Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar 20. janúar 2025 07:02 Á undirstöðu Frelsisstyttunnar í New York er málmplata með sonnettu eftir Emmu Lazarus (1849–1887). Hún var ort árið 1883 þegar skáldkonan safnaði fé til að smíða fótstall undir þessa risastyttu sem Frakkar gáfu Bandaríkjamönnum. Í þá daga trúðu margir því að Bandaríkin væru athvarf og von þeirra ofsóttu. Ég sá ljóðið þarna eitt hundrað árum síðar þegar ég fór með báti frá Manhattan til Liberty Island. Þá eimdi, að ég held, enn eftir af þessari trú. Mér varð hugsað til þessa ljóðs eftir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í nóvember og reyndi þá að snúa því á íslensku. NÝJA RISASTYTTAN Hann fornar þjóðir minnti á sinn mátt og málmsins þótta, risi í grískri höfn, en hér við elfar ós hjá saltri dröfn mun ólík honum kona er reisir hátt þann lampa sem af elding funa fær og fagnar mildum augum hverjum þeim sem undan kúgun leitar hingað heim, því hrakta fólki og þreytta móðir kær. Af vörum hennar heyrist þögult óp: „Þótt hafið áfram fornu tignarlönd allt prjál og tilgerð hérna gefast grið og flóttamanna mergð í stórum hóp þið megið senda vestur hér að strönd. Ég lyfti kyndli á loft við gullin hlið.“ Í fyrstu línunum er Frelsisstyttan borin saman við eldri risastyttu sem var reist á grísku eynni Ródos á þriðju öld f. Kr. og var á sínum tíma eitt af sjö undrum veraldar. Risinn á Ródos var að einhverju leyti fyrirmynd Frelsistyttunnar. Að kyndillin geymi eldingu vísar væntanlega til þess að í honum er rafmagnsljós sem var nýlunda þegar ljóðið var ort. Ég vona að sonnetta Emmu Lazarus gleymist ekki á okkar undarlegu tímum heldur haldi áfram að snerta fólk og hreyfa við því. Höfundur er prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Harðarson Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Sjá meira
Á undirstöðu Frelsisstyttunnar í New York er málmplata með sonnettu eftir Emmu Lazarus (1849–1887). Hún var ort árið 1883 þegar skáldkonan safnaði fé til að smíða fótstall undir þessa risastyttu sem Frakkar gáfu Bandaríkjamönnum. Í þá daga trúðu margir því að Bandaríkin væru athvarf og von þeirra ofsóttu. Ég sá ljóðið þarna eitt hundrað árum síðar þegar ég fór með báti frá Manhattan til Liberty Island. Þá eimdi, að ég held, enn eftir af þessari trú. Mér varð hugsað til þessa ljóðs eftir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í nóvember og reyndi þá að snúa því á íslensku. NÝJA RISASTYTTAN Hann fornar þjóðir minnti á sinn mátt og málmsins þótta, risi í grískri höfn, en hér við elfar ós hjá saltri dröfn mun ólík honum kona er reisir hátt þann lampa sem af elding funa fær og fagnar mildum augum hverjum þeim sem undan kúgun leitar hingað heim, því hrakta fólki og þreytta móðir kær. Af vörum hennar heyrist þögult óp: „Þótt hafið áfram fornu tignarlönd allt prjál og tilgerð hérna gefast grið og flóttamanna mergð í stórum hóp þið megið senda vestur hér að strönd. Ég lyfti kyndli á loft við gullin hlið.“ Í fyrstu línunum er Frelsisstyttan borin saman við eldri risastyttu sem var reist á grísku eynni Ródos á þriðju öld f. Kr. og var á sínum tíma eitt af sjö undrum veraldar. Risinn á Ródos var að einhverju leyti fyrirmynd Frelsistyttunnar. Að kyndillin geymi eldingu vísar væntanlega til þess að í honum er rafmagnsljós sem var nýlunda þegar ljóðið var ort. Ég vona að sonnetta Emmu Lazarus gleymist ekki á okkar undarlegu tímum heldur haldi áfram að snerta fólk og hreyfa við því. Höfundur er prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun