Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar 21. janúar 2025 10:31 Ein af ástæðunum fyrir því að við lærum að synda er að hafa færnina til að bjarga okkur ef við lendum í vandræðum í vatni og er ein af mikilvægustu drukknunarforvörnum sem við höfum. Það gerir okkur, sem elskum að fara í sund, að mikilvægum hluta öryggismenningar á sund – og baðstöðum í landinu. Þegar við förum í sund gerum við það alltaf á eigin ábyrgð, sem framlengist ef við erum með börn með okkur. Ábyrgð okkar snýst um að við treystum okkur til að vera í vatni, að dagsformið okkar sé gott, vera vel nærð, vera meðvituð um að vatn, hiti og kuldi geti haft áhrif á undirliggjandi sjúkdóma eða kvilla. Einnig þýðir það að við treystum okkur til að bera ábyrgð á börnum í sundi og að tryggja að þau séu með nauðsynlegan öryggisbúnað eins og kúta. Annar mikilvægur hluti af öryggismenningu sund – og baðstaða er starfsfólk þeirra. Allt starfsfólk sund – og baðstaða, allsstaðar á landinu, fer árlega í gegnum sérstaka þjálfun í öryggi, skyndihjálp og björgun í vatni. Auk þess sem laugarverðir þreyta árlega hæfnismat í björgun úr vatni til að hafa réttindi til að starfa sem slíkur og viðhalda réttindum sínum. Námskeiðin í Öryggi og björgun, sem eru haldin af Rauða krossinum, tryggja að allt starfsfólk hafi þekkingu og hæfni í starfi sínu til að bregðast við neyðartilfellum, auk þess sem laugarverðir hafi sérstaka þekkingu og hæfni í hlutverki, skyldum og ábyrgð sem laugarvörður. Frumskylda laugarvarða í starfi er að tryggja öryggi gesta á vaktinni sinni. Laugarverðir sinna þessari frumskyldu sinni með eftirliti og skönnun á sínu svæði, tryggja slysavarnir, hafa þekkingu á lögum, reglugerðum og öryggisreglum. Þeir þurfa líka að vera tilbúnir til að bregðast við neyðartilfellum, taka stjórn á aðstæðum og veita skyndihjálp. Laugarverðir gegna lykilhlutverki sem viðbragðsaðilar fyrir okkur sem njótum þess að fara í sund. Þeir bregðast hratt og fagmannlega við ef óvænt atvik, svo sem veikindi, slys eða hætta á drukknun, kemur upp á meðan við erum í lauginni. Ef einstaklingur lendir í vandræðum í vatni, bera laugarverðir kennsl á aðstæður, virkja neyðaráætlun, bjarga viðkomandi upp úr vatninu og tryggja að hann fái örugga aðhlynningu á laugarbakkanum. Ef þörf krefur hefja þeir endurlífgun til að bjarga lífi. Með öflugu samstarfi okkar allra í öryggismenningu á sund – og baðstöðum getum við komið í veg fyrir alvarleg atvik eins og drukknun í laugum. Rauði krossinn er aðili að norrænum og alþjóðlegum samtökum í öryggi og björgun í laugum og vötnum og tryggir að unnið sé samkvæmt nýjustu aðferðum hverju sinni. 350 nýir laugarverðir kláruðu grunnþjálfun Rauða krossins í Öryggi og björgun árið 2024 auk þess sem 1.295 einstaklingar stóðust hæfnismat í björgun og vatni. Höfundur er teymisstjóri skyndihjálpar hjá Rauða krossinum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Slysavarnir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Ein af ástæðunum fyrir því að við lærum að synda er að hafa færnina til að bjarga okkur ef við lendum í vandræðum í vatni og er ein af mikilvægustu drukknunarforvörnum sem við höfum. Það gerir okkur, sem elskum að fara í sund, að mikilvægum hluta öryggismenningar á sund – og baðstöðum í landinu. Þegar við förum í sund gerum við það alltaf á eigin ábyrgð, sem framlengist ef við erum með börn með okkur. Ábyrgð okkar snýst um að við treystum okkur til að vera í vatni, að dagsformið okkar sé gott, vera vel nærð, vera meðvituð um að vatn, hiti og kuldi geti haft áhrif á undirliggjandi sjúkdóma eða kvilla. Einnig þýðir það að við treystum okkur til að bera ábyrgð á börnum í sundi og að tryggja að þau séu með nauðsynlegan öryggisbúnað eins og kúta. Annar mikilvægur hluti af öryggismenningu sund – og baðstaða er starfsfólk þeirra. Allt starfsfólk sund – og baðstaða, allsstaðar á landinu, fer árlega í gegnum sérstaka þjálfun í öryggi, skyndihjálp og björgun í vatni. Auk þess sem laugarverðir þreyta árlega hæfnismat í björgun úr vatni til að hafa réttindi til að starfa sem slíkur og viðhalda réttindum sínum. Námskeiðin í Öryggi og björgun, sem eru haldin af Rauða krossinum, tryggja að allt starfsfólk hafi þekkingu og hæfni í starfi sínu til að bregðast við neyðartilfellum, auk þess sem laugarverðir hafi sérstaka þekkingu og hæfni í hlutverki, skyldum og ábyrgð sem laugarvörður. Frumskylda laugarvarða í starfi er að tryggja öryggi gesta á vaktinni sinni. Laugarverðir sinna þessari frumskyldu sinni með eftirliti og skönnun á sínu svæði, tryggja slysavarnir, hafa þekkingu á lögum, reglugerðum og öryggisreglum. Þeir þurfa líka að vera tilbúnir til að bregðast við neyðartilfellum, taka stjórn á aðstæðum og veita skyndihjálp. Laugarverðir gegna lykilhlutverki sem viðbragðsaðilar fyrir okkur sem njótum þess að fara í sund. Þeir bregðast hratt og fagmannlega við ef óvænt atvik, svo sem veikindi, slys eða hætta á drukknun, kemur upp á meðan við erum í lauginni. Ef einstaklingur lendir í vandræðum í vatni, bera laugarverðir kennsl á aðstæður, virkja neyðaráætlun, bjarga viðkomandi upp úr vatninu og tryggja að hann fái örugga aðhlynningu á laugarbakkanum. Ef þörf krefur hefja þeir endurlífgun til að bjarga lífi. Með öflugu samstarfi okkar allra í öryggismenningu á sund – og baðstöðum getum við komið í veg fyrir alvarleg atvik eins og drukknun í laugum. Rauði krossinn er aðili að norrænum og alþjóðlegum samtökum í öryggi og björgun í laugum og vötnum og tryggir að unnið sé samkvæmt nýjustu aðferðum hverju sinni. 350 nýir laugarverðir kláruðu grunnþjálfun Rauða krossins í Öryggi og björgun árið 2024 auk þess sem 1.295 einstaklingar stóðust hæfnismat í björgun og vatni. Höfundur er teymisstjóri skyndihjálpar hjá Rauða krossinum.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun