Viðskipti innlent

Undir­rituðu sam­starfs­samning við Sout­hwest Air­lines

Atli Ísleifsson skrifar
Frá undirrituninni í sendiherrabústað Íslands í Washington í gær.
Frá undirrituninni í sendiherrabústað Íslands í Washington í gær. Stephen M. Keller

Icelandair og bandaríska flugfélagið Southwest Airlines undirrituðu í gær samstarfssamning og verður Icelandair þar með fyrsta samstarfsflugfélag Southwest.

Í tilkynningu segir að samningurinn hafi verið undirritaður í sendiherrabústað Íslands í Washington. 

Fram kemur að samstarfið, sem muni hefjast í febrúar, muni gefa viðskiptavinum tækifæri á góðum tengingum á milli leiðakerfa flugfélaganna tveggja. 

„Southwest er stærst flugfélaga í Bandaríkjunum hvað innanlandsflug varðar og býður upp á flug til mikils fjölda áfangastaða um gjörvöll Bandaríkin.

Áður hafði verið tilkynnt um viljayfirlýsingu um að félögin hygðust hefja samstarf um flugtengingar um Baltimore-Washington flugvöll en í dag var tilkynnt um að fyrir sumarið verði einnig hægt að tengja á milli leiðakerfa flugfélaganna í Nashville og Denver. Þar með munu opnast mjög öflugar tengingar fyrir viðskiptavini til fjölda áfangastaða í Norður-Ameríku og sömuleiðis til Íslands og áfram til Evrópu,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×