Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir og Ragnar Þór Ingólfsson skrifa 18. janúar 2025 07:04 Á föstudag var brotið blað í húsnæðismálum þegar VR Blær afhenti yfir tuttugu leiguíbúðir í glæsilegu fjölbýlishúsi í Úlfarsárdal.Íbúðir VR Blævar eru byggðar eftir nýrri hugsun á leigumarkaði þar sem örugg afkoma og búsetuöryggi eru í fyrirrúmi. Markmiðið er enda ekki að maka krókinn, heldur að byggja heimili fyrir fólk. Leigan er að jafnaði tugum þúsunda undir markaðsleigu, leigjandi á sæti í húsfélagi og getur þannig tekið ákvarðanir um sitt nánasta umhverfi og er heimilt að mála og gera breytingar á íbúðinni líkt og um eign væri að ræða. Verkefnið hefur verið lengi í undirbúningi eða allt frá afhendingu lóðarinnar af hendi Reykjavíkurborgar árið 2021. Til að liðka fyrir húsnæðisuppbyggingu án tekjumarka var félagið Blær sett á laggirnar og er systurfélag Bjargs íbúðafélags. Þetta opnar á möguleika fleiri stéttarfélaga og langtíma fjárfesta, eins og lífeyrissjóða, til að byggja fyrir sitt félagsfólk og tryggja þannig búsetuöryggi til lengri tíma og fyrirsjáanlega húsaleigu þar sem arðsemi er stillt í hóf. Þak yfir höfuðið Eitt af því sem hefur einkennt húsnæðismál á Íslandi í áranna rás hefur verið óþroskaður leigumarkaður. Að leigja íbúð hefur verið álitin óheppileg varða í átt að því að kaupa fasteign og eingöngu sem tímabundinn valkostur fyrir þau sem eiga ekki tök á öðru. Þetta hefur leitt til lélegs regluumhverfis um húsaleigu og veruleika þar sem leiguverð getur tekið hækkunum langt umfram verðbólgu. Leigjendur hafa því búið við bæði afkomu- og húsnæðisóöryggi og verið háðir duttlungum húseigenda. Um leið reynist sífellt erfiðara að komast af leigumarkaði, því að ætla að safna í útborgun fyrir fasteign er eins og að taka þátt í maraþoni þar sem marklínan færist alltaf fjær. Um langa hríð hefur verið rík samstaða um að takast þurfi á við húsnæðiskreppuna. Starfshópur eftir starfshóp hefur setið að störfum og útfært aðgerðir, sem sumar hafa komist til framkvæmda en því miður hefur of lítið gerst og of hægt. Aðgerðir í húsnæðismálum þurfa að vera fjölbreyttar og eitt lykilmál er að koma á laggirnar öruggu leiguhúsnæði á sanngjörnum kjörum. Þar hefur verkalýðshreyfingin stigið fast til jarðar. Með tilkomu Bjargs íbúðafélags hafa yfir eitt þúsund fjölskyldur komist í var frá gróðadrifnum leigumarkaði og búa nú í góðu og öruggu húsnæði og greiða fyrir það sanngjarna leigu til langs tíma. Íbúðir Bjargs eru ætlaðar einstaklingum og fjölskyldum á vinnumarkaði sem eru undir ákveðnum tekju- og eignamörkum en ljóst er að þörfin er mun víðtækari en svo. Húsnæðisöryggi fyrir 36 fjölskyldur Vissulega er spurning á hverjum tíma fyrir sig hvernig eigi að reka húsnæðiskerfi sem er ekki sett upp til að hagnast óhóflega á fólki sem þarfnast heimilis. Til dæmis má velta því upp hvort leggja eigi áherslu á leigu- eða eignaíbúðir og hver eigi að vera þáttur hins opinbera annars vegar og annarra aðila á borð við verkalýðshreyfinguna, lífeyrissjóði og samvinnufélög hins vegar. Staðreyndin er samt sú að húsnæðiskrísan er af þeirri stærðargráðu að við verðum öll að leggjast á árarnar. Fólk á rétt á öruggu húsnæði á sanngjörnum kjörum, hvort sem er til eignar eða leigu eða eftir öðru fyrirkomulagi. Við, núverandi og fyrrverandi formaður VR, fögnum þeim áfanga sem náðst hefur fyrir félagsfólk VR þar sem nú eru að verða til heimili fyrir 36 fjölskyldur og einstaklinga. Um leið heitum við því, hvort á sínum vettvangi, að gera allt sem í okkar valdi stendur til að stuðla að húsnæðisöryggi fyrir unga sem aldna. Húsnæðisöryggi er mannréttindamál og um leið er húsnæði einn stærsti útgjaldaliður launafólks. Hér er því mikið í húfi að vel takist til við að byggja upp húsnæði sem þjónar stækkandi og fjölbreyttu samfélagi, og án þess að gróðaöflin fái frítt spil til að hagnast á því. Halla Gunnarsdóttir er formaður VR Ragnar Þór Ingólfsson er alþingismaður og fyrrverandi formaður VR Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Ragnar Þór Ingólfsson Halla Gunnarsdóttir Stéttarfélög Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Á föstudag var brotið blað í húsnæðismálum þegar VR Blær afhenti yfir tuttugu leiguíbúðir í glæsilegu fjölbýlishúsi í Úlfarsárdal.Íbúðir VR Blævar eru byggðar eftir nýrri hugsun á leigumarkaði þar sem örugg afkoma og búsetuöryggi eru í fyrirrúmi. Markmiðið er enda ekki að maka krókinn, heldur að byggja heimili fyrir fólk. Leigan er að jafnaði tugum þúsunda undir markaðsleigu, leigjandi á sæti í húsfélagi og getur þannig tekið ákvarðanir um sitt nánasta umhverfi og er heimilt að mála og gera breytingar á íbúðinni líkt og um eign væri að ræða. Verkefnið hefur verið lengi í undirbúningi eða allt frá afhendingu lóðarinnar af hendi Reykjavíkurborgar árið 2021. Til að liðka fyrir húsnæðisuppbyggingu án tekjumarka var félagið Blær sett á laggirnar og er systurfélag Bjargs íbúðafélags. Þetta opnar á möguleika fleiri stéttarfélaga og langtíma fjárfesta, eins og lífeyrissjóða, til að byggja fyrir sitt félagsfólk og tryggja þannig búsetuöryggi til lengri tíma og fyrirsjáanlega húsaleigu þar sem arðsemi er stillt í hóf. Þak yfir höfuðið Eitt af því sem hefur einkennt húsnæðismál á Íslandi í áranna rás hefur verið óþroskaður leigumarkaður. Að leigja íbúð hefur verið álitin óheppileg varða í átt að því að kaupa fasteign og eingöngu sem tímabundinn valkostur fyrir þau sem eiga ekki tök á öðru. Þetta hefur leitt til lélegs regluumhverfis um húsaleigu og veruleika þar sem leiguverð getur tekið hækkunum langt umfram verðbólgu. Leigjendur hafa því búið við bæði afkomu- og húsnæðisóöryggi og verið háðir duttlungum húseigenda. Um leið reynist sífellt erfiðara að komast af leigumarkaði, því að ætla að safna í útborgun fyrir fasteign er eins og að taka þátt í maraþoni þar sem marklínan færist alltaf fjær. Um langa hríð hefur verið rík samstaða um að takast þurfi á við húsnæðiskreppuna. Starfshópur eftir starfshóp hefur setið að störfum og útfært aðgerðir, sem sumar hafa komist til framkvæmda en því miður hefur of lítið gerst og of hægt. Aðgerðir í húsnæðismálum þurfa að vera fjölbreyttar og eitt lykilmál er að koma á laggirnar öruggu leiguhúsnæði á sanngjörnum kjörum. Þar hefur verkalýðshreyfingin stigið fast til jarðar. Með tilkomu Bjargs íbúðafélags hafa yfir eitt þúsund fjölskyldur komist í var frá gróðadrifnum leigumarkaði og búa nú í góðu og öruggu húsnæði og greiða fyrir það sanngjarna leigu til langs tíma. Íbúðir Bjargs eru ætlaðar einstaklingum og fjölskyldum á vinnumarkaði sem eru undir ákveðnum tekju- og eignamörkum en ljóst er að þörfin er mun víðtækari en svo. Húsnæðisöryggi fyrir 36 fjölskyldur Vissulega er spurning á hverjum tíma fyrir sig hvernig eigi að reka húsnæðiskerfi sem er ekki sett upp til að hagnast óhóflega á fólki sem þarfnast heimilis. Til dæmis má velta því upp hvort leggja eigi áherslu á leigu- eða eignaíbúðir og hver eigi að vera þáttur hins opinbera annars vegar og annarra aðila á borð við verkalýðshreyfinguna, lífeyrissjóði og samvinnufélög hins vegar. Staðreyndin er samt sú að húsnæðiskrísan er af þeirri stærðargráðu að við verðum öll að leggjast á árarnar. Fólk á rétt á öruggu húsnæði á sanngjörnum kjörum, hvort sem er til eignar eða leigu eða eftir öðru fyrirkomulagi. Við, núverandi og fyrrverandi formaður VR, fögnum þeim áfanga sem náðst hefur fyrir félagsfólk VR þar sem nú eru að verða til heimili fyrir 36 fjölskyldur og einstaklinga. Um leið heitum við því, hvort á sínum vettvangi, að gera allt sem í okkar valdi stendur til að stuðla að húsnæðisöryggi fyrir unga sem aldna. Húsnæðisöryggi er mannréttindamál og um leið er húsnæði einn stærsti útgjaldaliður launafólks. Hér er því mikið í húfi að vel takist til við að byggja upp húsnæði sem þjónar stækkandi og fjölbreyttu samfélagi, og án þess að gróðaöflin fái frítt spil til að hagnast á því. Halla Gunnarsdóttir er formaður VR Ragnar Þór Ingólfsson er alþingismaður og fyrrverandi formaður VR
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar