Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. janúar 2025 12:30 Níu kjörnir þingmenn sitja í undirbúningsnefnd sem hefst handa við það verkefni í dag að yfirfara umsögn og önnur gögn frá landskjörstjórn um framkvæmd alþingiskosninganna. Vísir Umsögn landskjörstjórnar um framkvæmd alþingiskosninga verður afhent undribúningsnefnd Alþingis og birt opinberlega síðar í dag. Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kosninga kemur saman til fyrsta fundar síðdegis en nefndin hefur víðtækar heimildir til að rannsaka framkomin álitaefni og getur meðal annars farið fram á endurtalningu. Verðandi forseti Alþingis telur ólíklegt að kosningarnar verði ógiltar. Líkt og Vísir greindi frá í morgun hafa níu kjörnir alþingismenn verið skipaðir í undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kosninga og hefur nefndin verið boðuð til fyrsta fundar síðdegis. „Þessi undirbúningsnefnd fær í hendurnar í dag umsögn frá landskjörstjórn um kosningakærur og annað er varðar alþingiskosningarnar 30. nóvember. Nefndin hefur býsna víðtæka heimild samkvæmt þingskapalögum til þess að rannsaka þessar niðurstöður og mun væntanlega gera það á næstu dögum og vikum,“ segir Þórunn sem útnefnd hefur verið sem forseti Alþingis. Hún segir erfitt að segja til um það á þessari stundu hve langan tíma nefndin muni taka í vinnu sína. „Við sjáum það betur þegar hún hefur hafið störf í dag og umsögnin er komin frá landskjörstjórn. Þessi nefnd þarf auðvitað að vanda sig en það er gott ef hún getur bæði unnið hratt og vandað sig en ég á von á því að hún verði að störfum fram undir mánaðamót,“ segir Þórunn. Þykir ósennilegt að kosningar verði ógiltar Á þessu stigi segir Þórunn mjög erfitt að segja nokkuð til um hugsanlegar niðurstöður nefndarinnar í ljósi þeirra kæra og álitaefna sem fram hafa komið. Þórunn Sveinbjarnardóttir verður forseti Alþingis á nýju kjörtímabili.Vísir/Vilhelm „Það er engin leið að segja til um það í dag. En mér finnst hins vegar miðað við það sem ég hef heyrt og lesið í fréttum nú frekar ólíklegt að þessar kosningar verði ógiltar. En hins vegar hefur undirbúningsnefndin nokkuð víðtækar heimildir lögum samkvæmt og getur beðið um bæði gögn, gert sína eigin rannsókn, beðið um endurtalningu og þess háttar,“ segir Þórunn. Alþingi muni koma saman eins fljótt og hægt er eftir að nefndin hefur lokið sínum störfum. Í síðasta lagi fyrstu vikuna í febrúar. „Það er gott að hafa í huga að þessar kosningar fóru fram á mjög óvenjulegum tíma í lok nóvember. Það er nú vanalega þannig þegar kosið er á vorin þá líður svolítill tími fram fram á haustið þar til að allt byrjar í þingstörfunum en við munum hefja störf eigi síðar en í byrjun febrúar,“ segir Þórunn en lögum samkvæmt skal Alþingi koma saman eigi síðar en tíu vikum eftir kjördag. „Um leið og þessi nefnd byrjar að starfa og hún fær alveg frið frá okkur hinum til sinna starfa.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Alþingiskosningar 2024 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Líkt og Vísir greindi frá í morgun hafa níu kjörnir alþingismenn verið skipaðir í undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kosninga og hefur nefndin verið boðuð til fyrsta fundar síðdegis. „Þessi undirbúningsnefnd fær í hendurnar í dag umsögn frá landskjörstjórn um kosningakærur og annað er varðar alþingiskosningarnar 30. nóvember. Nefndin hefur býsna víðtæka heimild samkvæmt þingskapalögum til þess að rannsaka þessar niðurstöður og mun væntanlega gera það á næstu dögum og vikum,“ segir Þórunn sem útnefnd hefur verið sem forseti Alþingis. Hún segir erfitt að segja til um það á þessari stundu hve langan tíma nefndin muni taka í vinnu sína. „Við sjáum það betur þegar hún hefur hafið störf í dag og umsögnin er komin frá landskjörstjórn. Þessi nefnd þarf auðvitað að vanda sig en það er gott ef hún getur bæði unnið hratt og vandað sig en ég á von á því að hún verði að störfum fram undir mánaðamót,“ segir Þórunn. Þykir ósennilegt að kosningar verði ógiltar Á þessu stigi segir Þórunn mjög erfitt að segja nokkuð til um hugsanlegar niðurstöður nefndarinnar í ljósi þeirra kæra og álitaefna sem fram hafa komið. Þórunn Sveinbjarnardóttir verður forseti Alþingis á nýju kjörtímabili.Vísir/Vilhelm „Það er engin leið að segja til um það í dag. En mér finnst hins vegar miðað við það sem ég hef heyrt og lesið í fréttum nú frekar ólíklegt að þessar kosningar verði ógiltar. En hins vegar hefur undirbúningsnefndin nokkuð víðtækar heimildir lögum samkvæmt og getur beðið um bæði gögn, gert sína eigin rannsókn, beðið um endurtalningu og þess háttar,“ segir Þórunn. Alþingi muni koma saman eins fljótt og hægt er eftir að nefndin hefur lokið sínum störfum. Í síðasta lagi fyrstu vikuna í febrúar. „Það er gott að hafa í huga að þessar kosningar fóru fram á mjög óvenjulegum tíma í lok nóvember. Það er nú vanalega þannig þegar kosið er á vorin þá líður svolítill tími fram fram á haustið þar til að allt byrjar í þingstörfunum en við munum hefja störf eigi síðar en í byrjun febrúar,“ segir Þórunn en lögum samkvæmt skal Alþingi koma saman eigi síðar en tíu vikum eftir kjördag. „Um leið og þessi nefnd byrjar að starfa og hún fær alveg frið frá okkur hinum til sinna starfa.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Alþingiskosningar 2024 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira