Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. janúar 2025 11:32 Teitur Örlygsson vildi vita hvaða félags Pavel Ermolinskij bæri mestar taugar til. stöð 2 sport Teitur Örlygsson nýtti tækifærið í Bónus Körfuboltakvöldi og spurði Pavel Ermolinskij hvaða íslenska félag, sem hann spilaði með eða þjálfaði, honum þætti vænst um. Pavel lék sína fyrstu leiki barnungur með Skallagrími en eftir nokkur ár í atvinnumennsku sneri hann aftur til Íslands 2010 og gekk í raðir KR. Hann varð sjö sinnum Íslandsmeistari með liðinu áður en hann fór í Val þar sem hann lauk leikmannaferlinum á að verða meistari 2022. Pavel gerði svo Tindastól að Íslandsmeisturum sem þjálfari 2023. Teiti lék forvitni á að vita hvaða félag Pavel bæri mestar taugar til og varpaði spurningunni til hans í Bónus Körfuboltakvöldi á föstudaginn. „Skallagrímur er alltaf efst. Þetta er æskan mín, ástæðan fyrir því að ég er hérna, sit hérna með ykkur er körfuknattleiksdeild Skallagríms sem ákveður að koma með fjölskylduna mína til landsins. Það mun aldrei breytast. Vonandi get ég einhvern tímann endurgoldið þeim það,“ sagði Pavel. Hann segist hafa fjarlægt KR of mikið þrátt fyrir að hafa átt afar góðu gengi að fagna með liðinu og unnið sjö Íslandsmeistaratitla með því. Klippa: Bónus Körfuboltakvöld - Hvaða félag þykir Pavel vænst um? Pavel er afar hreykinn af Valstímanum og á góðar minningar frá honum. „Ég er stoltastur af Valskaflanum. Hann er mesta afrekið fyrir mér. Ég á ekkert KR einhvern veginn en Valur frá byrjun til enda, ég er stoltastur af því,“ sagði Pavel. Íslandsmeistaratitilinn sem hann vann með Tindastóli fyrir tveimur árum vekur svo upp góðar minningar. „Tindastóll var einstakasta upplifun á mínum körfuboltaferli. Þetta var einstakasti titilinn og úti á landi Pavel fékk það sem hann vildi. Það er erfitt að útskýra hvernig er að vera hluti af Tindastólsliði í lokaúrslitum á Sauðárkróki.“ Innslagið úr Bónus Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Körfuboltakvöld Skallagrímur KR Valur Tindastóll Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira
Pavel lék sína fyrstu leiki barnungur með Skallagrími en eftir nokkur ár í atvinnumennsku sneri hann aftur til Íslands 2010 og gekk í raðir KR. Hann varð sjö sinnum Íslandsmeistari með liðinu áður en hann fór í Val þar sem hann lauk leikmannaferlinum á að verða meistari 2022. Pavel gerði svo Tindastól að Íslandsmeisturum sem þjálfari 2023. Teiti lék forvitni á að vita hvaða félag Pavel bæri mestar taugar til og varpaði spurningunni til hans í Bónus Körfuboltakvöldi á föstudaginn. „Skallagrímur er alltaf efst. Þetta er æskan mín, ástæðan fyrir því að ég er hérna, sit hérna með ykkur er körfuknattleiksdeild Skallagríms sem ákveður að koma með fjölskylduna mína til landsins. Það mun aldrei breytast. Vonandi get ég einhvern tímann endurgoldið þeim það,“ sagði Pavel. Hann segist hafa fjarlægt KR of mikið þrátt fyrir að hafa átt afar góðu gengi að fagna með liðinu og unnið sjö Íslandsmeistaratitla með því. Klippa: Bónus Körfuboltakvöld - Hvaða félag þykir Pavel vænst um? Pavel er afar hreykinn af Valstímanum og á góðar minningar frá honum. „Ég er stoltastur af Valskaflanum. Hann er mesta afrekið fyrir mér. Ég á ekkert KR einhvern veginn en Valur frá byrjun til enda, ég er stoltastur af því,“ sagði Pavel. Íslandsmeistaratitilinn sem hann vann með Tindastóli fyrir tveimur árum vekur svo upp góðar minningar. „Tindastóll var einstakasta upplifun á mínum körfuboltaferli. Þetta var einstakasti titilinn og úti á landi Pavel fékk það sem hann vildi. Það er erfitt að útskýra hvernig er að vera hluti af Tindastólsliði í lokaúrslitum á Sauðárkróki.“ Innslagið úr Bónus Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Körfuboltakvöld Skallagrímur KR Valur Tindastóll Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira