Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. janúar 2025 15:43 Alvöru reynsluboltar vilja aftur í Eurovision fyrir hönd Noregs. Sléttum fjörutíu árum eftir að þau komu, sáu og sigruðu Eurovision söngvakeppnina með La de swinge! stefnir hljómsveitin á endurkomu í keppnina. Sveitin ætlar að taka þátt í norsku undankeppninni Melodi Grand Prix en athygli vekur að þar er einnig að finna hljómsveitina Wig Wam sem keppti fyrir hönd Noregs í keppninni árið 2005 og sló í gegn hér á landi. Þetta kemur fram í umfjöllun norska miðilsins VG. Þar kemur fram að tvíeykið, hin 66 ára gamla Elisabeth Andreassen og hinn 68 ára gamla Hanne Krogh hafi aldrei verið sprækari og verði meðal fimm keppenda í norsku undankeppninni. Upphaflega áttu þeir að vera sjö áður en tveir drógu sig til baka. Bobbysocks mæta í undankeppnina með lagið Joyful. Þær segja í samtali við norska miðilinn að það hafi aldrei verið betri tími en nú til að taka aftur þátt í keppninni, enda rosaleg tímamót í ár. Þær stöllur sigruðu keppnina árið 1985. Slógu í gegn í Vetrargarðinum Síðan þá hafa þær farið mikinn í norska tónlistarheiminum í sitthvoru lagi. Þær sáu ekki fram á að taka einhvern tímann aftur þátt í keppninni, þar til þær áttuðu sig á því að í ár væri afmælisár og slétt fjörutíu ár síðan þær sigruðu keppnina. Listi yfir keppendur var birtur í dag í norskum miðlum. Þar vekur mesta athygli fyrir utan stórtíðindin af Bobbysocks að glamrokkararnir í Wig Wam mæta aftur til leiks í keppnina. Sveitin fagnar tuttugu ára afmæli í ár en hún tók þátt með lagið In my dreams árið 2005. Lagið naut mikilla vinsælda hér á landi og slógu rokkararnir í gegn í Vetrargarðinum í Smáralind sumarið eftir þegar þeir sóttu klakann heim. Noregur Eurovision Tónlist Eurovision 2025 Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið Fleiri fréttir Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Sjá meira
Þetta kemur fram í umfjöllun norska miðilsins VG. Þar kemur fram að tvíeykið, hin 66 ára gamla Elisabeth Andreassen og hinn 68 ára gamla Hanne Krogh hafi aldrei verið sprækari og verði meðal fimm keppenda í norsku undankeppninni. Upphaflega áttu þeir að vera sjö áður en tveir drógu sig til baka. Bobbysocks mæta í undankeppnina með lagið Joyful. Þær segja í samtali við norska miðilinn að það hafi aldrei verið betri tími en nú til að taka aftur þátt í keppninni, enda rosaleg tímamót í ár. Þær stöllur sigruðu keppnina árið 1985. Slógu í gegn í Vetrargarðinum Síðan þá hafa þær farið mikinn í norska tónlistarheiminum í sitthvoru lagi. Þær sáu ekki fram á að taka einhvern tímann aftur þátt í keppninni, þar til þær áttuðu sig á því að í ár væri afmælisár og slétt fjörutíu ár síðan þær sigruðu keppnina. Listi yfir keppendur var birtur í dag í norskum miðlum. Þar vekur mesta athygli fyrir utan stórtíðindin af Bobbysocks að glamrokkararnir í Wig Wam mæta aftur til leiks í keppnina. Sveitin fagnar tuttugu ára afmæli í ár en hún tók þátt með lagið In my dreams árið 2005. Lagið naut mikilla vinsælda hér á landi og slógu rokkararnir í gegn í Vetrargarðinum í Smáralind sumarið eftir þegar þeir sóttu klakann heim.
Noregur Eurovision Tónlist Eurovision 2025 Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið Fleiri fréttir Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Sjá meira