Lífið

Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Ís­landi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Orri Árnason arkitekt á nýjum þaksvölum hótels við Vatnsstíg, sem hann teiknaði.
Orri Árnason arkitekt á nýjum þaksvölum hótels við Vatnsstíg, sem hann teiknaði.

Arkitekt sem teiknaði nýbyggingar á Vatnsstíg segir grundvallarmisskilnings gæta um þaksvalir á Íslandi. Þar sé oftast besta skjólið, þvert á það sem margir halda. Sjálfur leggur hann alltaf upp með að teikna þaksvalir á sínar byggingar.

Reiturinn við Vatnsstíg er orðinn nær óþekkjanlegur frá því sem áður var. Svæðið hefur um árabil verið í niðurníðslu en nú sér loks fyrir endann á uppbyggingu, sem við kynntum okkur í Íslandi í dag í vikunni. Við kíktum meðal annars upp á þaksvalir á nýju hóteli undir merkjum Reykjavík residence, sem Orri Árnason arkitekt teiknaði. 

„Fólk heldur alltaf að það sé svo mikill næðingur uppi á þökum en það er oft sá staður þar sem er mest skjólið. Þetta er eins og á fjallstoppum, það er vindur í hlíðunum, en þegar upp er komið er þar mest skjólið. Þetta er mjög algengt, kemur fólki á óvart,“ segir Orri.

„Ég legg eiginlega alltaf upp með að koma því í gegn. Þetta er mjög skemmtilegt,“ bætir Orri við. Það heyri þó því miður til algjörra undantekninga að þaksvalir eins og þær sem við skoðum hér séu hafðar á nýbyggingum. 

Heimsókn á Vatnsstígsreitinn, og þar með taldar umræddar svalir, má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.