Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. janúar 2025 22:40 Hetja Atlético Madríd í kvöld. EPA-EFE/SERGIO PEREZ Atlético Madríd tók á móti Bayer Leverkusen í einum af stórleikjum 7. umferðar Meistaradeildar Evrópu. Þrátt fyrir að vera manni færri lengi vel þá unnu heimamenn frábæran 2-1 sigur. Bolonga kom þá til baka gegn Borussia Dortmund og Juventus gerði enn eitt jafnteflið. Í Madríd urðu heimamenn fyrir miklu áfalli um miðbik fyrri hálfleiks þegar hinn 21 árs gamli Pablo Barrios fékk beint rautt spjald fyrir grófan leik og heimamenn manni færri það sem eftir lifði leiks. Það nýttu gestirnir sér og kom Piero Hincapie þeim yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks eftir undirbúning Nordi Mukiele. Það verður hins vegar ekki sagt að Atl. Madríd sé þekkt fyrir að gefast upp. Julián Alvarez jafnaði metin eftir undirbúning Antoine Griezmann snemma í síðari hálfleik. Staðan var enn jöfn þegar Hincapie fékk sitt annað gula spjald þegar stundarfjórðungur lifði leiks og allt í einu var jafnt í liðum. Það var svo á lokamínútu venjulegs leiktíma sem Ángel Correa potaði boltanum inn fyrir vörn Leverkusen á Alvarez sem var nægilega yfirvegaður til að taka boltann til hliðar þegar Lukas Hradecky, markvörður gestanna, kom fljúgandi út. Þó færið væri orðið afskaplega þröngt tókst Alvarez að renna boltanum í netið og tryggja Atl. Madríd magnaðan 2-1 sigur. Alvarez inspires Atleti comeback 😤#UCL pic.twitter.com/bmaPtZAyNO— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) January 21, 2025 Sigurliðið er nú með 15 sig í 3. sæti þegar aðeins ein umferð er eftir af deildarkeppninni. Á sama tíma er Leverkusen í 6. sæti með 13 stig. Dortmund sótti Bologna heim og kom Serhou Guirassy gestunum yfir með marki úr vítaspyrnu þegar stundarfjórðungur var liðinn. Heimamenn sneru dæminu hins vegar við á tveggja mínútna kafla í síðari hálfleik. Thijs Dallinga jafnaði metin á 71. mínútu og örskömmu síðar tryggði Samuel Iling Junior heimaliðinu 2-1 sigur. Þá gerði Juventus markalaust jafntefli við Club Brugge á útivelli. Draw in Bruges.#UCL pic.twitter.com/OicAhl6gHc— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) January 21, 2025 Dortmund og Juventus er með 12 stig í 13. og 14. sæti á meðan Brugger með 11 stig í 17. sæti. Bologna er í 27. sæti með fimm stig. Aðeins ein umferð er eftir af hefðbundinni deildarkeppni Meistaradeildarinnar. Þá fara efstu átta liðin beint í 16-liða úrslit meðan liðin í 9. til 24. sæti fara í umspil um sæti í 16-liða úrslitum. Önnur úrslit Slovan Bratislava 1-3 Stuttgart Rauða Stjarnan 2-3 PSV Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Sjá meira
Í Madríd urðu heimamenn fyrir miklu áfalli um miðbik fyrri hálfleiks þegar hinn 21 árs gamli Pablo Barrios fékk beint rautt spjald fyrir grófan leik og heimamenn manni færri það sem eftir lifði leiks. Það nýttu gestirnir sér og kom Piero Hincapie þeim yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks eftir undirbúning Nordi Mukiele. Það verður hins vegar ekki sagt að Atl. Madríd sé þekkt fyrir að gefast upp. Julián Alvarez jafnaði metin eftir undirbúning Antoine Griezmann snemma í síðari hálfleik. Staðan var enn jöfn þegar Hincapie fékk sitt annað gula spjald þegar stundarfjórðungur lifði leiks og allt í einu var jafnt í liðum. Það var svo á lokamínútu venjulegs leiktíma sem Ángel Correa potaði boltanum inn fyrir vörn Leverkusen á Alvarez sem var nægilega yfirvegaður til að taka boltann til hliðar þegar Lukas Hradecky, markvörður gestanna, kom fljúgandi út. Þó færið væri orðið afskaplega þröngt tókst Alvarez að renna boltanum í netið og tryggja Atl. Madríd magnaðan 2-1 sigur. Alvarez inspires Atleti comeback 😤#UCL pic.twitter.com/bmaPtZAyNO— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) January 21, 2025 Sigurliðið er nú með 15 sig í 3. sæti þegar aðeins ein umferð er eftir af deildarkeppninni. Á sama tíma er Leverkusen í 6. sæti með 13 stig. Dortmund sótti Bologna heim og kom Serhou Guirassy gestunum yfir með marki úr vítaspyrnu þegar stundarfjórðungur var liðinn. Heimamenn sneru dæminu hins vegar við á tveggja mínútna kafla í síðari hálfleik. Thijs Dallinga jafnaði metin á 71. mínútu og örskömmu síðar tryggði Samuel Iling Junior heimaliðinu 2-1 sigur. Þá gerði Juventus markalaust jafntefli við Club Brugge á útivelli. Draw in Bruges.#UCL pic.twitter.com/OicAhl6gHc— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) January 21, 2025 Dortmund og Juventus er með 12 stig í 13. og 14. sæti á meðan Brugger með 11 stig í 17. sæti. Bologna er í 27. sæti með fimm stig. Aðeins ein umferð er eftir af hefðbundinni deildarkeppni Meistaradeildarinnar. Þá fara efstu átta liðin beint í 16-liða úrslit meðan liðin í 9. til 24. sæti fara í umspil um sæti í 16-liða úrslitum. Önnur úrslit Slovan Bratislava 1-3 Stuttgart Rauða Stjarnan 2-3 PSV
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Sjá meira