Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar 20. janúar 2025 15:02 Kæru foreldrar og forráðamenn Mig langar að senda ykkur nokkrar línur um stöðu mála í kjaradeilu kennara. Við erum því miður ekki komin með neinn kjarasamning og það virðist vera litið að gerast í samningamálum KÍ og SÍS. Það styttist í 1. febrúar en þá hefst verkfall kennara. Okkar kennarar eru búnir að kjósa um að fara í verkfall sem átti jú að hefjast 10.desember en frestaðist þá. Ástæða þess að einungis sumir leikskólar fara í verkfall er vegna þess að það eru ekki allir leikskólar sem hafa fagfólk í deildarstjórastöðum og þeir leikskólar myndu ekki loka á meðan verkfallsaðgerðum stendur. Verkfall í þeim skólum myndi ekki hafa nein áhrif á foreldrahópinn. Við stjórnendur Stakkaborgar munum ekki ganga í störf okkar deildarstjóra en allir okkar deildarstjórar eru í KÍ, það þýðir að allar deildir verða lokaðar ef til verkfalls kemur. Við skiljum vel að þetta eru ekki kjöraðstæður – hvorki fyrir börnin ykkar né fyrir ykkur. Og það er ekki gert af léttúð eða með gleði hjá kennurum að kjósa með verkfalli, þau finna til með ykkur og ykkar börnum. En því miður er staða launamála kennara grafalvarleg og það er til mikils að vinna ef að hlutur kennara verður réttur og kennarar sjái sér hag í því að vinna í leikskólum. Við erum sífellt að horfa á meira brottfall kennara yfir í önnur betur launuð störf þótt að það hafi nú ekki verið endilega staðan hjá okkur hér í Stakkaborginni nema að litlum hluta. Við erum samt alltaf eins og allir aðrir að reyna að vanda valið við ráðningar en staðan í mörgum leikskólum er mjög slæm og erfitt að fá hæft fólk til starfa. Það er mín upplifum að þið foreldrar eruð stolt af starfi Stakkaborgar og séu ánægð hér hjá okkur – það er að stórum hluta því að þakka að hér erum við með mikið af fagfólki sem dregur vagninn í skólastarfinu – það eru ekki allir eins heppnir og þið að hafa fagfólk á öllum deildum. Það eru margir leikskólar sem eru í fáliðunarferli í hverri viku og í sumum er ástandi mjög slæmt. Með fjölgun kennara erum við að horfa til meiri stöðugleika þar sem kennarar eru búnir að mennta sig og ætla sér að starfa við kennslu. Ég vona svo sannarlega að þið standið við bakið á okkar flotta fagfólki sem ætlar að taka að sér að fara í verkfall til að hafa áhrif á að efla allt menntakerfi landsins – en ef einhvern tímann hefur verið þörf á því þá er það núna. Það eru aðeins 24% starfsmanna sveitafélags rekinna leikskóla landsins með kennsluréttindi og einungis 18 % starfsmann í sjálfstætt starfandi skólum, en það er stórt hlutfall að hafa 76-82% starfsmanna sem ekki hafa menntun til að vinna í leikskóla. Í okkar leikskóla eru það tæp 50% starfsmanna sem eru í KÍ en með réttu ættu allir leikskólar að vera með 2/3 með kennsluréttindi – við eigum því langt í land þrátt fyrir að okkar staða sé ágæt. Ég biðla til ykkar að hafa þetta í huga næstu daga og sýna okkar flotta fagfólki stuðning, það hefur allan minn stuðning og ég er stolt af því að tilheyra þessum flotta hópi kennara Stakkaborgar sem þorir, getur og vill berjast fyrir alla kennarastéttina. Áfram kennarar. Kveðja Jónína Einarsdóttir Höfundur er leikskólastjóri Stakkaborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Kennaraverkfall 2024-25 Leikskólar Reykjavík Mest lesið Halldór 20.09.2025 Halldór Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Sjá meira
Kæru foreldrar og forráðamenn Mig langar að senda ykkur nokkrar línur um stöðu mála í kjaradeilu kennara. Við erum því miður ekki komin með neinn kjarasamning og það virðist vera litið að gerast í samningamálum KÍ og SÍS. Það styttist í 1. febrúar en þá hefst verkfall kennara. Okkar kennarar eru búnir að kjósa um að fara í verkfall sem átti jú að hefjast 10.desember en frestaðist þá. Ástæða þess að einungis sumir leikskólar fara í verkfall er vegna þess að það eru ekki allir leikskólar sem hafa fagfólk í deildarstjórastöðum og þeir leikskólar myndu ekki loka á meðan verkfallsaðgerðum stendur. Verkfall í þeim skólum myndi ekki hafa nein áhrif á foreldrahópinn. Við stjórnendur Stakkaborgar munum ekki ganga í störf okkar deildarstjóra en allir okkar deildarstjórar eru í KÍ, það þýðir að allar deildir verða lokaðar ef til verkfalls kemur. Við skiljum vel að þetta eru ekki kjöraðstæður – hvorki fyrir börnin ykkar né fyrir ykkur. Og það er ekki gert af léttúð eða með gleði hjá kennurum að kjósa með verkfalli, þau finna til með ykkur og ykkar börnum. En því miður er staða launamála kennara grafalvarleg og það er til mikils að vinna ef að hlutur kennara verður réttur og kennarar sjái sér hag í því að vinna í leikskólum. Við erum sífellt að horfa á meira brottfall kennara yfir í önnur betur launuð störf þótt að það hafi nú ekki verið endilega staðan hjá okkur hér í Stakkaborginni nema að litlum hluta. Við erum samt alltaf eins og allir aðrir að reyna að vanda valið við ráðningar en staðan í mörgum leikskólum er mjög slæm og erfitt að fá hæft fólk til starfa. Það er mín upplifum að þið foreldrar eruð stolt af starfi Stakkaborgar og séu ánægð hér hjá okkur – það er að stórum hluta því að þakka að hér erum við með mikið af fagfólki sem dregur vagninn í skólastarfinu – það eru ekki allir eins heppnir og þið að hafa fagfólk á öllum deildum. Það eru margir leikskólar sem eru í fáliðunarferli í hverri viku og í sumum er ástandi mjög slæmt. Með fjölgun kennara erum við að horfa til meiri stöðugleika þar sem kennarar eru búnir að mennta sig og ætla sér að starfa við kennslu. Ég vona svo sannarlega að þið standið við bakið á okkar flotta fagfólki sem ætlar að taka að sér að fara í verkfall til að hafa áhrif á að efla allt menntakerfi landsins – en ef einhvern tímann hefur verið þörf á því þá er það núna. Það eru aðeins 24% starfsmanna sveitafélags rekinna leikskóla landsins með kennsluréttindi og einungis 18 % starfsmann í sjálfstætt starfandi skólum, en það er stórt hlutfall að hafa 76-82% starfsmanna sem ekki hafa menntun til að vinna í leikskóla. Í okkar leikskóla eru það tæp 50% starfsmanna sem eru í KÍ en með réttu ættu allir leikskólar að vera með 2/3 með kennsluréttindi – við eigum því langt í land þrátt fyrir að okkar staða sé ágæt. Ég biðla til ykkar að hafa þetta í huga næstu daga og sýna okkar flotta fagfólki stuðning, það hefur allan minn stuðning og ég er stolt af því að tilheyra þessum flotta hópi kennara Stakkaborgar sem þorir, getur og vill berjast fyrir alla kennarastéttina. Áfram kennarar. Kveðja Jónína Einarsdóttir Höfundur er leikskólastjóri Stakkaborgar.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun