Fram kemur í fréttinni að dómstóllinn hafi í dag ekki greint nánar frá því um hvað málið snerist. Þá segir að í Finnlandi sé hægt að sækja um nálgunarbann vegna áreitis og hótana. Það megi krefjast þess að einhver hætti að hafa samband við þig.
Þá segir í fréttinni að fyrra nálgunarbannið hafi verið sett á af dómstóli í Vestur-Uusimaa fyrir nokkrum árum og það seinna í Helsinki í fyrra. Í fyrra málinu hafi nálgunarbannið varðar tvær konur sem maðurinn átti að hafa ógnað, sent skilaboð og hótað að myrða. Í því seinna hafi nálgunarbannið kveðið á um að hann mætti ekki koma nálægt konu á fertugsaldri.
Maðurinn hefur samkvæmt fréttinni verið ákærður fyrir að sitja um einhvern og fyrir að brjóta á nálgunarbanni í Vestur-Uusimaa. Það á samkvæmt fréttinni að hafa gerst í fyrra. Í því máli er þolandi einnig kona.
Sanna Marin var forsætisráðherra Finnlands frá 2019 til 2023. Hún sagði af sér sem formaður flokks síns, Jafnaðarmannaflokksins, árið 2023 í kjölfar ósigurs í kosningum. Hún hætti á finnska þinginu sama ár og fór að vinna sem ráðgjafi fyrir Tony Blair stofnina.