Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. janúar 2025 19:19 Dagur B. Eggertsson ætlar að hætta sem formaður borgarráðs í næstu viku. Hann bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi um síðustu mánaðamót. Friðjón Friðjónsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins telur að hann og aðrir borgarfulltrúar sem voru kjörnir á Alþingi hefðu átt að vera hætt fyrr. Vísir/Sigurjón Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs ætlar að biðjast lausnar frá borginni í næstu viku. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins telur að hann og aðrir borgarfulltrúar sem voru kjörnir á Alþingi í síðustu kosningum eigi að vera búin að því. Óeðlilegt sé að fá bæði laun frá Alþingi og borginni. Þingmenn fengu tveggja mánaðalaun, fyrir desember og janúar, um síðustu mánaðamót en þingfararkaup er ríflega fimmtán hundruð þúsund krónur. Þá fengu þingmennirnir Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins í borginni, Pawel Bartoszek varaborgarfulltrúi Viðreisnar og Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs einnig greiðslur frá borginni. Greiðslur frá hinum opinbera til Kolbrúnar námu því alls 4,7 milljónum, Dagur fékk 4,6 í mánaðalaun og Pawel um 4,2. Óeðlilegt að þiggja laun frá ríki og borg Friðjón Friðjónsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks telur að þau hefðu átt að vera búin að ganga frá sínum málum gagnvart borginni. „Mér finnst enginn bragur í því að vera að þiggja laun frá skattgreiðendum bæði frá þingi og borg fyrir fullt starf. Það hefði verið eðlilegra að fólk færi í leyfi eða léti af störfum,“ segir Friðjón. Friðjón segist sjálfur hafa farið í launalaust leyfi frá borgarstjórn þegar hann var í tvo mánuði kallaður inn á Alþingi sem varaþingmaður á síðasta kjörtímabili. „Þessum borgarfulltrúum hefði verið í lófalagið að fara í launalaust leyfi þar til búið var að lýsa þeirra kjöri,“ segir Friðjón. Dagur að hætta í borginni Dagur B. Eggertsson þingmaður og formaður borgarráðs segir að hann vilji að skila vel af sér í borginni. Hann biðjist aflausnar þaðan í næstu viku. „Ég sagði strax að ég myndi hætta áður en þing kæmi saman þannig að ég mun leggja lausnarbeiðni fyrir borgarstjórn næsta þriðjudag,“ segir hann. Aðspurður af hverju hann hafi ekki gert það fyrr svara Dagur: „Það má alveg spyrja sig að því en flestir sveitarstjórnarfulltrúar eru að klára sín mál áður en þing kemur saman.“ Átti ekki von á greiðslum frá Alþingi Hann segist skilja gagnrýni á tvöfaldar greiðslur en hann hafi ekki hafa átt von á greiðslum frá Alþingi síðustu mánaðamót. „Ég skil slíka gagnýni vel. Það kom mér aðeins á óvart að þingmenn fengu greiðslur strax þó þing væri ekki komið saman,“ segir Dagur Alþingi Alþingiskosningar 2024 Reykjavík Rekstur hins opinbera Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fleiri fréttir Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Sjá meira
Þingmenn fengu tveggja mánaðalaun, fyrir desember og janúar, um síðustu mánaðamót en þingfararkaup er ríflega fimmtán hundruð þúsund krónur. Þá fengu þingmennirnir Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins í borginni, Pawel Bartoszek varaborgarfulltrúi Viðreisnar og Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs einnig greiðslur frá borginni. Greiðslur frá hinum opinbera til Kolbrúnar námu því alls 4,7 milljónum, Dagur fékk 4,6 í mánaðalaun og Pawel um 4,2. Óeðlilegt að þiggja laun frá ríki og borg Friðjón Friðjónsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks telur að þau hefðu átt að vera búin að ganga frá sínum málum gagnvart borginni. „Mér finnst enginn bragur í því að vera að þiggja laun frá skattgreiðendum bæði frá þingi og borg fyrir fullt starf. Það hefði verið eðlilegra að fólk færi í leyfi eða léti af störfum,“ segir Friðjón. Friðjón segist sjálfur hafa farið í launalaust leyfi frá borgarstjórn þegar hann var í tvo mánuði kallaður inn á Alþingi sem varaþingmaður á síðasta kjörtímabili. „Þessum borgarfulltrúum hefði verið í lófalagið að fara í launalaust leyfi þar til búið var að lýsa þeirra kjöri,“ segir Friðjón. Dagur að hætta í borginni Dagur B. Eggertsson þingmaður og formaður borgarráðs segir að hann vilji að skila vel af sér í borginni. Hann biðjist aflausnar þaðan í næstu viku. „Ég sagði strax að ég myndi hætta áður en þing kæmi saman þannig að ég mun leggja lausnarbeiðni fyrir borgarstjórn næsta þriðjudag,“ segir hann. Aðspurður af hverju hann hafi ekki gert það fyrr svara Dagur: „Það má alveg spyrja sig að því en flestir sveitarstjórnarfulltrúar eru að klára sín mál áður en þing kemur saman.“ Átti ekki von á greiðslum frá Alþingi Hann segist skilja gagnrýni á tvöfaldar greiðslur en hann hafi ekki hafa átt von á greiðslum frá Alþingi síðustu mánaðamót. „Ég skil slíka gagnýni vel. Það kom mér aðeins á óvart að þingmenn fengu greiðslur strax þó þing væri ekki komið saman,“ segir Dagur
Alþingi Alþingiskosningar 2024 Reykjavík Rekstur hins opinbera Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fleiri fréttir Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Sjá meira