Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2025 08:40 Sara Sigmunsdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir keppa saman í liði á mótinu í Miami. @wodapalooza Það styttist í stóru stundina þegar Anníe Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Sara Sigmundsdóttir taka höndum saman og keppa í sama liði á einu stærsta CrossFit móti heims. Hér erum við að tala liðakeppnna á TYR Wodapalooza Fitness hátíðinni á Flórída. Þetta er tveggja daga keppni og liðin eru troðfull af mörgu af besta CrossFit fólki heims. Keppnin verður haldin um helgina. Brian Friend á B. Friendly Fitness vefnum hefur reynt að spá í spilin fyrir keppnina í Miami en hann hefur ekki allt of mikla trú á íslensku CrossFit goðsögnunum. Allar eru þær vissulega að koma til baka, Anníe Mist úr barnsburðarleyfi, Katrín Tanja úr bakmeiðslum og Sara er að koma til baka úr áralangri glímu við hnémeiðsli. Katrín er reyndar hætt að keppa i CrossFit en gerði smá undanþágu til að keppa með Anníe og Söru. Fjarvera þeirra þriggja frá keppni síðasta árs á örugglega mikinn þátt í að þeim er ekki spáð betra gengi. Sumir vilja eflaust líka halda því fram að þær séu komnar yfir sitt besta en það hefur aldrei borgað sig að vanmeta keppnisskap þessara drottninga. Brian spáir íslensku dætrunum samt bara tíunda sæti mótsins. Sigri spáir hann „Yeti Outkast“ liðinu en í því eru Emma Lawson, Shelby Neal og Danilelle Brandon. Í annað sætið setur hann lið „Froggy Girls Who Don´t Run“ sem er skipað þeim Kyru Milligan, Oliviu Kerstetter og Dani Speegle. Þriðja sætið í spánni fær síðan lið Reyte Salt Baes sem er skipað þeim Abigail Domit, Arielle Loewen og Emily Rolfe. Lið íslensku dætranna er síðan eins og áður sagði í tíunda sætinu hjá Brian. Ekkert hræðileg spá en okkar konur ætla sér örugglega að enda ofar. Ísland á annan fulltrúa í keppninni því unga og öfluga Bergrós Björnsdóttir keppir í liði með öðrum tveimur stórefnilegum CrossFit konum. Þær kalla sig „Little McDottir Coming in Hotter“ en með Bergrós í liði eru þær Reese LittleWood og Lucy McGonigle. Þeim er spáð átjánda sætinu. Þetta er fjölmenn keppni því alls taka fjörutíu lið þátt hjá konum og 39 lið eru með hjá körlunum. Lið Petrick Vellner er spáð sigri hjá körlunum en hann er með þá Jeffrey Adler og Jayson Hoppe með sér í liði og þeim er spáð aðeins betra gengi en þeim Justin Medeiros, Dallin Pepper og Willy George sem skipa lið Team GoWod. Hér fyrir neðan má sjá alla spána hans Brians. View this post on Instagram A post shared by B.FRIENDLY FITNESS (@bfriendlyfitness) CrossFit Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Fleiri fréttir „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Leik lokið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Í beinni: Valur - Njarðvík | Meistaraefnin mæta í Valsheimilið Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Metár hjá David Beckham Sjá meira
Hér erum við að tala liðakeppnna á TYR Wodapalooza Fitness hátíðinni á Flórída. Þetta er tveggja daga keppni og liðin eru troðfull af mörgu af besta CrossFit fólki heims. Keppnin verður haldin um helgina. Brian Friend á B. Friendly Fitness vefnum hefur reynt að spá í spilin fyrir keppnina í Miami en hann hefur ekki allt of mikla trú á íslensku CrossFit goðsögnunum. Allar eru þær vissulega að koma til baka, Anníe Mist úr barnsburðarleyfi, Katrín Tanja úr bakmeiðslum og Sara er að koma til baka úr áralangri glímu við hnémeiðsli. Katrín er reyndar hætt að keppa i CrossFit en gerði smá undanþágu til að keppa með Anníe og Söru. Fjarvera þeirra þriggja frá keppni síðasta árs á örugglega mikinn þátt í að þeim er ekki spáð betra gengi. Sumir vilja eflaust líka halda því fram að þær séu komnar yfir sitt besta en það hefur aldrei borgað sig að vanmeta keppnisskap þessara drottninga. Brian spáir íslensku dætrunum samt bara tíunda sæti mótsins. Sigri spáir hann „Yeti Outkast“ liðinu en í því eru Emma Lawson, Shelby Neal og Danilelle Brandon. Í annað sætið setur hann lið „Froggy Girls Who Don´t Run“ sem er skipað þeim Kyru Milligan, Oliviu Kerstetter og Dani Speegle. Þriðja sætið í spánni fær síðan lið Reyte Salt Baes sem er skipað þeim Abigail Domit, Arielle Loewen og Emily Rolfe. Lið íslensku dætranna er síðan eins og áður sagði í tíunda sætinu hjá Brian. Ekkert hræðileg spá en okkar konur ætla sér örugglega að enda ofar. Ísland á annan fulltrúa í keppninni því unga og öfluga Bergrós Björnsdóttir keppir í liði með öðrum tveimur stórefnilegum CrossFit konum. Þær kalla sig „Little McDottir Coming in Hotter“ en með Bergrós í liði eru þær Reese LittleWood og Lucy McGonigle. Þeim er spáð átjánda sætinu. Þetta er fjölmenn keppni því alls taka fjörutíu lið þátt hjá konum og 39 lið eru með hjá körlunum. Lið Petrick Vellner er spáð sigri hjá körlunum en hann er með þá Jeffrey Adler og Jayson Hoppe með sér í liði og þeim er spáð aðeins betra gengi en þeim Justin Medeiros, Dallin Pepper og Willy George sem skipa lið Team GoWod. Hér fyrir neðan má sjá alla spána hans Brians. View this post on Instagram A post shared by B.FRIENDLY FITNESS (@bfriendlyfitness)
CrossFit Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Fleiri fréttir „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Leik lokið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Í beinni: Valur - Njarðvík | Meistaraefnin mæta í Valsheimilið Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Metár hjá David Beckham Sjá meira