Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð Stefán Árni Pálsson skrifar 16. janúar 2025 11:44 Málefni kennara til umræðu í Íslandi í dag. Umræða um skólamál hefur verið gríðarlega mikil á undanförnum misserum. Sitt sýnist hverjum í þessum málum en allir sammála um að kennarastarfið sé gríðarlega mikilvægt. Skólinn hefur verið gagnrýndur fyrir að lesskilningur sé ekki góður og einkunnir séu lægri en hjá löndunum sem við berum okkur saman við. Sindri Sindrason skellti sér í Hörðuvallaskóla og ræddi málið við skólastjórann, Sigrúnu Ólöfu Ingólfsdóttur, í Íslandi í dag í vikunni. Sumir hafa haldið því fram að starfsdagar kennara séu einfaldlega of margir. „Varðandi starfsdagana þá eru þeir einn lykilþáttur í starfi kennarana og það er ótrúlega mikilvægt að þeir séu og haldist inni. Ég skil að fólki finnist þeir of margir en við verðum þá líka að hugsa um íslenskt samfélag og hraðinn í því. Við erum alltaf á hlaupum og viljum helst að börnin séu alla daga einhverstaðar annarsstaðar en heima. Þarna finnst mér aðeins að við þurfum að staldra við og stoppa og þetta finnst mér samfélagsmein, við verðum að hugsa hvernig við viljum hafa samfélagið okkar,“ segir Sigrún. Hún segir að starfsdagar kennara séu gríðarlega mikilvægir til að undirbúa kennslu, fá fræðslu um mikilvæg málefni og fleira. Samkvæmt OECD verja íslenskri kennarar færri stundum með nemendum og taka fleiri veikindadaga en löndin í kringum okkur. Námsefnaskortur „Nú ætla ég bara að horfa út frá Íslandi og ætla ekki að horfa á önnur lönd þar sem ég hef ekki starfað þar. Ef maður hugsar um íslenskan skóla og dag íslensk kennara. Þá eru þeir með 26 stundir í kennsluviku og ég sé fyrir mér að ef þeir ætla að fara kenna meira þá myndu þeir brenna út. Hérna á Íslandi, óháð öðrum löndum, þá er vinnan þeirra allt öðruvísi. Til dæmis með námsefni. Það er ekki eins mikið úrval af námsefni og annarsstaðar. Við erum pínu í námsefnisskorti. Ég er til að mynda mér kennara hér sem eru í raun búa sér til eigið námsefni. Það er gert til að kveikja áhuga nemenda.“ Sigrún segir að starfsumhverfið hafi breyst mikið undanfarin tuttugu ár. „Áskoranir í kennslustofunni eru miklu miklu meiri. Þú ert kannski með nemendahóp og sjö af þeim af erlendum uppruna. Það er orðið meira ofbeldi, verra orðbragð og leikskólakennarar tala um þetta líka,“ segir Sigrún en hér að ofan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Skóla- og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Ættleiða tvö börn á sama ári Lífið Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Lífið Fleiri fréttir Ættleiða tvö börn á sama ári Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Sjá meira
Skólinn hefur verið gagnrýndur fyrir að lesskilningur sé ekki góður og einkunnir séu lægri en hjá löndunum sem við berum okkur saman við. Sindri Sindrason skellti sér í Hörðuvallaskóla og ræddi málið við skólastjórann, Sigrúnu Ólöfu Ingólfsdóttur, í Íslandi í dag í vikunni. Sumir hafa haldið því fram að starfsdagar kennara séu einfaldlega of margir. „Varðandi starfsdagana þá eru þeir einn lykilþáttur í starfi kennarana og það er ótrúlega mikilvægt að þeir séu og haldist inni. Ég skil að fólki finnist þeir of margir en við verðum þá líka að hugsa um íslenskt samfélag og hraðinn í því. Við erum alltaf á hlaupum og viljum helst að börnin séu alla daga einhverstaðar annarsstaðar en heima. Þarna finnst mér aðeins að við þurfum að staldra við og stoppa og þetta finnst mér samfélagsmein, við verðum að hugsa hvernig við viljum hafa samfélagið okkar,“ segir Sigrún. Hún segir að starfsdagar kennara séu gríðarlega mikilvægir til að undirbúa kennslu, fá fræðslu um mikilvæg málefni og fleira. Samkvæmt OECD verja íslenskri kennarar færri stundum með nemendum og taka fleiri veikindadaga en löndin í kringum okkur. Námsefnaskortur „Nú ætla ég bara að horfa út frá Íslandi og ætla ekki að horfa á önnur lönd þar sem ég hef ekki starfað þar. Ef maður hugsar um íslenskan skóla og dag íslensk kennara. Þá eru þeir með 26 stundir í kennsluviku og ég sé fyrir mér að ef þeir ætla að fara kenna meira þá myndu þeir brenna út. Hérna á Íslandi, óháð öðrum löndum, þá er vinnan þeirra allt öðruvísi. Til dæmis með námsefni. Það er ekki eins mikið úrval af námsefni og annarsstaðar. Við erum pínu í námsefnisskorti. Ég er til að mynda mér kennara hér sem eru í raun búa sér til eigið námsefni. Það er gert til að kveikja áhuga nemenda.“ Sigrún segir að starfsumhverfið hafi breyst mikið undanfarin tuttugu ár. „Áskoranir í kennslustofunni eru miklu miklu meiri. Þú ert kannski með nemendahóp og sjö af þeim af erlendum uppruna. Það er orðið meira ofbeldi, verra orðbragð og leikskólakennarar tala um þetta líka,“ segir Sigrún en hér að ofan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Skóla- og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Ættleiða tvö börn á sama ári Lífið Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Lífið Fleiri fréttir Ættleiða tvö börn á sama ári Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist