Danmörk er líklega besta liðs heims um þessar mundir en Danir hafa unnið síðustu þrjú heimsmeistaramót. Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar fengu að finna fyrir gæðum danska liðsins í kvöld, lokatölur 40-30 Danmörku í vil.
Mathias Gidsel var óstöðvandi í liði Danmerkur með 10 mörk og 11 stoðsendingar. Þar á eftir kom Simon Pytlick með 8 mörk og 3 stoðsendingar. Julian Koster og Timon Kastening voru markahæstir hjá Þýskalandi með 6 mörk hvor.
Double digits in goals, double digits in assists and double the acrobatic shots 🤩 Champagne handball from 🇩🇰 Mathias Gidsel against Germany 🍾#inspiredbyhandball #CRODENNOR2025 pic.twitter.com/8oLlOuIkK4
— International Handball Federation (@ihfhandball) January 21, 2025
Eftir sigurinn er Danmörk með fullt hús stiga í milliriðli I á meðan Þýskaland er með tveimur stigum minna í 2. sæti. Efstu tvö liðin fara áfram í 8-liða úrslit.
Í milliriðli II vann Frakkland sjö marka sigur á Ungverjalandi, lokatölur þar 37-30.