Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Sindri Sverrisson skrifar 14. janúar 2025 11:26 Dómarar hafa sent inn kæru til KKÍ vegna hrópa sem heyrðust frá áhorfendum í leik KFG og Breiðabliks á laugardag. Skjáskot/veo Í yfirlýsingu frá körfuknattleiksdeild KFG eru rasísk ummæli stuðningsmanns liðsins fordæmd, og harmað að þau skuli skyggja á starf félagsins. Eins og fram kom í morgun var dómari í leik KFG gegn Breiðabliki, í 1. deild karla í Garðabæ á laugardag, beittur kynþáttaníði. Heyra má á upptöku þegar áhorfandi kallar: „Ertu of skáeygður til að sjá þetta.“ Dómarar leiksins, þeir Einar Valur Gunnarsson og Federick Alfred U Capellan, hafa nú lagt fram kæru samkvæmt frétt mbl.is og beinist kæran að KFG, Knattspyrnufélagi Garðabæjar, sem umsjónaraðila leiksins. Í yfirlýsingunni frá körfuknattleiksdeild KFG segir meðal annars: „Við sem förum fyrir félaginu gerum miklar kröfur til okkar leikmanna, þjálfara og þeirra sem að félaginu koma. Það er því gríðarleg vonbrigði fyrir okkur sem að félaginu koma að stuðningsmaður KFG skuli láta rasísk ummæli falla í garð dómara, og skyggi þannig á það mikilvæga starf sem fram fer innan félagsins.“ „Aðdragandi þessara ummæla skiptir engu máli, enda verður að gera þá sjálfsögðu kröfu á stuðningsmenn íþróttaliða að sýna háttvísi í sinni framkomu. Það skal engum vafa undirorpið að KFG fordæmir þessa orðræðu,“ og eru dómarar leiksins beðnir afsökunar. Málið er nú komið inn á borð Körfuknattleikssambands Íslands og má búast við að aganefnd sambandsins skeri úr um það hverjar afleiðingar þess verða fyrir KFG. Yfirlýsing frá KFG Síðastliðinn laugardag mættust grannliðin KFG og Breiðablik í 1. deild karla í körfubolta. Leikurinn var hin besta skemmtun, mikill hraði og vel tekist á innan vallar. Körfuknattleiksdeild KFG var stofnuð til að gefa ungum og efnilegum leikmönnum tækifæri á að þroskast og reyna sig í krefjandi keppni, taka skrefið fram á við og ná íþróttalegum markmiðum sínum. Við sem förum fyrir félaginu gerum miklar kröfur til okkar leikmanna, þjálfara og þeirra sem að félaginu koma. Það er því gríðarleg vonbrigði fyrir okkur sem að félaginu koma að stuðningsmaður KFG skuli láta rasísk ummæli falla í garð dómara, og skyggi þannig á það mikilvæga starf sem fram fer innan félagsins. Rasísku ummæli stuðningsmanns KFG hafa skyggt á umræðuna eftir leikinn og þá gleði sem fylgdi ágætis frammistöðu liðsins innan vallar. Aðdragandi þessara ummæla skiptir engu máli, enda verður að gera þá sjálfsögðu kröfu á stuðningsmenn íþróttaliða að sýna háttvísi í sinni framkomu. Það skal engum vafa undirorpið að KFG fordæmir þessa orðræðu. Við biðjum dómara leiksins, þá Federick Alfred U Capellan og Einar Val Gunnarsson afsökunar fyrir hönd félagsins. Fyrir hönd KFGSnorri Örn Arnaldsson, formaður kkd. KFGSindri Rósenkranz Sævarsson, formaður aðalstjórnar KFG Körfubolti Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ Sjá meira
Eins og fram kom í morgun var dómari í leik KFG gegn Breiðabliki, í 1. deild karla í Garðabæ á laugardag, beittur kynþáttaníði. Heyra má á upptöku þegar áhorfandi kallar: „Ertu of skáeygður til að sjá þetta.“ Dómarar leiksins, þeir Einar Valur Gunnarsson og Federick Alfred U Capellan, hafa nú lagt fram kæru samkvæmt frétt mbl.is og beinist kæran að KFG, Knattspyrnufélagi Garðabæjar, sem umsjónaraðila leiksins. Í yfirlýsingunni frá körfuknattleiksdeild KFG segir meðal annars: „Við sem förum fyrir félaginu gerum miklar kröfur til okkar leikmanna, þjálfara og þeirra sem að félaginu koma. Það er því gríðarleg vonbrigði fyrir okkur sem að félaginu koma að stuðningsmaður KFG skuli láta rasísk ummæli falla í garð dómara, og skyggi þannig á það mikilvæga starf sem fram fer innan félagsins.“ „Aðdragandi þessara ummæla skiptir engu máli, enda verður að gera þá sjálfsögðu kröfu á stuðningsmenn íþróttaliða að sýna háttvísi í sinni framkomu. Það skal engum vafa undirorpið að KFG fordæmir þessa orðræðu,“ og eru dómarar leiksins beðnir afsökunar. Málið er nú komið inn á borð Körfuknattleikssambands Íslands og má búast við að aganefnd sambandsins skeri úr um það hverjar afleiðingar þess verða fyrir KFG. Yfirlýsing frá KFG Síðastliðinn laugardag mættust grannliðin KFG og Breiðablik í 1. deild karla í körfubolta. Leikurinn var hin besta skemmtun, mikill hraði og vel tekist á innan vallar. Körfuknattleiksdeild KFG var stofnuð til að gefa ungum og efnilegum leikmönnum tækifæri á að þroskast og reyna sig í krefjandi keppni, taka skrefið fram á við og ná íþróttalegum markmiðum sínum. Við sem förum fyrir félaginu gerum miklar kröfur til okkar leikmanna, þjálfara og þeirra sem að félaginu koma. Það er því gríðarleg vonbrigði fyrir okkur sem að félaginu koma að stuðningsmaður KFG skuli láta rasísk ummæli falla í garð dómara, og skyggi þannig á það mikilvæga starf sem fram fer innan félagsins. Rasísku ummæli stuðningsmanns KFG hafa skyggt á umræðuna eftir leikinn og þá gleði sem fylgdi ágætis frammistöðu liðsins innan vallar. Aðdragandi þessara ummæla skiptir engu máli, enda verður að gera þá sjálfsögðu kröfu á stuðningsmenn íþróttaliða að sýna háttvísi í sinni framkomu. Það skal engum vafa undirorpið að KFG fordæmir þessa orðræðu. Við biðjum dómara leiksins, þá Federick Alfred U Capellan og Einar Val Gunnarsson afsökunar fyrir hönd félagsins. Fyrir hönd KFGSnorri Örn Arnaldsson, formaður kkd. KFGSindri Rósenkranz Sævarsson, formaður aðalstjórnar KFG
Körfubolti Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ Sjá meira