Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 18. janúar 2025 16:36 Sigrún Ólafsdóttir er formaður Félags prófessora í ríkisháskólum. Hún hefur miklar áhyggjur af framtíð háskólakerfisins á Íslandi. Háskóli Íslands Prófessorar í ríkisháskólum hafa verið án kjarasamnings í tíu mánuði. Mikill vilji fyrir verkfallsaðgerðum er meðal félagsmanna. Formaður útilokar ekki aðgerðir en mikið starfsálag og lítil nýliðun veldur miklum áhyggjum. „Nú eru tíu mánuðir liðnir síðan samningur ríkisins við Félags prófessora við ríkisháskóla (FPR) losnaði og samningaviðræður hafa engan árangur borið. Að óbreyttu fara prófessorar í verkfall á næstu vikum,“ skrifar Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild HÍ, í aðsendri grein á Vísi. Sigrún Ólafsdóttir, formaður Félags prófessora í ríkisháskólum og prófessor í félagsfræði, segir aðgerðirnar ekki hafa verið nákvæmlega útfærðar en stjórn félagsins skoðar hvaða aðgerðir séu raunhæfar. „Það getur verið allt frá til dæmis að vinna ekki yfirvinnu sem að miðar við það álag sem er á prófessorum almennt. Þá myndi það til dæmis þýða eins og við hefðum ekki tíma til að fara yfir verkefni hjá nemendum, við myndum ekki geta leiðbeint lokaverkefni. Því eins og til dæmis hjá mér, nánast allt sem að kemur að yfirferð á verkefnum geri ég í yfirvinnu,“ segir Sigrún í samtali við fréttastofu. 70% félagsmanna vilja verkfallsaðgerðir „Nýlega sendi stjórn félags prófessora frá sér niðurstöður könnunar sem gerð var meðal félagsfólks. Þar kom í ljós að rúmlega 70% prófessora styðja verkfallsaðgerðir í einhverju formi. Það er því raunveruleg hætta á því að opinberir háskólar, Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri, Háskólinn á Hólum og Landbúnaðarháskóli Íslands séu að missa prófessorana sína í verkfall,“ skrifar Silja Bára. „Þetta var mjög almennt til að kanna vilja félagsfólks. Þá hvort það væri tilbúið að skrifa undir þann samning sem er á borðinu og þá er staðan þannig hjá okkur að það hefur ekki orðin nein kaupmáttaraukning hjá okkur frá 2016 og í raun kaupmáttarrýrnun. Ef við göngum inn í þessa samninga þá mun það ástand halda áfram allaveganna til 2028. Þannig að við í stjórninni mátum það sem svo að það sé óásættanlegt fyrir okkar hóp,“ segir Sigrún. Telur þú það líklegt að þið þurfið að nýta þessar aðgerðir til þess að láta heyra í ykkur? „Já ég myndi alveg telja það nokkuð líklegt á þessum tímapunkti, ef að allt verði þrautreynt,“ segir Sigrún. Hafa verulegar áhyggjur af langþreytu starfsmanna „Starfsfólk háskólanna er langþreytt á endalausum niðurskurði undanfarinna ára og er að þrotum komið. Nýleg rannsókn sýnir að stór hluti akademísks starfsfólks á Íslandi er í hættu á kulnun. Þar er ekki við stjórnendur háskólanna að sakast, heldur stjórnvöld sem hafa ekki fjármagnað háskólastigið þrátt fyrir fögur fyrirheit,“ skrifar Silja Bára Sigrún tekur undir langþreytu starfsmanna og segist hafa verulegar áhyggjur. „Það er náttúrulega þannig að langflestar deildir háskólans eru undirmannaðar og undirfjármagnaðar,“ segir hún. „Við höfum miklar áhyggjur af til dæmis könnun sem sýnir að 40% akademísks starfsfólks í háskóla eru sem sagt annað hvort komin í kulnun eða komin mjög langt á leið þangað. Það er helmingur lektora.“ Sigrún segir stjórn félagsins í virku samtali við stjórnendur háskólanna til að bæta kjör og aðstæður prófessora. Þá hafi þau beitt miklum þrýstingi til að fá fund með háskólaráðherra og efnahags- og fjármálaráðherra. „Auðvitað er það örþrifaaðgerð að fara í verkfall og auðvitað vonum við öll heitt og innilega að það sé hægt að bæta kjör okkur og aðstæður án þess að til verkfalls komi,“ segir Sigrún. Frekari kröfur á starfsfólk og lítil sem engin nýliðun Hún bendir samt sem áður á mikla erfiðleika innan háskólastéttarinnar. „Við þurfum bæði að fá fólk í framhaldsnám, það er orðið erfitt að ráða í lektorstöður, því þegar fólk heyrir um kjörin, þegar það heyrir hvað það myndi lækka mikið í kjörum þegar það er að fara úr öðrum störfum, til dæmis hjá ríkinu og sveitarfélögum. Sko ég tali nú ekki um það ef það er að koma erlendis frá. Það er erfitt að ráða í ýmsum greinum innan háskólans,“ segir Sigrún. „Þannig það er í raun alltaf verið að setja meiri og meiri kröfur á starfsfólk á meðan það er rýrnun á kjörum og við teljum það óásættanlegt og eins og ég segi þá höfum við bara verulegar áhyggjur af hvert framtíð háskólakerfisins er að stefna þegar við erum að fara sjá þessa verulega erfiðleika með nýliðun og að halda fólki í þessum störfum.“ Háskólar Kjaramál Stéttarfélög Skóla- og menntamál Kjaraviðræður 2023-25 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
„Nú eru tíu mánuðir liðnir síðan samningur ríkisins við Félags prófessora við ríkisháskóla (FPR) losnaði og samningaviðræður hafa engan árangur borið. Að óbreyttu fara prófessorar í verkfall á næstu vikum,“ skrifar Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild HÍ, í aðsendri grein á Vísi. Sigrún Ólafsdóttir, formaður Félags prófessora í ríkisháskólum og prófessor í félagsfræði, segir aðgerðirnar ekki hafa verið nákvæmlega útfærðar en stjórn félagsins skoðar hvaða aðgerðir séu raunhæfar. „Það getur verið allt frá til dæmis að vinna ekki yfirvinnu sem að miðar við það álag sem er á prófessorum almennt. Þá myndi það til dæmis þýða eins og við hefðum ekki tíma til að fara yfir verkefni hjá nemendum, við myndum ekki geta leiðbeint lokaverkefni. Því eins og til dæmis hjá mér, nánast allt sem að kemur að yfirferð á verkefnum geri ég í yfirvinnu,“ segir Sigrún í samtali við fréttastofu. 70% félagsmanna vilja verkfallsaðgerðir „Nýlega sendi stjórn félags prófessora frá sér niðurstöður könnunar sem gerð var meðal félagsfólks. Þar kom í ljós að rúmlega 70% prófessora styðja verkfallsaðgerðir í einhverju formi. Það er því raunveruleg hætta á því að opinberir háskólar, Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri, Háskólinn á Hólum og Landbúnaðarháskóli Íslands séu að missa prófessorana sína í verkfall,“ skrifar Silja Bára. „Þetta var mjög almennt til að kanna vilja félagsfólks. Þá hvort það væri tilbúið að skrifa undir þann samning sem er á borðinu og þá er staðan þannig hjá okkur að það hefur ekki orðin nein kaupmáttaraukning hjá okkur frá 2016 og í raun kaupmáttarrýrnun. Ef við göngum inn í þessa samninga þá mun það ástand halda áfram allaveganna til 2028. Þannig að við í stjórninni mátum það sem svo að það sé óásættanlegt fyrir okkar hóp,“ segir Sigrún. Telur þú það líklegt að þið þurfið að nýta þessar aðgerðir til þess að láta heyra í ykkur? „Já ég myndi alveg telja það nokkuð líklegt á þessum tímapunkti, ef að allt verði þrautreynt,“ segir Sigrún. Hafa verulegar áhyggjur af langþreytu starfsmanna „Starfsfólk háskólanna er langþreytt á endalausum niðurskurði undanfarinna ára og er að þrotum komið. Nýleg rannsókn sýnir að stór hluti akademísks starfsfólks á Íslandi er í hættu á kulnun. Þar er ekki við stjórnendur háskólanna að sakast, heldur stjórnvöld sem hafa ekki fjármagnað háskólastigið þrátt fyrir fögur fyrirheit,“ skrifar Silja Bára Sigrún tekur undir langþreytu starfsmanna og segist hafa verulegar áhyggjur. „Það er náttúrulega þannig að langflestar deildir háskólans eru undirmannaðar og undirfjármagnaðar,“ segir hún. „Við höfum miklar áhyggjur af til dæmis könnun sem sýnir að 40% akademísks starfsfólks í háskóla eru sem sagt annað hvort komin í kulnun eða komin mjög langt á leið þangað. Það er helmingur lektora.“ Sigrún segir stjórn félagsins í virku samtali við stjórnendur háskólanna til að bæta kjör og aðstæður prófessora. Þá hafi þau beitt miklum þrýstingi til að fá fund með háskólaráðherra og efnahags- og fjármálaráðherra. „Auðvitað er það örþrifaaðgerð að fara í verkfall og auðvitað vonum við öll heitt og innilega að það sé hægt að bæta kjör okkur og aðstæður án þess að til verkfalls komi,“ segir Sigrún. Frekari kröfur á starfsfólk og lítil sem engin nýliðun Hún bendir samt sem áður á mikla erfiðleika innan háskólastéttarinnar. „Við þurfum bæði að fá fólk í framhaldsnám, það er orðið erfitt að ráða í lektorstöður, því þegar fólk heyrir um kjörin, þegar það heyrir hvað það myndi lækka mikið í kjörum þegar það er að fara úr öðrum störfum, til dæmis hjá ríkinu og sveitarfélögum. Sko ég tali nú ekki um það ef það er að koma erlendis frá. Það er erfitt að ráða í ýmsum greinum innan háskólans,“ segir Sigrún. „Þannig það er í raun alltaf verið að setja meiri og meiri kröfur á starfsfólk á meðan það er rýrnun á kjörum og við teljum það óásættanlegt og eins og ég segi þá höfum við bara verulegar áhyggjur af hvert framtíð háskólakerfisins er að stefna þegar við erum að fara sjá þessa verulega erfiðleika með nýliðun og að halda fólki í þessum störfum.“
Háskólar Kjaramál Stéttarfélög Skóla- og menntamál Kjaraviðræður 2023-25 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira