Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Jón Þór Stefánsson skrifar 15. janúar 2025 16:40 Kristín Edwald er formaður Landskjörstjórnar. Vísir/Vilhelm Það er mat Landskjörstjórnar að brýnt sé að endurskoða framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslu, bæði hér á landi sem og erlendis. Í þessari endurskoðun væri mikilvægt að skoða sérstaklega hvort unnt væri að gera framkvæmdina skilvirkari og öruggari. Þetta kemur fram í umsögn Landskjörstjórnar um Alþingskosningarnar sem fóru fram 30. nóvember síðastliðinn. Þar tekur Landskjörstjórn undir ákveðin atriði í kærunum tveimur og gerir að auki athugasemdir við málsmeðferð yfirkjörstjórnar Suðvesturkjördæmis „Umsýsla við atkvæðagreiðsluna er umfangsmikil og þar sem framkvæmdin er viðkvæm fyrir utanaðkomandi þáttum, sérstaklega varðandi flutning eða sendingar atkvæðisbréfa til meðferðar og eftir atvikum til talningar, er hætta fyrir hendi á að atkvæði misfarist eða verði ekki tekin til greina af ástæðum sem ekki eru á ábyrgð kjósandans sjálfs. Að mati landskjörstjórnar eru ýmis tækifæri í framþróun kosningaframkvæmdar, einkum á sviði utankjörfundaratkvæðagreiðslu, og er stafræn þróun þar ekki undanskilin.“ Í niðurstöðukafla umsagnar Landskjörstjórnar segir að vissulega sé ekki endilega æskilegt að breyta kosningalögum oft og skammt fyrir kosningar, en þar sem næstu fyrirhuguðu kosningar verði í maí 2026 sé æskilegt að nýta tímann til að skoða mögulegar breytingar. „Það hafa komið upp ýmis tilvik og dæmi um nauðsyn þess að yfirfara og samræma ýmis ákvæði í lögunum, með tilliti til ferla, hlutverka og ábyrgðar, með það að leiðarljósi að treysta örugga og skilvirka kosningaframkvæmd,“ segir í umsögninni. Þó segir að almennt hafi framkvæmd Alþingiskosninganna gengið vel þegar á heildina sé litið. Tímaáætlanir hafi staðist að mestu leyti þrátt fyrir hríðarbyl og óveður víðs vegar um landið. Kjörstjórnin þakkar samvinnu fjölmarra einstaklinga, samtaka og stofnanna að því leyti. Þessari umsögn var skilað til níu manna undirbúningsnefndar Alþingis í dag. Nefndin hefur víðtæka heimild til að rannsaka álítaefni og getur farið fram á endurtalnignu. Landskjörstjórn hittir undirbúningsnefnd Alþingis á föstudag. Í umsögninni eru líka tekin fyrir ágreiningsseðlar úr þremur kjördæmum, og tvær kærur sem bárust vegna kosninganna. Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira
Þetta kemur fram í umsögn Landskjörstjórnar um Alþingskosningarnar sem fóru fram 30. nóvember síðastliðinn. Þar tekur Landskjörstjórn undir ákveðin atriði í kærunum tveimur og gerir að auki athugasemdir við málsmeðferð yfirkjörstjórnar Suðvesturkjördæmis „Umsýsla við atkvæðagreiðsluna er umfangsmikil og þar sem framkvæmdin er viðkvæm fyrir utanaðkomandi þáttum, sérstaklega varðandi flutning eða sendingar atkvæðisbréfa til meðferðar og eftir atvikum til talningar, er hætta fyrir hendi á að atkvæði misfarist eða verði ekki tekin til greina af ástæðum sem ekki eru á ábyrgð kjósandans sjálfs. Að mati landskjörstjórnar eru ýmis tækifæri í framþróun kosningaframkvæmdar, einkum á sviði utankjörfundaratkvæðagreiðslu, og er stafræn þróun þar ekki undanskilin.“ Í niðurstöðukafla umsagnar Landskjörstjórnar segir að vissulega sé ekki endilega æskilegt að breyta kosningalögum oft og skammt fyrir kosningar, en þar sem næstu fyrirhuguðu kosningar verði í maí 2026 sé æskilegt að nýta tímann til að skoða mögulegar breytingar. „Það hafa komið upp ýmis tilvik og dæmi um nauðsyn þess að yfirfara og samræma ýmis ákvæði í lögunum, með tilliti til ferla, hlutverka og ábyrgðar, með það að leiðarljósi að treysta örugga og skilvirka kosningaframkvæmd,“ segir í umsögninni. Þó segir að almennt hafi framkvæmd Alþingiskosninganna gengið vel þegar á heildina sé litið. Tímaáætlanir hafi staðist að mestu leyti þrátt fyrir hríðarbyl og óveður víðs vegar um landið. Kjörstjórnin þakkar samvinnu fjölmarra einstaklinga, samtaka og stofnanna að því leyti. Þessari umsögn var skilað til níu manna undirbúningsnefndar Alþingis í dag. Nefndin hefur víðtæka heimild til að rannsaka álítaefni og getur farið fram á endurtalnignu. Landskjörstjórn hittir undirbúningsnefnd Alþingis á föstudag. Í umsögninni eru líka tekin fyrir ágreiningsseðlar úr þremur kjördæmum, og tvær kærur sem bárust vegna kosninganna.
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira