Til skoðunar að selja almenningi bankann Árni Sæberg skrifar 14. janúar 2025 12:14 Daði Már Kristófersson er fjármála- og efnahagsráðherra utan þings. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra segir koma til greina að eftirstandandi hlutur ríkisins verði seldur í almennu hlutafjárútboði. Mikilvægast sé að söluferlið verði gagnsætt og hafið yfir allan vafa. Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, greindi frá því í Silfrinu á Rúv í gær að eftirstandandi hlutur ríkisins í Íslandsbanka yrði seldur á árinu. Heimir Már Pétursson ræddi við hann að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. „Við erum að vinna frumvarp þar sem því verður nákvæmlega lýst hvernig söluferlið getur orðið. Það er mikilvægt að þetta ferli sé opið og hafið yfir allan vafa, að það sé traust á því ferli. Það mál er í vinnslu.“ Almenningur fái örugglega að taka þátt Sala á hlut ríkisins hófst árið 2021 með almennu útboði á 35 prósenta hlut ríkisins í bankanum og skráningu bankans í Kauphöllina. Um 55 milljarðar króna fengust fyrir hlutinn og hluthafar urðu 24 þúsund talsins. Langflestir nokkurs félags í Kauphöllinni. Annað útboð fór fram árið 2022 þegar 22,5 prósenta hlutur í bankanum var seldur. Þá fengu aðeins hæfir fjárfestar að taka þátt. Tæplega 53 milljarðar króna fengust fyrir hlutinn en söluferlið var harðlega gagnrýnt. Ekki síst vegna þess hverjir fengu að taka þátt í útboðinu, meðal annars faðir þáverandi fjármálaráðherra. Daði Már segir að fyrirkomulag eftirstandandi hlutar ríkisins, 42,5 prósent, liggi ekki fyrir að svo stöddu. „Það er verið að skoða báða möguleika en það verður örugglega eitthvað boðið til almennings. Svo á eftir að taka ákvörðun um það hvernig nákvæmlega útfærslan verður.“ Þá segir hann ekki hafa verið ákveðið hvort hluturinn verði seldur allur á einu bretti eða í bútum. Fyrri ríkisstjórn hafði ætlað sér að selja hlutinn í tveimur bútum. Markaðsvirði hlutarins rúmir hundrað milljarðar Daði Már segir að þegar sé gert ráð fyrir sölu Íslandsbanka í fyrirliggjandi fjárhagsáætlunum ríkisins. Söluandvirðið verði bæði nýtt til þess að ráðast í ný verkefni og greiða niður skuldir ríkissjóðs. Markaðsvirði Íslandsbanka þegar þessi frétt er skrifuð er 238, 3 milljarðar króna og virði hlutar ríkisins er 101,3 milljarðar króna. Óvarlegt væri að áætla að svo mikið fáist fyrir hlutinn enda er verð hlutabréfa í útboðum ávallt lægra en á almennum markaði. Til dæmis fengu hæfu fjárfestarnir sem keyptu í Íslandsbanka árið 2022 um fjögurra prósenta „afslátt“. Það er að segja, útboðsgengið var fjórum prósentum lægra en dagslokagengið daginn fyrir útboð. Daði Már bendir á að erfitt er að spá fyrir um hversu mikið mun fást fyrir hlut ríksins, enda sveiflist markaðsvirði fjármálastofnana nokkuð mikið. Virðið verði að koma í ljós þegar nær dregur. Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Kaup og sala fyrirtækja Kauphöllin Tengdar fréttir Telur söluna í ISB hafa tekist sérstaklega vel til í „veigamestu atriðunum“ Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir í áliti sínu um skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu á rúmlega fimmtungshlut ríkisins í Íslandsbanka í fyrra að „óumdeilt“ sé að ekki hafi verið „raunhæft, faglegt eða skynsamlegt“ að taka tilboðum á hærra gengi í útboðinu. Í álitinu eru gerðar ýmsar athugasemdir við efnistök skýrslu Ríkisendurskoðunar og nefnt að útreikningar í krónum talið sem þar birtust um hvað hefði fengist fyrir hærri tilboð hafi „verið til þess fallin að valda misskilningi.“ Meirihlutinn telur að aðkoma Íslandsbanka að framkvæmd útboðsins hafi „ýtt undir vantraust gagnvart sölunni.“ 27. febrúar 2023 15:08 Íslandsbankasalan: Meirihlutinn felldi tillögu um lögfræðilegt álit Tryggvi Gunnarsson, fyrrverandi umboðsmaður Alþingis, telur að kanna hefði þurft betur ýmislegt varðandi það hvernig staðið var að sölunni á Íslandsbanka. Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar felldi tillögu minnihlutans um að fengið yrði lögfræðilegt álit. 24. janúar 2023 15:25 Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Jón Ólafur nýr formaður SA Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Sjá meira
Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, greindi frá því í Silfrinu á Rúv í gær að eftirstandandi hlutur ríkisins í Íslandsbanka yrði seldur á árinu. Heimir Már Pétursson ræddi við hann að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. „Við erum að vinna frumvarp þar sem því verður nákvæmlega lýst hvernig söluferlið getur orðið. Það er mikilvægt að þetta ferli sé opið og hafið yfir allan vafa, að það sé traust á því ferli. Það mál er í vinnslu.“ Almenningur fái örugglega að taka þátt Sala á hlut ríkisins hófst árið 2021 með almennu útboði á 35 prósenta hlut ríkisins í bankanum og skráningu bankans í Kauphöllina. Um 55 milljarðar króna fengust fyrir hlutinn og hluthafar urðu 24 þúsund talsins. Langflestir nokkurs félags í Kauphöllinni. Annað útboð fór fram árið 2022 þegar 22,5 prósenta hlutur í bankanum var seldur. Þá fengu aðeins hæfir fjárfestar að taka þátt. Tæplega 53 milljarðar króna fengust fyrir hlutinn en söluferlið var harðlega gagnrýnt. Ekki síst vegna þess hverjir fengu að taka þátt í útboðinu, meðal annars faðir þáverandi fjármálaráðherra. Daði Már segir að fyrirkomulag eftirstandandi hlutar ríkisins, 42,5 prósent, liggi ekki fyrir að svo stöddu. „Það er verið að skoða báða möguleika en það verður örugglega eitthvað boðið til almennings. Svo á eftir að taka ákvörðun um það hvernig nákvæmlega útfærslan verður.“ Þá segir hann ekki hafa verið ákveðið hvort hluturinn verði seldur allur á einu bretti eða í bútum. Fyrri ríkisstjórn hafði ætlað sér að selja hlutinn í tveimur bútum. Markaðsvirði hlutarins rúmir hundrað milljarðar Daði Már segir að þegar sé gert ráð fyrir sölu Íslandsbanka í fyrirliggjandi fjárhagsáætlunum ríkisins. Söluandvirðið verði bæði nýtt til þess að ráðast í ný verkefni og greiða niður skuldir ríkissjóðs. Markaðsvirði Íslandsbanka þegar þessi frétt er skrifuð er 238, 3 milljarðar króna og virði hlutar ríkisins er 101,3 milljarðar króna. Óvarlegt væri að áætla að svo mikið fáist fyrir hlutinn enda er verð hlutabréfa í útboðum ávallt lægra en á almennum markaði. Til dæmis fengu hæfu fjárfestarnir sem keyptu í Íslandsbanka árið 2022 um fjögurra prósenta „afslátt“. Það er að segja, útboðsgengið var fjórum prósentum lægra en dagslokagengið daginn fyrir útboð. Daði Már bendir á að erfitt er að spá fyrir um hversu mikið mun fást fyrir hlut ríksins, enda sveiflist markaðsvirði fjármálastofnana nokkuð mikið. Virðið verði að koma í ljós þegar nær dregur.
Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Kaup og sala fyrirtækja Kauphöllin Tengdar fréttir Telur söluna í ISB hafa tekist sérstaklega vel til í „veigamestu atriðunum“ Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir í áliti sínu um skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu á rúmlega fimmtungshlut ríkisins í Íslandsbanka í fyrra að „óumdeilt“ sé að ekki hafi verið „raunhæft, faglegt eða skynsamlegt“ að taka tilboðum á hærra gengi í útboðinu. Í álitinu eru gerðar ýmsar athugasemdir við efnistök skýrslu Ríkisendurskoðunar og nefnt að útreikningar í krónum talið sem þar birtust um hvað hefði fengist fyrir hærri tilboð hafi „verið til þess fallin að valda misskilningi.“ Meirihlutinn telur að aðkoma Íslandsbanka að framkvæmd útboðsins hafi „ýtt undir vantraust gagnvart sölunni.“ 27. febrúar 2023 15:08 Íslandsbankasalan: Meirihlutinn felldi tillögu um lögfræðilegt álit Tryggvi Gunnarsson, fyrrverandi umboðsmaður Alþingis, telur að kanna hefði þurft betur ýmislegt varðandi það hvernig staðið var að sölunni á Íslandsbanka. Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar felldi tillögu minnihlutans um að fengið yrði lögfræðilegt álit. 24. janúar 2023 15:25 Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Jón Ólafur nýr formaður SA Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Sjá meira
Telur söluna í ISB hafa tekist sérstaklega vel til í „veigamestu atriðunum“ Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir í áliti sínu um skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu á rúmlega fimmtungshlut ríkisins í Íslandsbanka í fyrra að „óumdeilt“ sé að ekki hafi verið „raunhæft, faglegt eða skynsamlegt“ að taka tilboðum á hærra gengi í útboðinu. Í álitinu eru gerðar ýmsar athugasemdir við efnistök skýrslu Ríkisendurskoðunar og nefnt að útreikningar í krónum talið sem þar birtust um hvað hefði fengist fyrir hærri tilboð hafi „verið til þess fallin að valda misskilningi.“ Meirihlutinn telur að aðkoma Íslandsbanka að framkvæmd útboðsins hafi „ýtt undir vantraust gagnvart sölunni.“ 27. febrúar 2023 15:08
Íslandsbankasalan: Meirihlutinn felldi tillögu um lögfræðilegt álit Tryggvi Gunnarsson, fyrrverandi umboðsmaður Alþingis, telur að kanna hefði þurft betur ýmislegt varðandi það hvernig staðið var að sölunni á Íslandsbanka. Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar felldi tillögu minnihlutans um að fengið yrði lögfræðilegt álit. 24. janúar 2023 15:25
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent