Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. janúar 2025 12:17 Inga Sæland í Hafnarborg í desember þar sem formenn stjórnmálaflokkanna Samfylkingarinnar og Viðreisnar auk félagasamtakanna Flokks fólksins kynntu ríkisstjórnarsamstarf sitt. Vísir/Vilheml Formaður Flokks fólksins segir að til standi að breyta skráningu flokksins úr félagasamtökum í stjórnmálaflokk á landsfundi í febrúar. Fundurinn verður sá fyrsti hjá flokknum í sex ár. Flokkurinn sé ekki á flæðiskeri staddur þegar komi að peningum. Inga Sæland segir að flokkurinn muni sennilega ekki fá styrk úr ríkissjóði nú í janúar eins og aðrir stjórnmálaflokkar á Alþingi vegna þess að flokkurinn hefur verið skráður sem félagasamtök frá stofnun. Til hafi staðið að breyta samþykktum flokksins, svo hann væri skráður sem slíkur, á landsfundi í nóvember en honum hafi þurft að fresta. „Það hefði í raun aldrei komið til þessa hefðum við getað haldið landsfundinn sem átti að halda í nóvember síðastliðnum. Það gerðist dulítið þá í samfélaginu þannig að þessi landsfundur verður ekki fyrr en í febrúar. Þetta er bara formgalli sem verður leiðréttur,“ segir Inga. Vísar hún þar til kosninga sem boðað var til í nóvember eftir að ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna var slitið í haust. Morgunblaðið greindi frá því í morgun að Flokkur fólksins hefði þegið 240 milljónir króna í styrkjum til stjórnmálaflokkur án þess að vera slíkur. Flokkur fólksins væri enn skráður sem „félagasamtök“. Óvíst er hvort flokkurinn fái tugi milljóna í styrk fyrir árið 2025 í janúar. Inga væntir þess ekki að fá peningana. „Við höfum engar áhyggjur af þessum peningum. Við erum á engu flæðiskeri stödd hvað þetta varðar. Þetta hefur ekki verið leiðrétt af því það þarf landsfund til. Það þarf aðalfundinn okkar til að heimila breytingar á samþykktum flokksins. Það verður gert í febrúar.“ Inga bendir á að vandamálið snúi að lagabreytingu sem hafi orðið til árið 2022. Frá og með þeim tíma hafi verið gerð ríkari krafa til skráninga stjórnmálaflokka til að tryggja upplýsingaskyldu flokkanna. „Þetta er samkvæmt lagabreytingu sem kom árið 2022. Við höfum ekki haldið landsfund síðan. Þetta er formgalli sem er óheppilegur en ekkert mál. Við lögum þetta með bros á vör.“ Raunar hefur Flokkur fólksins, sem stofnaður var í eldhúsinu heima hjá Ingu árið 2016, ekki haldið landsfund síðan árið 2019. Þetta verður því fyrsti landsfundur flokksins í sex ár. Flestir stjórnmálaflokkar halda slíka fundi annaðhvert ár þar sem formaður endurnýjar umboð sitt og kosið er í aðrar stöður innan flokksins. Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason fyrrverandi þingmenn flokksins gagnrýndu árið 2019 að Inga væri formaður flokksins og gjaldkeri og færi með prófkúru flokksins. „Ég tel ekki forsvaranlegt að formaður stjórnmálaflokks sitji yfir fjárreiðum hans með því að vera jafnframt prókúruhafi og gjaldkeri flokksins. Þá get ég heldur ekki sætt mig við að opinberu fé sé varið til launagreiðslna í þágu nánustu fjölskyldumeðlima stjórnmálaleiðtoga. Landslög kveða skýrt á um vandaða meðferð þeirra fjármuna sem stjórnmálaflokkar þiggja úr almannasjóðum og er mikilvægt að eftir þeim sé farið,“ sagði Karl Gauti í aðsendri grein í Morgunblaðinu árið 2019. Inga svaraði því til í samtali við Heimildina að Ólafur og Karl Gauti væru fullir af hefnigirni eftir að hafa verið vísað úr flokknum. Hún hefði vissulega verið allt í öllu hjá Flokki fólksins fyrstu árin en Jónína Björk Óskarsdóttir hefði svo tekið við sem gjaldkeri í desember 2018. „Það er mjög traust og öflugt utanumhald utan um Flokk fólksins. Hann hefur vaxið fallega, það er bara bjartsýni og bros hér,“ sagði Inga nýkjörinn félags- og húsnæðismálaráðherra að loknum ríkistjórnarfundi í morgun. Flokkur fólksins Alþingi Styrkir til stjórnmálasamtaka Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Inga Sæland segir að flokkurinn muni sennilega ekki fá styrk úr ríkissjóði nú í janúar eins og aðrir stjórnmálaflokkar á Alþingi vegna þess að flokkurinn hefur verið skráður sem félagasamtök frá stofnun. Til hafi staðið að breyta samþykktum flokksins, svo hann væri skráður sem slíkur, á landsfundi í nóvember en honum hafi þurft að fresta. „Það hefði í raun aldrei komið til þessa hefðum við getað haldið landsfundinn sem átti að halda í nóvember síðastliðnum. Það gerðist dulítið þá í samfélaginu þannig að þessi landsfundur verður ekki fyrr en í febrúar. Þetta er bara formgalli sem verður leiðréttur,“ segir Inga. Vísar hún þar til kosninga sem boðað var til í nóvember eftir að ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna var slitið í haust. Morgunblaðið greindi frá því í morgun að Flokkur fólksins hefði þegið 240 milljónir króna í styrkjum til stjórnmálaflokkur án þess að vera slíkur. Flokkur fólksins væri enn skráður sem „félagasamtök“. Óvíst er hvort flokkurinn fái tugi milljóna í styrk fyrir árið 2025 í janúar. Inga væntir þess ekki að fá peningana. „Við höfum engar áhyggjur af þessum peningum. Við erum á engu flæðiskeri stödd hvað þetta varðar. Þetta hefur ekki verið leiðrétt af því það þarf landsfund til. Það þarf aðalfundinn okkar til að heimila breytingar á samþykktum flokksins. Það verður gert í febrúar.“ Inga bendir á að vandamálið snúi að lagabreytingu sem hafi orðið til árið 2022. Frá og með þeim tíma hafi verið gerð ríkari krafa til skráninga stjórnmálaflokka til að tryggja upplýsingaskyldu flokkanna. „Þetta er samkvæmt lagabreytingu sem kom árið 2022. Við höfum ekki haldið landsfund síðan. Þetta er formgalli sem er óheppilegur en ekkert mál. Við lögum þetta með bros á vör.“ Raunar hefur Flokkur fólksins, sem stofnaður var í eldhúsinu heima hjá Ingu árið 2016, ekki haldið landsfund síðan árið 2019. Þetta verður því fyrsti landsfundur flokksins í sex ár. Flestir stjórnmálaflokkar halda slíka fundi annaðhvert ár þar sem formaður endurnýjar umboð sitt og kosið er í aðrar stöður innan flokksins. Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason fyrrverandi þingmenn flokksins gagnrýndu árið 2019 að Inga væri formaður flokksins og gjaldkeri og færi með prófkúru flokksins. „Ég tel ekki forsvaranlegt að formaður stjórnmálaflokks sitji yfir fjárreiðum hans með því að vera jafnframt prókúruhafi og gjaldkeri flokksins. Þá get ég heldur ekki sætt mig við að opinberu fé sé varið til launagreiðslna í þágu nánustu fjölskyldumeðlima stjórnmálaleiðtoga. Landslög kveða skýrt á um vandaða meðferð þeirra fjármuna sem stjórnmálaflokkar þiggja úr almannasjóðum og er mikilvægt að eftir þeim sé farið,“ sagði Karl Gauti í aðsendri grein í Morgunblaðinu árið 2019. Inga svaraði því til í samtali við Heimildina að Ólafur og Karl Gauti væru fullir af hefnigirni eftir að hafa verið vísað úr flokknum. Hún hefði vissulega verið allt í öllu hjá Flokki fólksins fyrstu árin en Jónína Björk Óskarsdóttir hefði svo tekið við sem gjaldkeri í desember 2018. „Það er mjög traust og öflugt utanumhald utan um Flokk fólksins. Hann hefur vaxið fallega, það er bara bjartsýni og bros hér,“ sagði Inga nýkjörinn félags- og húsnæðismálaráðherra að loknum ríkistjórnarfundi í morgun.
Flokkur fólksins Alþingi Styrkir til stjórnmálasamtaka Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira