Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar 15. janúar 2025 13:45 Ég hef eins og aðrir fylgst af ánægju með sjónvarpsþáttunum um Vigdísi. Það hefur verið sönn gleði að sjá metnaðinn í framleiðslunni, útlitinu og leiknum og ástæða til að fagna því öllu og þakka fyrir. Í leikhúskaflanum í 3. þætti var hins vegar efnisþáttur í handritinu sem rétt er að gera litla athugasemd við. Þótt svona verk verði að fá að vera frjálst og sé sannarlega ekki heimildarmynd. Í þættinum bregður fyrir persónu sem ekki verður skilið öðruvísi en eigi að vera Helgi Skúlason. Samhengi persónunnar í þættinum er hins vegar ankannalegt svo ekki sé meira sagt. Honum er lýst sem þröngsýnum manni sem hafi ekki hugnast nýstárlegt leikverk Sartres Lokaðar dyr undir stjórn Vigdísar. Mér er fullljóst að hér hafa handritshöfundar þurft að þjappa miklu efni saman og svindla á sagnfræðinni til að búa til átök í handritið. Gott og vel. En niðurstaðan er bara alger skrumskæling á hlut Helga í starfi Leikfélagsins. Helgi Skúlason hér í hlutverki sínu í Föngunum í Altona. Því fer mjög fjarri að Helga hafi verið uppsigað við nýstárlega strauma sunnan úr Evrópu. Eitt fyrsta leikstjórnarverk hans hjá Leikfélaginu var til dæmis að setja upp einþáttungana Kennslustundina og Stólana eftir absúrdistann Ionesco árið 1961. Fljótlega eftir að hann var kominn til Leikfélagsins settist hann svo í stjórn félagsins þar sem eitt fyrsta verkið var að gera félagið að atvinnuleikhúsi og ráða Svein Einarsson sem fyrsta leikhússtjóra þess 1963. Næstu árin vann félagið síðan hvern sigurinn á fætur öðrum í samkeppni við Þjóðleikhúsið og Helgi setti t.d. upp Réttarhöldin eftir Kafka, Sú gamla kemur í heimsókn eftir Durrenmatt og Hús Bernhörðu Alba eftir Garcia Lorca. Auk þess að leika aðalhlutverkið í því magnaða verki Föngunum í Altona eftir fyrrgreindan Sartre sem hann fékk Silfurlampa leikhúsgagnrýnenda fyrir árið 1963. Og Helgi kom sem sagt hvergi að sýningu leikhópsins Grímu á Lokuðum dyrum Sartre eins og sýnt er í þáttunum. Það verk var sýnt í Tjarnarbíói og tengdist ekkert Leikfélagi Reykjavikur. Síðan er furðulegt að búa til þá fléttu að Vigdís hafi fundið upp á því „snjallræði“ að bjóða Þjóðleikhúsinu starfskrafta Helga til að losna við hann. Staðreyndin er sú að þau Helgi og Helga sögðu bæði starfi sínu lausu hjá Leikfélaginu sumarið 1976 ) án þess að vera komin í annað starf. Ástæðan var sannarlega ekki sú að þeim þætti verkefnaval félagsins undir stjórn Vigdísar of framúrstefnulegt, heldur fannst þeim félagið hafa horfið um of frá listrænum metnaði og snúast fullmikið um léttmeti og farsa (sem var meðal annars auðvitað til styrktar húsbyggingarsjóði félagsins). Að þessu sögðu er rétt að endurtaka ánægju með þættina um Vigdísi yfirhöfuð og óska Vesturporti til hamingju með þá. Höfundur er þýðandi og handritahöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikhús Bíó og sjónvarp Vigdís Finnbogadóttir Mest lesið Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir Skoðun Skoðun Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef eins og aðrir fylgst af ánægju með sjónvarpsþáttunum um Vigdísi. Það hefur verið sönn gleði að sjá metnaðinn í framleiðslunni, útlitinu og leiknum og ástæða til að fagna því öllu og þakka fyrir. Í leikhúskaflanum í 3. þætti var hins vegar efnisþáttur í handritinu sem rétt er að gera litla athugasemd við. Þótt svona verk verði að fá að vera frjálst og sé sannarlega ekki heimildarmynd. Í þættinum bregður fyrir persónu sem ekki verður skilið öðruvísi en eigi að vera Helgi Skúlason. Samhengi persónunnar í þættinum er hins vegar ankannalegt svo ekki sé meira sagt. Honum er lýst sem þröngsýnum manni sem hafi ekki hugnast nýstárlegt leikverk Sartres Lokaðar dyr undir stjórn Vigdísar. Mér er fullljóst að hér hafa handritshöfundar þurft að þjappa miklu efni saman og svindla á sagnfræðinni til að búa til átök í handritið. Gott og vel. En niðurstaðan er bara alger skrumskæling á hlut Helga í starfi Leikfélagsins. Helgi Skúlason hér í hlutverki sínu í Föngunum í Altona. Því fer mjög fjarri að Helga hafi verið uppsigað við nýstárlega strauma sunnan úr Evrópu. Eitt fyrsta leikstjórnarverk hans hjá Leikfélaginu var til dæmis að setja upp einþáttungana Kennslustundina og Stólana eftir absúrdistann Ionesco árið 1961. Fljótlega eftir að hann var kominn til Leikfélagsins settist hann svo í stjórn félagsins þar sem eitt fyrsta verkið var að gera félagið að atvinnuleikhúsi og ráða Svein Einarsson sem fyrsta leikhússtjóra þess 1963. Næstu árin vann félagið síðan hvern sigurinn á fætur öðrum í samkeppni við Þjóðleikhúsið og Helgi setti t.d. upp Réttarhöldin eftir Kafka, Sú gamla kemur í heimsókn eftir Durrenmatt og Hús Bernhörðu Alba eftir Garcia Lorca. Auk þess að leika aðalhlutverkið í því magnaða verki Föngunum í Altona eftir fyrrgreindan Sartre sem hann fékk Silfurlampa leikhúsgagnrýnenda fyrir árið 1963. Og Helgi kom sem sagt hvergi að sýningu leikhópsins Grímu á Lokuðum dyrum Sartre eins og sýnt er í þáttunum. Það verk var sýnt í Tjarnarbíói og tengdist ekkert Leikfélagi Reykjavikur. Síðan er furðulegt að búa til þá fléttu að Vigdís hafi fundið upp á því „snjallræði“ að bjóða Þjóðleikhúsinu starfskrafta Helga til að losna við hann. Staðreyndin er sú að þau Helgi og Helga sögðu bæði starfi sínu lausu hjá Leikfélaginu sumarið 1976 ) án þess að vera komin í annað starf. Ástæðan var sannarlega ekki sú að þeim þætti verkefnaval félagsins undir stjórn Vigdísar of framúrstefnulegt, heldur fannst þeim félagið hafa horfið um of frá listrænum metnaði og snúast fullmikið um léttmeti og farsa (sem var meðal annars auðvitað til styrktar húsbyggingarsjóði félagsins). Að þessu sögðu er rétt að endurtaka ánægju með þættina um Vigdísi yfirhöfuð og óska Vesturporti til hamingju með þá. Höfundur er þýðandi og handritahöfundur.
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar