Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar 20. janúar 2025 07:02 Á undirstöðu Frelsisstyttunnar í New York er málmplata með sonnettu eftir Emmu Lazarus (1849–1887). Hún var ort árið 1883 þegar skáldkonan safnaði fé til að smíða fótstall undir þessa risastyttu sem Frakkar gáfu Bandaríkjamönnum. Í þá daga trúðu margir því að Bandaríkin væru athvarf og von þeirra ofsóttu. Ég sá ljóðið þarna eitt hundrað árum síðar þegar ég fór með báti frá Manhattan til Liberty Island. Þá eimdi, að ég held, enn eftir af þessari trú. Mér varð hugsað til þessa ljóðs eftir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í nóvember og reyndi þá að snúa því á íslensku. NÝJA RISASTYTTAN Hann fornar þjóðir minnti á sinn mátt og málmsins þótta, risi í grískri höfn, en hér við elfar ós hjá saltri dröfn mun ólík honum kona er reisir hátt þann lampa sem af elding funa fær og fagnar mildum augum hverjum þeim sem undan kúgun leitar hingað heim, því hrakta fólki og þreytta móðir kær. Af vörum hennar heyrist þögult óp: „Þótt hafið áfram fornu tignarlönd allt prjál og tilgerð hérna gefast grið og flóttamanna mergð í stórum hóp þið megið senda vestur hér að strönd. Ég lyfti kyndli á loft við gullin hlið.“ Í fyrstu línunum er Frelsisstyttan borin saman við eldri risastyttu sem var reist á grísku eynni Ródos á þriðju öld f. Kr. og var á sínum tíma eitt af sjö undrum veraldar. Risinn á Ródos var að einhverju leyti fyrirmynd Frelsistyttunnar. Að kyndillin geymi eldingu vísar væntanlega til þess að í honum er rafmagnsljós sem var nýlunda þegar ljóðið var ort. Ég vona að sonnetta Emmu Lazarus gleymist ekki á okkar undarlegu tímum heldur haldi áfram að snerta fólk og hreyfa við því. Höfundur er prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Harðarson Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Á undirstöðu Frelsisstyttunnar í New York er málmplata með sonnettu eftir Emmu Lazarus (1849–1887). Hún var ort árið 1883 þegar skáldkonan safnaði fé til að smíða fótstall undir þessa risastyttu sem Frakkar gáfu Bandaríkjamönnum. Í þá daga trúðu margir því að Bandaríkin væru athvarf og von þeirra ofsóttu. Ég sá ljóðið þarna eitt hundrað árum síðar þegar ég fór með báti frá Manhattan til Liberty Island. Þá eimdi, að ég held, enn eftir af þessari trú. Mér varð hugsað til þessa ljóðs eftir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í nóvember og reyndi þá að snúa því á íslensku. NÝJA RISASTYTTAN Hann fornar þjóðir minnti á sinn mátt og málmsins þótta, risi í grískri höfn, en hér við elfar ós hjá saltri dröfn mun ólík honum kona er reisir hátt þann lampa sem af elding funa fær og fagnar mildum augum hverjum þeim sem undan kúgun leitar hingað heim, því hrakta fólki og þreytta móðir kær. Af vörum hennar heyrist þögult óp: „Þótt hafið áfram fornu tignarlönd allt prjál og tilgerð hérna gefast grið og flóttamanna mergð í stórum hóp þið megið senda vestur hér að strönd. Ég lyfti kyndli á loft við gullin hlið.“ Í fyrstu línunum er Frelsisstyttan borin saman við eldri risastyttu sem var reist á grísku eynni Ródos á þriðju öld f. Kr. og var á sínum tíma eitt af sjö undrum veraldar. Risinn á Ródos var að einhverju leyti fyrirmynd Frelsistyttunnar. Að kyndillin geymi eldingu vísar væntanlega til þess að í honum er rafmagnsljós sem var nýlunda þegar ljóðið var ort. Ég vona að sonnetta Emmu Lazarus gleymist ekki á okkar undarlegu tímum heldur haldi áfram að snerta fólk og hreyfa við því. Höfundur er prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar