speegle. Þriðja sætið í spánni fær síðan lið Reyte Salt Baes sem er skipað þeim Abigail Domit, Arielle Loewen og Emily Rolfe. Lið íslensku dætranna er síðan eins og áður sagði í tíunda sætinu hjá Brian. Ekkert hræðileg spá en okkar konur ætla sér örugglega að enda ofar. Ísland á annan fulltrúa í keppninni því unga og öfluga Bergrós Björnsdóttir keppir í liði með öðrum tveimur stórefnilegum CrossFit konum. Þær kalla sig „Little McDottir Coming in Hotter“ en með Bergrós í liði eru þær Reese LittleWood og Lucy McGonigle. Þeim er spáð átjánda sætinu. Þetta er fjölmenn keppni því alls taka fjörutíu lið þátt hjá konum og 39 lið eru með hjá körlunum. Lið Petrick Vellner er spáð sigri hjá körlunum en hann er með þá Jeffrey Adler og Jayson Hoppe með sér í liði og þeim er spáð aðeins betra gengi en þeim Justin Medeiros, Dallin Pepper og Willy George sem skipa lið Team GoWod. Hér fyrir neðan má sjá alla spána hans Brians. View this post on Instagram A post shared by B.FRIENDLY FITNESS (@bfriendlyfitness) CrossFit Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Enski boltinn Fleiri fréttir „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Mega sniffa ammoníak eftir allt saman Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Leðurblökur að trufla handboltafélag Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum Sjá meira
Hér erum við að tala liðakeppnna á TYR Wodapalooza Fitness hátíðinni á Flórída. Þetta er tveggja daga keppni og liðin eru troðfull af mörgu af besta CrossFit fólki heims. Keppnin verður haldin um helgina. Brian Friend á B. Friendly Fitness vefnum hefur reynt að spá í spilin fyrir keppnina í Miami en hann hefur ekki allt of mikla trú á íslensku CrossFit goðsögnunum. Allar eru þær vissulega að koma til baka, Anníe Mist úr barnsburðarleyfi, Katrín Tanja úr bakmeiðslum og Sara er að koma til baka úr áralangri glímu við hnémeiðsli. Katrín er reyndar hætt að keppa i CrossFit en gerði smá undanþágu til að keppa með Anníe og Söru. Fjarvera þeirra þriggja frá keppni síðasta árs á örugglega mikinn þátt í að þeim er ekki spáð betra gengi. Sumir vilja eflaust líka halda því fram að þær séu komnar yfir sitt besta en það hefur aldrei borgað sig að vanmeta keppnisskap þessara drottninga. Brian spáir íslensku dætrunum samt bara tíunda sæti mótsins. Sigri spáir hann „Yeti Outkast“ liðinu en í því eru Emma Lawson, Shelby Neal og Danilelle Brandon. Í annað sætið setur hann lið „Froggy Girls Who Don´t Run“ sem er skipað þeim Kyru Milligan, Oliviu Kerstetter og Dani Speegle. Þriðja sætið í spánni fær síðan lið Reyte Salt Baes sem er skipað þeim Abigail Domit, Arielle Loewen og Emily Rolfe. Lið íslensku dætranna er síðan eins og áður sagði í tíunda sætinu hjá Brian. Ekkert hræðileg spá en okkar konur ætla sér örugglega að enda ofar. Ísland á annan fulltrúa í keppninni því unga og öfluga Bergrós Björnsdóttir keppir í liði með öðrum tveimur stórefnilegum CrossFit konum. Þær kalla sig „Little McDottir Coming in Hotter“ en með Bergrós í liði eru þær Reese LittleWood og Lucy McGonigle. Þeim er spáð átjánda sætinu. Þetta er fjölmenn keppni því alls taka fjörutíu lið þátt hjá konum og 39 lið eru með hjá körlunum. Lið Petrick Vellner er spáð sigri hjá körlunum en hann er með þá Jeffrey Adler og Jayson Hoppe með sér í liði og þeim er spáð aðeins betra gengi en þeim Justin Medeiros, Dallin Pepper og Willy George sem skipa lið Team GoWod. Hér fyrir neðan má sjá alla spána hans Brians. View this post on Instagram A post shared by B.FRIENDLY FITNESS (@bfriendlyfitness)
CrossFit Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Enski boltinn Fleiri fréttir „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Mega sniffa ammoníak eftir allt saman Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Leðurblökur að trufla handboltafélag Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum Sjá meira